Trump lætur gagnrýni Kínverja sér sem vind um eyru þjóta Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. desember 2016 15:07 Tsai Ing-wen og Donald Trump V'isir/Getty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, varði í nótt umdeilt símtal hans og Tsai Ing-wen, forseta Taívans. Er þetta í fyrsta sinn sem forseti eða verðandi forseti Bandaríkjanna ræðir beint við leiðtoga Taívan frá árinu 1979. Kínversk stjórnvöld sendu bandarískum yfirvöldum í kjölfarið formlega kvörtun þar sem farið var þess á leit að Bandaríkin héldu sig við stefnu sína í málefnum ríkjanna, sem alla jafna hefur gengið undir nafninu „Eitt Kína.“ Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan en samskiptin hafa þó batnað allra síðustu ár.Sjá einnig: Trump ræddi við forseta Taívan og Kínverjar munu tjúllastÁrið 1972 tóku Bandaríkin upp „Eitt Kína“-stefnu sína eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979 en Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei.„Ég ítreka að það er einungis eitt Kína í heiminum og að Taívan er óaðskiljanlegur hluti kínversks landssvæðis. Stefnan um „Eitt Kína“- er grunnur samskipta Kína og Bandaríkjanna,“ segir í yfirlýsingu frá talsmanni kínverska utanríkisráðuneytsins. Samband Bandaríkjanna og Kína hefur beðið verulega hnekki á undanförnum mánuðum vegna deilna í Suður-Kínahafi. Þá hefur Trump ítrekað skammast yfir yfirvöldum í Kína í kosningabaráttunni í ár. Trump hefur verið duglegur við að svara fyrir sig á samskiptamiðlinum Twitter, bæði áður sem og eftir að ljóst var að hann yrði næsti forseti Bandaríkjanna. Það varð engin breyting á því í nótt. Þar sagði hann að frumkvæðið að samtalinu hafi komið frá forseta Taívans og að honum þætti furðulegt hvernig „Bandaríkin seldu Taívönum hergögn fyrir milljarða dala en mættu síðan ekki taka við heillaóskum.“Interesting how the U.S. sells Taiwan billions of dollars of military equipment but I should not accept a congratulatory call.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 3, 2016 Donald Trump Suður-Kínahaf Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Fleiri fréttir Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, varði í nótt umdeilt símtal hans og Tsai Ing-wen, forseta Taívans. Er þetta í fyrsta sinn sem forseti eða verðandi forseti Bandaríkjanna ræðir beint við leiðtoga Taívan frá árinu 1979. Kínversk stjórnvöld sendu bandarískum yfirvöldum í kjölfarið formlega kvörtun þar sem farið var þess á leit að Bandaríkin héldu sig við stefnu sína í málefnum ríkjanna, sem alla jafna hefur gengið undir nafninu „Eitt Kína.“ Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan en samskiptin hafa þó batnað allra síðustu ár.Sjá einnig: Trump ræddi við forseta Taívan og Kínverjar munu tjúllastÁrið 1972 tóku Bandaríkin upp „Eitt Kína“-stefnu sína eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979 en Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei.„Ég ítreka að það er einungis eitt Kína í heiminum og að Taívan er óaðskiljanlegur hluti kínversks landssvæðis. Stefnan um „Eitt Kína“- er grunnur samskipta Kína og Bandaríkjanna,“ segir í yfirlýsingu frá talsmanni kínverska utanríkisráðuneytsins. Samband Bandaríkjanna og Kína hefur beðið verulega hnekki á undanförnum mánuðum vegna deilna í Suður-Kínahafi. Þá hefur Trump ítrekað skammast yfir yfirvöldum í Kína í kosningabaráttunni í ár. Trump hefur verið duglegur við að svara fyrir sig á samskiptamiðlinum Twitter, bæði áður sem og eftir að ljóst var að hann yrði næsti forseti Bandaríkjanna. Það varð engin breyting á því í nótt. Þar sagði hann að frumkvæðið að samtalinu hafi komið frá forseta Taívans og að honum þætti furðulegt hvernig „Bandaríkin seldu Taívönum hergögn fyrir milljarða dala en mættu síðan ekki taka við heillaóskum.“Interesting how the U.S. sells Taiwan billions of dollars of military equipment but I should not accept a congratulatory call.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 3, 2016
Donald Trump Suður-Kínahaf Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Fleiri fréttir Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Sjá meira