Trump ræddi við forseta Taívan og Kínverjar munu tjúllast Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2016 23:32 Vísir/Getty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, ræddi í dag við Tsai Ing-wen, forseta Taívan í síma. Það er í fyrsta sinn sem forseti eða verðandi forseti Bandaríkjanna ræðir beint við leiðtoga Taívan frá árinu 1979. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan en samskiptin hafa þó batnað allra síðustu ár. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei.The President of Taiwan CALLED ME today to wish me congratulations on winning the Presidency. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 3, 2016 Símtal Trump og Ing-wen mun að öllum líkindum reita Kínverja til reiði, en þeir hafa ekki tjáð sig um málið enn. Samband Bandaríkjanna og Kína hefur beðið verulega hnekki á undanförnum mánuðum vegna deilna í Suður-Kínahafi. Þá hefur Trump ítrekað skammast yfir yfirvöldum í Kína í kosningabaráttunni í ár. Ekki liggur fyrir hvort að símtalið sé til marks um stefnubreytingu í forsetatíð Trump. Teymi Trump segir forsetann verðandi og Ing-wen hafa rætt um „náið efnahagslegt, pólitískt og hernaðarlegt samband Taívan og Bandaríkjanna“.Samkvæmt Reuters fréttaveitunni hefur símtalið vakið upp spurningar um hvort að Trump samskiptum við Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna varðandi samskipti sín við aðra þjóðarleiðtoga. Starfsmenn Hvíta hússins segjast ekki hafa vitað af símtalinu fyrr en eftir á. Þó hefur talsmaður Barack Obama ítrekað að Bandaríkin standi við „Eitt Kína“ stefnuna.Seeker daily útskýrir deiluna á milli Kína og Taívan. Donald Trump Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Taívanir segja Kínverja hafa komið fyrir vopnum á eyju sem styr stendur um Utanríkisráðherra Kína hafnar fréttunum og segir þær uppspuna vestrænna fjölmiðla. 17. febrúar 2016 12:46 Tsai Ing-wen kjörin fyrsti kvenforseti Taívan Hún og flokkur hennar unnu stórsigur í kosningum sem haldnar voru í Taívan í dag. 16. janúar 2016 14:59 Enn slær í brýnu milli Kína og Bandaríkjanna Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segja að kínverskri orrustuþotu hafi verið flogið ófagmannlega að flugvél þeirra yfir Kínahafi. 8. júní 2016 08:07 Kínverjar hóta Taívönum vegna áherslu á sjálfstæði Kínastjórn varar nýkjörinn forseta Taívans við því að leggja frekari áherslu á sjálfstæði Taívans gagnvart Kína. 18. janúar 2016 07:00 Leiðtogar Kína og Taívans á sögulegum fundi um helgina Xi Jinping, forseti Kína, skrapp til Taívans á laugardaginn og spjallaði í um klukkustund við Ma Ying-jeou, forseta Taívans. 9. nóvember 2015 07:00 Kína og Rússland halda sameiginlegar æfingar í Suður-Kínahafi Segja æfingunum ætlað að styrkja samvinnu ríkjanna og ekki beint gegn öðrum ríkjum. 28. júlí 2016 13:45 Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn Þann 12. júlí mun Alþjóðlegi hafréttardómstóllinn í Hauge fella úrskurð í máli Filippseyja gegn Kína vegna Suður-Kínahafs. 7. júlí 2016 11:15 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Fleiri fréttir Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, ræddi í dag við Tsai Ing-wen, forseta Taívan í síma. Það er í fyrsta sinn sem forseti eða verðandi forseti Bandaríkjanna ræðir beint við leiðtoga Taívan frá árinu 1979. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan en samskiptin hafa þó batnað allra síðustu ár. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei.The President of Taiwan CALLED ME today to wish me congratulations on winning the Presidency. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 3, 2016 Símtal Trump og Ing-wen mun að öllum líkindum reita Kínverja til reiði, en þeir hafa ekki tjáð sig um málið enn. Samband Bandaríkjanna og Kína hefur beðið verulega hnekki á undanförnum mánuðum vegna deilna í Suður-Kínahafi. Þá hefur Trump ítrekað skammast yfir yfirvöldum í Kína í kosningabaráttunni í ár. Ekki liggur fyrir hvort að símtalið sé til marks um stefnubreytingu í forsetatíð Trump. Teymi Trump segir forsetann verðandi og Ing-wen hafa rætt um „náið efnahagslegt, pólitískt og hernaðarlegt samband Taívan og Bandaríkjanna“.Samkvæmt Reuters fréttaveitunni hefur símtalið vakið upp spurningar um hvort að Trump samskiptum við Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna varðandi samskipti sín við aðra þjóðarleiðtoga. Starfsmenn Hvíta hússins segjast ekki hafa vitað af símtalinu fyrr en eftir á. Þó hefur talsmaður Barack Obama ítrekað að Bandaríkin standi við „Eitt Kína“ stefnuna.Seeker daily útskýrir deiluna á milli Kína og Taívan.
Donald Trump Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Taívanir segja Kínverja hafa komið fyrir vopnum á eyju sem styr stendur um Utanríkisráðherra Kína hafnar fréttunum og segir þær uppspuna vestrænna fjölmiðla. 17. febrúar 2016 12:46 Tsai Ing-wen kjörin fyrsti kvenforseti Taívan Hún og flokkur hennar unnu stórsigur í kosningum sem haldnar voru í Taívan í dag. 16. janúar 2016 14:59 Enn slær í brýnu milli Kína og Bandaríkjanna Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segja að kínverskri orrustuþotu hafi verið flogið ófagmannlega að flugvél þeirra yfir Kínahafi. 8. júní 2016 08:07 Kínverjar hóta Taívönum vegna áherslu á sjálfstæði Kínastjórn varar nýkjörinn forseta Taívans við því að leggja frekari áherslu á sjálfstæði Taívans gagnvart Kína. 18. janúar 2016 07:00 Leiðtogar Kína og Taívans á sögulegum fundi um helgina Xi Jinping, forseti Kína, skrapp til Taívans á laugardaginn og spjallaði í um klukkustund við Ma Ying-jeou, forseta Taívans. 9. nóvember 2015 07:00 Kína og Rússland halda sameiginlegar æfingar í Suður-Kínahafi Segja æfingunum ætlað að styrkja samvinnu ríkjanna og ekki beint gegn öðrum ríkjum. 28. júlí 2016 13:45 Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn Þann 12. júlí mun Alþjóðlegi hafréttardómstóllinn í Hauge fella úrskurð í máli Filippseyja gegn Kína vegna Suður-Kínahafs. 7. júlí 2016 11:15 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Fleiri fréttir Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Sjá meira
Taívanir segja Kínverja hafa komið fyrir vopnum á eyju sem styr stendur um Utanríkisráðherra Kína hafnar fréttunum og segir þær uppspuna vestrænna fjölmiðla. 17. febrúar 2016 12:46
Tsai Ing-wen kjörin fyrsti kvenforseti Taívan Hún og flokkur hennar unnu stórsigur í kosningum sem haldnar voru í Taívan í dag. 16. janúar 2016 14:59
Enn slær í brýnu milli Kína og Bandaríkjanna Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segja að kínverskri orrustuþotu hafi verið flogið ófagmannlega að flugvél þeirra yfir Kínahafi. 8. júní 2016 08:07
Kínverjar hóta Taívönum vegna áherslu á sjálfstæði Kínastjórn varar nýkjörinn forseta Taívans við því að leggja frekari áherslu á sjálfstæði Taívans gagnvart Kína. 18. janúar 2016 07:00
Leiðtogar Kína og Taívans á sögulegum fundi um helgina Xi Jinping, forseti Kína, skrapp til Taívans á laugardaginn og spjallaði í um klukkustund við Ma Ying-jeou, forseta Taívans. 9. nóvember 2015 07:00
Kína og Rússland halda sameiginlegar æfingar í Suður-Kínahafi Segja æfingunum ætlað að styrkja samvinnu ríkjanna og ekki beint gegn öðrum ríkjum. 28. júlí 2016 13:45
Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn Þann 12. júlí mun Alþjóðlegi hafréttardómstóllinn í Hauge fella úrskurð í máli Filippseyja gegn Kína vegna Suður-Kínahafs. 7. júlí 2016 11:15