Breitbart í stríði við Kelloggs Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2016 21:00 "Ef þú gefur fjölskyldu þinni vörur frá Kellog's að borða, ertu að bjóða upp á þröngsýni við morgunverðarborðið.“ Hægri sinnaða fréttasíðan Breitbart hefur lýst yfir „stríði“ við fyrirtækið Kellog‘s. Fréttasíðan hefur verið sökuð um að dreifa hatursáróðri og rasisma en fyrirtækið hætti í byrjun vikunnar að auglýsa á síðunni og í tilkynningu sagði fyrirtækið í gær að boðskapur Breitbart væri ekki í „samræmi við gildi“ Kellog‘s. Forsvarsmenn Breitbart lýstu því yfir að ákvörðun Kellog‘s væri liður í stríði gegn síðunni og stofnuðu til undirskriftasöfnunar þar sem fólk lýsir því yfir að það muni sniðganga vörur Kellog‘s. Í frétt sem birt var um ákvörðun Kellogs segir að fyrirtækið hafi lýst yfir hatri sínu á öllum lesendum Breitbart. Þá hafa fjölmargar fréttir um fyrirtækið verið birtar á vefnum. Meðal þeirra frétta er að níðst hafi verið á svörtum starfsmanni Kellog‘s og að fyrirtækið hafi stutt Black Lives Matter hreyfinguna fjárhagslega. Þá hafa þeir beitt #DumpKellogs á Twitter til að fá lesendur sína til að hætta að kaupa vörur fyrirtækisins og jafnvel til þess að henda þeim vörum sem þau eiga. „Ef þú gefur fjölskyldu þinni vörur frá Kellog's að borða, ertu að bjóða upp á þröngsýni við morgunverðarborðið,“ stendur við undirskriftasöfnun Breitbart. Enn fremur saka þeir fyrirtækið um heigulshátt og að móðga starfsfólk sitt og lesendur.Guess what day it is! Guess what dayyyyy it isssssss... https://t.co/bb0RD4gl4G— Breitbart News (@BreitbartNews) November 30, 2016 Kellog's segir þó að ákvörðun fyrirtækisins hafi ekki verið byggð á stjórnmálaskoðunum. Hins vegar hefðu viðskiptavinir fyrirtækisins verið að kvarta yfir auglýsingum þeirra á Breitbart. Margir hafa tekið kalli Breitbart vel og birt myndir af vörum frá Kellog's í ruslinu og hóta því að kaupa vörur þeirra aldrei aftur. Einnig hafa margir komið fyrirtækinu til aðstoðar og gert grín að uppátækinu. Breitbart hefur notið mikillar athygli að undanförnu, en fyrrverandi ritstjóri miðilsins, Steve Bannon, er nú orðinn sérstakur ráðgjafi Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna.#DumpKellogs Tweets Donald Trump Tengdar fréttir Hægri hönd Trump mokar inn peningum á hverju ári vegna Seinfeld Öðlaðist hlut í þáttunum áður en þeir urðu ofurvinsælir. 17. nóvember 2016 13:44 Þingmenn Demókrata biðla til Trump Þingmennirnir segja ráðningu Steve Bannon sem æðsta ráðgjafa Trump draga úr möguleika hans að sameina bandarísku þjóðina. 16. nóvember 2016 23:35 Trump réttir sáttarhönd og sendir fingurinn með hinni Donald Trump hefur skipað í tvær mikilvægar stöður ríkisstjórnar sinnar. 14. nóvember 2016 12:30 Vill ekkert við nýnasistana kannast Donald Trump segist afneita "hinu hægrinu“, hreyfingu hægri þjóðernissinna sem fagnað hafa kjöri hans. Hins vegar segir hann ekkert athugavert við að hafa gert Steve Bannon að helsta ráðgjafa sínum. Svo heldur hann áfram að kvarta undan 24. nóvember 2016 07:00 Hægri hönd Trumps seldi gull í World of Warcraft Steve Bannon, sem var framkvæmdastjóri forsetaframboðs Donalds Trump í Bandaríkjunum og hefur nú verið ráðinn sérlegur ráðgjafi forsetaefnisins, sat í stjórn fyrirtækis um miðjan síðasta áratug sem sérhæfði sig í að selja spilurum fjölspilunarleiksins World of Warcraft gull. 1. desember 2016 07:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Hægri sinnaða fréttasíðan Breitbart hefur lýst yfir „stríði“ við fyrirtækið Kellog‘s. Fréttasíðan hefur verið sökuð um að dreifa hatursáróðri og rasisma en fyrirtækið hætti í byrjun vikunnar að auglýsa á síðunni og í tilkynningu sagði fyrirtækið í gær að boðskapur Breitbart væri ekki í „samræmi við gildi“ Kellog‘s. Forsvarsmenn Breitbart lýstu því yfir að ákvörðun Kellog‘s væri liður í stríði gegn síðunni og stofnuðu til undirskriftasöfnunar þar sem fólk lýsir því yfir að það muni sniðganga vörur Kellog‘s. Í frétt sem birt var um ákvörðun Kellogs segir að fyrirtækið hafi lýst yfir hatri sínu á öllum lesendum Breitbart. Þá hafa fjölmargar fréttir um fyrirtækið verið birtar á vefnum. Meðal þeirra frétta er að níðst hafi verið á svörtum starfsmanni Kellog‘s og að fyrirtækið hafi stutt Black Lives Matter hreyfinguna fjárhagslega. Þá hafa þeir beitt #DumpKellogs á Twitter til að fá lesendur sína til að hætta að kaupa vörur fyrirtækisins og jafnvel til þess að henda þeim vörum sem þau eiga. „Ef þú gefur fjölskyldu þinni vörur frá Kellog's að borða, ertu að bjóða upp á þröngsýni við morgunverðarborðið,“ stendur við undirskriftasöfnun Breitbart. Enn fremur saka þeir fyrirtækið um heigulshátt og að móðga starfsfólk sitt og lesendur.Guess what day it is! Guess what dayyyyy it isssssss... https://t.co/bb0RD4gl4G— Breitbart News (@BreitbartNews) November 30, 2016 Kellog's segir þó að ákvörðun fyrirtækisins hafi ekki verið byggð á stjórnmálaskoðunum. Hins vegar hefðu viðskiptavinir fyrirtækisins verið að kvarta yfir auglýsingum þeirra á Breitbart. Margir hafa tekið kalli Breitbart vel og birt myndir af vörum frá Kellog's í ruslinu og hóta því að kaupa vörur þeirra aldrei aftur. Einnig hafa margir komið fyrirtækinu til aðstoðar og gert grín að uppátækinu. Breitbart hefur notið mikillar athygli að undanförnu, en fyrrverandi ritstjóri miðilsins, Steve Bannon, er nú orðinn sérstakur ráðgjafi Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna.#DumpKellogs Tweets
Donald Trump Tengdar fréttir Hægri hönd Trump mokar inn peningum á hverju ári vegna Seinfeld Öðlaðist hlut í þáttunum áður en þeir urðu ofurvinsælir. 17. nóvember 2016 13:44 Þingmenn Demókrata biðla til Trump Þingmennirnir segja ráðningu Steve Bannon sem æðsta ráðgjafa Trump draga úr möguleika hans að sameina bandarísku þjóðina. 16. nóvember 2016 23:35 Trump réttir sáttarhönd og sendir fingurinn með hinni Donald Trump hefur skipað í tvær mikilvægar stöður ríkisstjórnar sinnar. 14. nóvember 2016 12:30 Vill ekkert við nýnasistana kannast Donald Trump segist afneita "hinu hægrinu“, hreyfingu hægri þjóðernissinna sem fagnað hafa kjöri hans. Hins vegar segir hann ekkert athugavert við að hafa gert Steve Bannon að helsta ráðgjafa sínum. Svo heldur hann áfram að kvarta undan 24. nóvember 2016 07:00 Hægri hönd Trumps seldi gull í World of Warcraft Steve Bannon, sem var framkvæmdastjóri forsetaframboðs Donalds Trump í Bandaríkjunum og hefur nú verið ráðinn sérlegur ráðgjafi forsetaefnisins, sat í stjórn fyrirtækis um miðjan síðasta áratug sem sérhæfði sig í að selja spilurum fjölspilunarleiksins World of Warcraft gull. 1. desember 2016 07:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Hægri hönd Trump mokar inn peningum á hverju ári vegna Seinfeld Öðlaðist hlut í þáttunum áður en þeir urðu ofurvinsælir. 17. nóvember 2016 13:44
Þingmenn Demókrata biðla til Trump Þingmennirnir segja ráðningu Steve Bannon sem æðsta ráðgjafa Trump draga úr möguleika hans að sameina bandarísku þjóðina. 16. nóvember 2016 23:35
Trump réttir sáttarhönd og sendir fingurinn með hinni Donald Trump hefur skipað í tvær mikilvægar stöður ríkisstjórnar sinnar. 14. nóvember 2016 12:30
Vill ekkert við nýnasistana kannast Donald Trump segist afneita "hinu hægrinu“, hreyfingu hægri þjóðernissinna sem fagnað hafa kjöri hans. Hins vegar segir hann ekkert athugavert við að hafa gert Steve Bannon að helsta ráðgjafa sínum. Svo heldur hann áfram að kvarta undan 24. nóvember 2016 07:00
Hægri hönd Trumps seldi gull í World of Warcraft Steve Bannon, sem var framkvæmdastjóri forsetaframboðs Donalds Trump í Bandaríkjunum og hefur nú verið ráðinn sérlegur ráðgjafi forsetaefnisins, sat í stjórn fyrirtækis um miðjan síðasta áratug sem sérhæfði sig í að selja spilurum fjölspilunarleiksins World of Warcraft gull. 1. desember 2016 07:00