Yfirstjórn Matvælastofnunar vildi ekki upplýsa neytendur í lok síðasta árs Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2016 17:34 Brúnegg sem keypt voru með góðri samvisku á dögunum. Mynd/Jón Ingi Hluti starfsmanna Matvælastofnunar vildi upplýsa neytendur um að ástandið hjá Brúneggjum í lok árs 2015 og stöðva dreifingu eggja frá fyrirtækinu. Yfirstjórn stofnunarinnar hafi hins vegar komið í veg að það var gert. Mikið hefur verið rætt um ástand dýravelferðar hjá eggjaframleiðandanum Brúnegg eftir að Kastljós RÚV fjallaði um málið í byrjun vikunnar. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að þannig hafi dýralæknir alifuglasjúkdóma og upplýsingafulltrúi stofnunarinnar unnið drög að fréttum þess efnis, en ákveðið að birta þær ekki. Umræddir starfsmenn hafi lýst yfir óánægju með ákvörðun yfirstjórnarinnar og var haldinn sérstakur fundur með öllum starfsmönnum sem komu að málinu þar sem hluti þeirra upplýsti um óánægju sína og þá skoðun að það væru mistök að upplýsa neytendur ekki um alvarleg dýravelferðarmál hjá Brúneggjum. „Þá liggur fyrir að héraðsdýralæknir Vesturumdæmis greindi í desember á síðasta ári frá þeim fyrirætlunum sínum um að senda ábendingu til Neytendastofu um villandi merkingar Brúneggja en yfirstjórn taldi það ekki rétt á þessum tíma. Í ljósi gagnrýni síðustu daga á Matvælastofnun þess efnis að neytendur hafi ekki verið upplýstir um aðbúnað fugla hjá Brúneggjum vill stofnunin árétta að ábyrgð ákvarðana sem teknar voru við meðferð málsins lágu alfarið hjá yfirstjórn stofnunarinnar. Niðurstaðan hjá stofnuninni var að fara í vörslusviptingu og aðrar aðgerðir án þess að senda út frétt um málið. Af þessu hefur stofnunin dregið lærdóm og bætti upplýsingagjöf snemma á árinu. Frekari skref til að auka upplýsingagjöf til neytenda eru í farvatninu, “ segir í tilkynningunni. Sjá má yfirlýsingu Matvælastofnunar í heild sinni að neðan. Mikil umræða hefur orðið um málefni eggjaframleiðandans Brúnegg eftir að Kastljós RÚV fjallaði um málið í byrjun vikunnar. Meðal annars er fullyrt að Matvælastofnun hafi ekki sinnt dýravelferð og vitað af blekkingum gagnvart neytendum í áratug. Spyrja verður hvort þetta sé í öllu rétt framsetning og túlkun á málinu. Hins vegar er ljóst að margt má bæta. Varð okkur á? Brúnegg ehf. reka varphænsnabú á tveimur stöðum. Á Teigi/Silfurhöll í Mosfellsbæ hófst starfsemi árið 2005 og að Stafholtsveggjum í Borgarfirði árið 2014. Þegar farið er yfir störf Matvælastofnunar síðastliðinn áratug er ljóst að eftirfylgni hefði átt að vera betri til að tryggja úrbætur á Teigi/Silfurhöll. Úr þessu hefur verið bætt með nýjum verklagsreglum og áhættumiðuðu eftirliti sem eykur tíðni þess þar sem skortur er á úrbótum. Mál fara nú fyrr í þvingunarferli samanber aðgerðir á Stafholtsveggjum. Á sama tíma og Matvælastofnun stóð í aðgerðum gagnvart fyrirtækinu kom forráðamaður þess fram í Kastljósi með rangar yfirlýsingar um búrekstur fyrirtækisins í tengslum við vistvæna landbúnaðarframleiðslu. Á þeim tímapunkti, þ.e. í lok árs 2015 var staða Brúneggja mikið rædd innan Matvælastofnunar og vildu tilteknir starfsmenn þá upplýsa neytendur um ástandið og stöðvun dreifingar á eggjum. Meðal annars skrifuðu dýralæknir alifuglasjúkdóma og upplýsingafulltrúi drög að fréttum þess efnis. Ákveðið var að birta þær ekki og lýstu framangreindir starfsmenn óánægju sinni með þá ákvörðun. Haldinn var sérstakur fundur með öllum starfsmönnum sem komu að málinu þar sem hluti þeirra upplýsti um óánægju sína og þá skoðun að það væru mistök að upplýsa neytendur ekki um alvarleg dýravelferðarmál hjá Brúneggjum. Þá liggur fyrir að héraðsdýralæknir Vesturumdæmis greindi í desember á síðasta ári frá þeim fyrirætlunum sínum um að senda ábendingu til Neytendastofu um villandi merkingar Brúneggja en yfirstjórn taldi það ekki rétt á þessum tíma. Í ljósi gagnrýni síðustu daga á Matvælastofnun þess efnis að neytendur hafi ekki verið upplýstir um aðbúnað fugla hjá Brúneggjum vill stofnunin árétta að ábyrgð ákvarðana sem teknar voru við meðferð málsins lágu alfarið hjá yfirstjórn stofnunarinnar. Niðurstaðan hjá stofnuninni var að fara í vörslusviptingu og aðrar aðgerðir án þess að senda út frétt um málið. Af þessu hefur stofnunin dregið lærdóm og bætti upplýsingagjöf snemma á árinu. Frekari skref til að auka upplýsingagjöf til neytenda eru í farvatninu. Notkun á merkingu um vistvæna landbúnaðarframleiðslu Þrátt fyrir að Matvælastofnun hafi ekki birt upplýsingar um aðgerðir sínar í lok árs 2015 er ekki hægt að fallast á að Matvælastofnun hafi í áratug vitað af blekkingum gagnvart neytendum vegna markaðssetningar „vistvænna“ eggja. Reglur um vistvænar landbúnaðarafurðir voru ekki undir eftirliti Matvælastofnunar, en voru engu að síður teknar til skoðunar af dýralækni alifuglasjúkdóma í lok árs 2013. Tilefnið var að viðkomandi furðaði sig á þessari markaðssetningu miðað við þau frávik sem Matvælastofnun skráði í sínu eftirliti. Í ljós kom að starfsemin var ekki að uppfylla kröfur um vistvæna vottun. Í samráði við héraðsdýralækni var þá sent erindi til þeirra sem voru ábyrgir fyrir eftirliti með þessari löggjöf og óskað eftir viðbrögðum til að fyrirbyggja að neytendur væru blekktir. Þetta var því tveimur árum áður en Matvælastofnun tilkynnti um stöðvun starfsemi og vörslusviptingu hjá Brúneggjum í nóvember 2015. Myndbirting og aðgerðir Matvælastofnunar Þær myndir sem birtar hafa verið í fjölmiðlum, sem vöktu réttilega óhug hjá neytendum, eru frá starfsstöð Brúneggja að Stafholtsveggjum í Borgarfirði. Starfsemi þar hófst um mitt ár 2014 og fór strax í rangan farveg. Myndirnar sýna aðstæður fugla á Stafholtsveggjum haustið 2015 eða skömmu áður en Matvælastofnun greip þar til stöðvunar á starfsemi. Það var gert á grundvelli nýrra dýravelferðarlaga og reglugerðar um velferð alifugla, sem tók gildi í lok janúar 2015. Aðgerðir Matvælastofnunar í október 2015 byggðu á nýju reglugerðinni sem skilgreindi í fyrsta sinn hámarksfjölda varphænsna í lausagöngu. Framangreint sýnir glöggt að stofnunin greip fljótt til umfangsmikilla aðgerða til að tryggja dýravelferð að Stafholtsveggjum og að velferð dýra var höfð að leiðarljósi. Vegna starfsemi Brúneggja að Teigi/Silfurhöll voru frá upphafi gerðar athugasemdir við hollustuhætti og dýrahald, en ástandið þar þróaðist á verri veg og fór stöðugt versnandi fram til ársins 2015 þó það hafi batnað tímabundið eftir að Matvælastofnun hótaði vörslusviptingu árið 2013. Engar reglur um þéttleika varphænsna í lausagöngu voru í gildi fram að því að ný reglugerð um velferð alifugla tók gildi í janúar 2015. Áður hafði Matvælastofnun sett eigin viðmiðunarmörk og vann að því að framfylgja þeim. Með nýjum laga- og reglugerðarákvæðum urðu þáttaskil varðandi kröfur um aðbúnað alifugla og tæki til að framfylgja því að þeim væri fylgt. Á sama ári, þ.e. 2015 var þessum kröfum og úrræðum beitt til að knýja fram fækkun á fjölda fugla um tæpan helming. Brúneggjamálið Neytendur Tengdar fréttir Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00 Brúnum eggjum kastað í Matís fyrir misskilning Steinar B. Aðalbjörnsson, upplýsingafulltrúi Matís, gerir ráð fyrir að gremja eggjakastarans hafi beinst að Matvælastofnun. 30. nóvember 2016 14:52 Stærstu eggjaframleiðendur landsins: Matvælastofnun brást ábyrgðarhlutverki sínu Tveir stærstu eggjaframleiðendur landsins, Nesbú og Stjörnuegg, segja umfjöllun Kastljóss um Brúnegg hafa verið algjört reiðarslag. 29. nóvember 2016 12:22 Hafnar alfarið ábyrgð á brúneggjamáli Kristinn Hugason, fyrrverandi starfsmaður atvinnuvegaráðuneytisins, hafnar því með öllu í viðtali við Fréttablaðið að hann beri á nokkurn hátt ábyrgð á því að málefni fyrirtækisins Brúnegg, sem Kastljós fjallaði um á mánudagskvöld, dagaði uppi í ráðuneytinu án aðgerða. 30. nóvember 2016 07:00 Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Gunnar Bragi Sveinsson heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við athuga verkferla. 29. nóvember 2016 10:28 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Hluti starfsmanna Matvælastofnunar vildi upplýsa neytendur um að ástandið hjá Brúneggjum í lok árs 2015 og stöðva dreifingu eggja frá fyrirtækinu. Yfirstjórn stofnunarinnar hafi hins vegar komið í veg að það var gert. Mikið hefur verið rætt um ástand dýravelferðar hjá eggjaframleiðandanum Brúnegg eftir að Kastljós RÚV fjallaði um málið í byrjun vikunnar. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að þannig hafi dýralæknir alifuglasjúkdóma og upplýsingafulltrúi stofnunarinnar unnið drög að fréttum þess efnis, en ákveðið að birta þær ekki. Umræddir starfsmenn hafi lýst yfir óánægju með ákvörðun yfirstjórnarinnar og var haldinn sérstakur fundur með öllum starfsmönnum sem komu að málinu þar sem hluti þeirra upplýsti um óánægju sína og þá skoðun að það væru mistök að upplýsa neytendur ekki um alvarleg dýravelferðarmál hjá Brúneggjum. „Þá liggur fyrir að héraðsdýralæknir Vesturumdæmis greindi í desember á síðasta ári frá þeim fyrirætlunum sínum um að senda ábendingu til Neytendastofu um villandi merkingar Brúneggja en yfirstjórn taldi það ekki rétt á þessum tíma. Í ljósi gagnrýni síðustu daga á Matvælastofnun þess efnis að neytendur hafi ekki verið upplýstir um aðbúnað fugla hjá Brúneggjum vill stofnunin árétta að ábyrgð ákvarðana sem teknar voru við meðferð málsins lágu alfarið hjá yfirstjórn stofnunarinnar. Niðurstaðan hjá stofnuninni var að fara í vörslusviptingu og aðrar aðgerðir án þess að senda út frétt um málið. Af þessu hefur stofnunin dregið lærdóm og bætti upplýsingagjöf snemma á árinu. Frekari skref til að auka upplýsingagjöf til neytenda eru í farvatninu, “ segir í tilkynningunni. Sjá má yfirlýsingu Matvælastofnunar í heild sinni að neðan. Mikil umræða hefur orðið um málefni eggjaframleiðandans Brúnegg eftir að Kastljós RÚV fjallaði um málið í byrjun vikunnar. Meðal annars er fullyrt að Matvælastofnun hafi ekki sinnt dýravelferð og vitað af blekkingum gagnvart neytendum í áratug. Spyrja verður hvort þetta sé í öllu rétt framsetning og túlkun á málinu. Hins vegar er ljóst að margt má bæta. Varð okkur á? Brúnegg ehf. reka varphænsnabú á tveimur stöðum. Á Teigi/Silfurhöll í Mosfellsbæ hófst starfsemi árið 2005 og að Stafholtsveggjum í Borgarfirði árið 2014. Þegar farið er yfir störf Matvælastofnunar síðastliðinn áratug er ljóst að eftirfylgni hefði átt að vera betri til að tryggja úrbætur á Teigi/Silfurhöll. Úr þessu hefur verið bætt með nýjum verklagsreglum og áhættumiðuðu eftirliti sem eykur tíðni þess þar sem skortur er á úrbótum. Mál fara nú fyrr í þvingunarferli samanber aðgerðir á Stafholtsveggjum. Á sama tíma og Matvælastofnun stóð í aðgerðum gagnvart fyrirtækinu kom forráðamaður þess fram í Kastljósi með rangar yfirlýsingar um búrekstur fyrirtækisins í tengslum við vistvæna landbúnaðarframleiðslu. Á þeim tímapunkti, þ.e. í lok árs 2015 var staða Brúneggja mikið rædd innan Matvælastofnunar og vildu tilteknir starfsmenn þá upplýsa neytendur um ástandið og stöðvun dreifingar á eggjum. Meðal annars skrifuðu dýralæknir alifuglasjúkdóma og upplýsingafulltrúi drög að fréttum þess efnis. Ákveðið var að birta þær ekki og lýstu framangreindir starfsmenn óánægju sinni með þá ákvörðun. Haldinn var sérstakur fundur með öllum starfsmönnum sem komu að málinu þar sem hluti þeirra upplýsti um óánægju sína og þá skoðun að það væru mistök að upplýsa neytendur ekki um alvarleg dýravelferðarmál hjá Brúneggjum. Þá liggur fyrir að héraðsdýralæknir Vesturumdæmis greindi í desember á síðasta ári frá þeim fyrirætlunum sínum um að senda ábendingu til Neytendastofu um villandi merkingar Brúneggja en yfirstjórn taldi það ekki rétt á þessum tíma. Í ljósi gagnrýni síðustu daga á Matvælastofnun þess efnis að neytendur hafi ekki verið upplýstir um aðbúnað fugla hjá Brúneggjum vill stofnunin árétta að ábyrgð ákvarðana sem teknar voru við meðferð málsins lágu alfarið hjá yfirstjórn stofnunarinnar. Niðurstaðan hjá stofnuninni var að fara í vörslusviptingu og aðrar aðgerðir án þess að senda út frétt um málið. Af þessu hefur stofnunin dregið lærdóm og bætti upplýsingagjöf snemma á árinu. Frekari skref til að auka upplýsingagjöf til neytenda eru í farvatninu. Notkun á merkingu um vistvæna landbúnaðarframleiðslu Þrátt fyrir að Matvælastofnun hafi ekki birt upplýsingar um aðgerðir sínar í lok árs 2015 er ekki hægt að fallast á að Matvælastofnun hafi í áratug vitað af blekkingum gagnvart neytendum vegna markaðssetningar „vistvænna“ eggja. Reglur um vistvænar landbúnaðarafurðir voru ekki undir eftirliti Matvælastofnunar, en voru engu að síður teknar til skoðunar af dýralækni alifuglasjúkdóma í lok árs 2013. Tilefnið var að viðkomandi furðaði sig á þessari markaðssetningu miðað við þau frávik sem Matvælastofnun skráði í sínu eftirliti. Í ljós kom að starfsemin var ekki að uppfylla kröfur um vistvæna vottun. Í samráði við héraðsdýralækni var þá sent erindi til þeirra sem voru ábyrgir fyrir eftirliti með þessari löggjöf og óskað eftir viðbrögðum til að fyrirbyggja að neytendur væru blekktir. Þetta var því tveimur árum áður en Matvælastofnun tilkynnti um stöðvun starfsemi og vörslusviptingu hjá Brúneggjum í nóvember 2015. Myndbirting og aðgerðir Matvælastofnunar Þær myndir sem birtar hafa verið í fjölmiðlum, sem vöktu réttilega óhug hjá neytendum, eru frá starfsstöð Brúneggja að Stafholtsveggjum í Borgarfirði. Starfsemi þar hófst um mitt ár 2014 og fór strax í rangan farveg. Myndirnar sýna aðstæður fugla á Stafholtsveggjum haustið 2015 eða skömmu áður en Matvælastofnun greip þar til stöðvunar á starfsemi. Það var gert á grundvelli nýrra dýravelferðarlaga og reglugerðar um velferð alifugla, sem tók gildi í lok janúar 2015. Aðgerðir Matvælastofnunar í október 2015 byggðu á nýju reglugerðinni sem skilgreindi í fyrsta sinn hámarksfjölda varphænsna í lausagöngu. Framangreint sýnir glöggt að stofnunin greip fljótt til umfangsmikilla aðgerða til að tryggja dýravelferð að Stafholtsveggjum og að velferð dýra var höfð að leiðarljósi. Vegna starfsemi Brúneggja að Teigi/Silfurhöll voru frá upphafi gerðar athugasemdir við hollustuhætti og dýrahald, en ástandið þar þróaðist á verri veg og fór stöðugt versnandi fram til ársins 2015 þó það hafi batnað tímabundið eftir að Matvælastofnun hótaði vörslusviptingu árið 2013. Engar reglur um þéttleika varphænsna í lausagöngu voru í gildi fram að því að ný reglugerð um velferð alifugla tók gildi í janúar 2015. Áður hafði Matvælastofnun sett eigin viðmiðunarmörk og vann að því að framfylgja þeim. Með nýjum laga- og reglugerðarákvæðum urðu þáttaskil varðandi kröfur um aðbúnað alifugla og tæki til að framfylgja því að þeim væri fylgt. Á sama ári, þ.e. 2015 var þessum kröfum og úrræðum beitt til að knýja fram fækkun á fjölda fugla um tæpan helming.
Brúneggjamálið Neytendur Tengdar fréttir Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00 Brúnum eggjum kastað í Matís fyrir misskilning Steinar B. Aðalbjörnsson, upplýsingafulltrúi Matís, gerir ráð fyrir að gremja eggjakastarans hafi beinst að Matvælastofnun. 30. nóvember 2016 14:52 Stærstu eggjaframleiðendur landsins: Matvælastofnun brást ábyrgðarhlutverki sínu Tveir stærstu eggjaframleiðendur landsins, Nesbú og Stjörnuegg, segja umfjöllun Kastljóss um Brúnegg hafa verið algjört reiðarslag. 29. nóvember 2016 12:22 Hafnar alfarið ábyrgð á brúneggjamáli Kristinn Hugason, fyrrverandi starfsmaður atvinnuvegaráðuneytisins, hafnar því með öllu í viðtali við Fréttablaðið að hann beri á nokkurn hátt ábyrgð á því að málefni fyrirtækisins Brúnegg, sem Kastljós fjallaði um á mánudagskvöld, dagaði uppi í ráðuneytinu án aðgerða. 30. nóvember 2016 07:00 Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Gunnar Bragi Sveinsson heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við athuga verkferla. 29. nóvember 2016 10:28 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00
Brúnum eggjum kastað í Matís fyrir misskilning Steinar B. Aðalbjörnsson, upplýsingafulltrúi Matís, gerir ráð fyrir að gremja eggjakastarans hafi beinst að Matvælastofnun. 30. nóvember 2016 14:52
Stærstu eggjaframleiðendur landsins: Matvælastofnun brást ábyrgðarhlutverki sínu Tveir stærstu eggjaframleiðendur landsins, Nesbú og Stjörnuegg, segja umfjöllun Kastljóss um Brúnegg hafa verið algjört reiðarslag. 29. nóvember 2016 12:22
Hafnar alfarið ábyrgð á brúneggjamáli Kristinn Hugason, fyrrverandi starfsmaður atvinnuvegaráðuneytisins, hafnar því með öllu í viðtali við Fréttablaðið að hann beri á nokkurn hátt ábyrgð á því að málefni fyrirtækisins Brúnegg, sem Kastljós fjallaði um á mánudagskvöld, dagaði uppi í ráðuneytinu án aðgerða. 30. nóvember 2016 07:00
Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Gunnar Bragi Sveinsson heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við athuga verkferla. 29. nóvember 2016 10:28