Borgarlínan – nútímasamgöngur á vaxandi borgarsvæði Borgar- og bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu skrifar 17. desember 2016 09:00 Borgarlínan, hágæðakerfi almenningssamgangna, er stærsta sameiginlega verkefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Með hágæðakerfi almenningssamgangna er átt við kerfi hraðvagna (Bus Rapid Transit) eða léttlesta (Light Rail). Það sem einkennir slík kerfi, óháð því hvort um er að ræða hraðvagna eða léttlestir, er í megindráttum þrennt. Í fyrsta lagi ferðast vagnarnir á sérakreinum og fá forgang á umferðarljósum. Þannig fæst áreiðanleiki og hraði og ferðatími er samkeppnishæfari við aðra ferðamáta. Í öðru lagi er tíðni ferða mikil. Algeng tíðni vagna á annatímum er 5-7 mínútur en þar sem þörf er á meiri afkastagetu getur hún farið í um 2 mínútur. Í þriðja lagi eru biðstöðvar yfirbyggðar og vandaðar, með farmiðasjálfsölum og upplýsingaskiltum sem sýna í rauntíma hvenær næsti vagn kemur. Aðgengi er fyrir alla þar sem vagnarnir stöðva þétt upp við brautarpalla sem eru í sömu hæð og gólf vagnanna. Borgarlínan er afrakstur umfangsmikils og náins samstarfs sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu þar sem að baki liggja nákvæmar greiningar á framtíð samgangna á höfuðborgarsvæðinu.Af hverju Borgarlína? Hágæðakerfi almenningssamgangna er hryggjarstykkið í Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til 2040. Borgarlína er lykilverkefni í samgöngum, hagkvæm og vistvæn leið til að auka flutningsgetu á milli sveitarfélaganna og gera þeim kleift að mæta tæplega 40% fjölgun íbúa og fjölgun ferðamanna án þess að álag á stofnvegakerfið aukist í sama hlutfalli. Borgarlína er grundvöllur þess að sveitarfélögin geti þétt byggð í miðkjörnum og við línuna og vaxið án þess að brjóta nýtt land undir byggð utan skilgreindra vaxtarmarka. Með borgarlínu verður hægt að draga úr byggingarkostnaði og gera uppbyggingaraðilum kleift að byggja í þéttri byggð með minni kostnaði t.d. með því að fækka bílastæðum. Á næstu 25 árum mun íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölga um a.m.k. 70.000. Umferðarspár sýna að þrátt fyrir miklar fjárfestingar í nýjum umferðarmannvirkjum aukast umferðartafir verulega ef þeim fjölgar ekki sem nýta sér aðra ferðamáta en einkabíl. Þess vegna eru afkastamiklar almenningssamgöngur mikilvægt lífsgæðamál fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins.Hvað gera aðrar borgir? Um allan heim hefur verið horfið frá því að skipuleggja borgir í kringum einkabílinn með fjölgun akreina og mislægra gatnamóta með tilheyrandi umferð og mengun. Líkt og á höfuðborgarsvæðinu er víða unnið að þróun og uppbyggingu hágæðakerfa almenningssamgangna samhliða þéttingu byggðar á áhrifasvæðum þeirra. Vaxandi borgir á Norðurlöndunum, sem eru sambærilegar höfuðborgarsvæðinu að stærð, vinna eftir sömu hugmyndafræði. Sem dæmi má nefna Stavanger, Þrándheim, Bergen, Álaborg og Óðinsvé. Í Frakklandi hafa verið byggð léttlestakerfi í 25 borgum með færri en 250 þúsund íbúa. Í Bandaríkjunum og Kanada eru fjölmörg hágæðakerfi almenningssamgangna í undirbúningi eða framkvæmd samhliða þéttingu byggðar og endurnýtingu á vannýttum svæðum í borgum. Á höfuðborgarsvæðinu og áhrifasvæði þess búa 70% af öllum íbúum landsins auk tugþúsunda ferðamanna. Rekstrargrundvöllurinn fyrir hraðvagnakerfi eða léttlestakerfi er því ótvírætt fyrir hendi. Fjármögnunaraðferðir eru mismunandi eftir borgarsvæðum en í nær öllum tilfellum kemur ríkisvaldið að fjármögnun samgangnanna og í mörgum borgum koma einkaaðilar með fjármagn.Samkomulagið Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu fyrir helgi undir samkomulag um innleiðingu hágæða almenningsamgangna. Hluti af því samkomulagi er að farið verði í viðræður við innanríkisráðuneyti og fjármálaráðuneyti ásamt Vegagerðinni um formlegt samstarf um fjármögnun og nauðsynlegar lagabreytingar. Það er því mat okkar, borgarstjóra og bæjarstjóranna á höfuðborgarsvæðinu, að ný ríkisstjórn verði að koma að uppbyggingu hágæða almenningssamgöngukerfis á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við sveitarfélögin og eftir atvikum einkaaðila. Um borgarlínuna ríkir algjör samstaða meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Með samstilltu átaki getum við aukið þjónustu við íbúana á svæðinu og lífsgæði þeirra um leið. Við getum dregið úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, fækkað slysum, stóraukið flutningsgetu samgöngukerfisins og minnkað fjárþörf til viðhalds vegakerfisins. Með tilkomu borgarlínu fæst hvatning til íbúa til að breyta ferðavenjum sínum – enda mun forgangsakstur hraðvagna eða léttlesta með hárri tíðni gera mörgum kleift að ferðast hraðar á milli staða en á einkabílnum.Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri KópavogsÁsgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri SeltjarnarnessDagur B. Eggertsson, borgarstjóri ReykjavíkurGunnar Einarsson, bæjarstjóri GarðabæjarHaraldur Líndal, bæjarstjóri HafnarfjarðarHaraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Dagur B. Eggertsson Samgöngur Tengdar fréttir Borgarlína og aðrar samgöngulínur Fjármagn til samgöngumála er og hefur verið af skornum skammti. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi verður nýsamþykkt samgönguáætlun skorin niður um 13 milljarða og væntingar margra verða að engu. 16. desember 2016 07:00 Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarlínan, hágæðakerfi almenningssamgangna, er stærsta sameiginlega verkefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Með hágæðakerfi almenningssamgangna er átt við kerfi hraðvagna (Bus Rapid Transit) eða léttlesta (Light Rail). Það sem einkennir slík kerfi, óháð því hvort um er að ræða hraðvagna eða léttlestir, er í megindráttum þrennt. Í fyrsta lagi ferðast vagnarnir á sérakreinum og fá forgang á umferðarljósum. Þannig fæst áreiðanleiki og hraði og ferðatími er samkeppnishæfari við aðra ferðamáta. Í öðru lagi er tíðni ferða mikil. Algeng tíðni vagna á annatímum er 5-7 mínútur en þar sem þörf er á meiri afkastagetu getur hún farið í um 2 mínútur. Í þriðja lagi eru biðstöðvar yfirbyggðar og vandaðar, með farmiðasjálfsölum og upplýsingaskiltum sem sýna í rauntíma hvenær næsti vagn kemur. Aðgengi er fyrir alla þar sem vagnarnir stöðva þétt upp við brautarpalla sem eru í sömu hæð og gólf vagnanna. Borgarlínan er afrakstur umfangsmikils og náins samstarfs sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu þar sem að baki liggja nákvæmar greiningar á framtíð samgangna á höfuðborgarsvæðinu.Af hverju Borgarlína? Hágæðakerfi almenningssamgangna er hryggjarstykkið í Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til 2040. Borgarlína er lykilverkefni í samgöngum, hagkvæm og vistvæn leið til að auka flutningsgetu á milli sveitarfélaganna og gera þeim kleift að mæta tæplega 40% fjölgun íbúa og fjölgun ferðamanna án þess að álag á stofnvegakerfið aukist í sama hlutfalli. Borgarlína er grundvöllur þess að sveitarfélögin geti þétt byggð í miðkjörnum og við línuna og vaxið án þess að brjóta nýtt land undir byggð utan skilgreindra vaxtarmarka. Með borgarlínu verður hægt að draga úr byggingarkostnaði og gera uppbyggingaraðilum kleift að byggja í þéttri byggð með minni kostnaði t.d. með því að fækka bílastæðum. Á næstu 25 árum mun íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölga um a.m.k. 70.000. Umferðarspár sýna að þrátt fyrir miklar fjárfestingar í nýjum umferðarmannvirkjum aukast umferðartafir verulega ef þeim fjölgar ekki sem nýta sér aðra ferðamáta en einkabíl. Þess vegna eru afkastamiklar almenningssamgöngur mikilvægt lífsgæðamál fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins.Hvað gera aðrar borgir? Um allan heim hefur verið horfið frá því að skipuleggja borgir í kringum einkabílinn með fjölgun akreina og mislægra gatnamóta með tilheyrandi umferð og mengun. Líkt og á höfuðborgarsvæðinu er víða unnið að þróun og uppbyggingu hágæðakerfa almenningssamgangna samhliða þéttingu byggðar á áhrifasvæðum þeirra. Vaxandi borgir á Norðurlöndunum, sem eru sambærilegar höfuðborgarsvæðinu að stærð, vinna eftir sömu hugmyndafræði. Sem dæmi má nefna Stavanger, Þrándheim, Bergen, Álaborg og Óðinsvé. Í Frakklandi hafa verið byggð léttlestakerfi í 25 borgum með færri en 250 þúsund íbúa. Í Bandaríkjunum og Kanada eru fjölmörg hágæðakerfi almenningssamgangna í undirbúningi eða framkvæmd samhliða þéttingu byggðar og endurnýtingu á vannýttum svæðum í borgum. Á höfuðborgarsvæðinu og áhrifasvæði þess búa 70% af öllum íbúum landsins auk tugþúsunda ferðamanna. Rekstrargrundvöllurinn fyrir hraðvagnakerfi eða léttlestakerfi er því ótvírætt fyrir hendi. Fjármögnunaraðferðir eru mismunandi eftir borgarsvæðum en í nær öllum tilfellum kemur ríkisvaldið að fjármögnun samgangnanna og í mörgum borgum koma einkaaðilar með fjármagn.Samkomulagið Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu fyrir helgi undir samkomulag um innleiðingu hágæða almenningsamgangna. Hluti af því samkomulagi er að farið verði í viðræður við innanríkisráðuneyti og fjármálaráðuneyti ásamt Vegagerðinni um formlegt samstarf um fjármögnun og nauðsynlegar lagabreytingar. Það er því mat okkar, borgarstjóra og bæjarstjóranna á höfuðborgarsvæðinu, að ný ríkisstjórn verði að koma að uppbyggingu hágæða almenningssamgöngukerfis á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við sveitarfélögin og eftir atvikum einkaaðila. Um borgarlínuna ríkir algjör samstaða meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Með samstilltu átaki getum við aukið þjónustu við íbúana á svæðinu og lífsgæði þeirra um leið. Við getum dregið úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, fækkað slysum, stóraukið flutningsgetu samgöngukerfisins og minnkað fjárþörf til viðhalds vegakerfisins. Með tilkomu borgarlínu fæst hvatning til íbúa til að breyta ferðavenjum sínum – enda mun forgangsakstur hraðvagna eða léttlesta með hárri tíðni gera mörgum kleift að ferðast hraðar á milli staða en á einkabílnum.Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri KópavogsÁsgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri SeltjarnarnessDagur B. Eggertsson, borgarstjóri ReykjavíkurGunnar Einarsson, bæjarstjóri GarðabæjarHaraldur Líndal, bæjarstjóri HafnarfjarðarHaraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar
Borgarlína og aðrar samgöngulínur Fjármagn til samgöngumála er og hefur verið af skornum skammti. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi verður nýsamþykkt samgönguáætlun skorin niður um 13 milljarða og væntingar margra verða að engu. 16. desember 2016 07:00
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun