Brúnegg sæta dagsektum og banni við nýjum hænum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2016 10:04 Kristinn á hænsnabúinu á Teigum í Mosfellsbæ vísir/anton Matvælastofnun hefur takmarkað starfsemi Brúneggja ehf. að Teigi og Silfurhöll með þeim hætti að allur frekari flutningur varphæna í framleiðsluhúsin er bannaður þar til loftgæði hafa verið bætt. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Mast. Stærstu verslanir landsins hættu að selja Brúnegg fyrir tveimur vikum eftir að fjallað var um framsetningu þeirra á sölu eggja í verslunum þar sem þau voru sögð vistvæn án þess að uppfylla skilyrði þess efnis. Sætti Matvælastofnun sömuleiðis gagnrýni fyrir að hafa ekki upplýst neytendur um að pottur væri brotinn hjá framleiðandanum. Konráð Konráðsson héraðsdýralæknir segir í samtali við fréttastofu að Brúnegg sæti dagsektum í þrjátíu daga að hámarki. Hafi ekki verið brugðist við tilmælum Mast kemur vörslusvipting til greina. Sömuleiðis hafa Brúnegg fimm daga til að bregðast við og komast hjá dagsektum. Gildi ammoníaks yfir leyfilegu hámarki „Mælingar stofnunarinnar á ammóníaki hafa sýnt viðvarandi gildi yfir leyfilegu hámarki í húsunum og þar með að úrbætur eru ekki fullnægjandi. Ammóníak (NH3) er ertandi lofttegund sem berst úr fugladriti í andrúmsloftið í framleiðsluhúsum alifugla. Ef fugladrit er ekki fjarlægt og/eða loftræsting er ófullnægjandi eykst styrkur ammoníaks, sem getur valdið fuglunum vanlíðan,“ segir í frétt Mast. Mælingar Matvælastofnunar á ammóníaki í framleiðsluhúsum Brúneggja að Teigi og Silfurhöll í Mosfellsbæ í október og nóvember sl. sýndu gildi töluvert yfir skilgreindum hámarksgildum í reglugerð um velferð alifugla. „Í kjölfar þvingunaraðgerða til fækkunar fugla hjá Brúneggjum í lok árs 2015 var fyrirtækinu veittur frestur til 1. mars 2016 til að bæta loftgæðin í húsunum. Hús voru hreinsuð og nýir fuglar settir inn í sumar í réttum fjölda undir eftirliti Matvælastofnunar. Þrátt fyrir það mældust gildi of há um haustið og jókst styrkur ammóníaks milli mælinga. Þar með varð ljóst að þrátt fyrir fækkun fugla og úrbætur á húsnæði náðist ekki að tryggja viðunandi loftgæði. Úrbætur eru því ófullnægjandi.“ Komast hjá dagsektum með viðbrögðum innan fimm daga Samhliða takmörkun á starfsemi hefur Matvælastofnun lagt dagsektir á Brúnegg ehf. þar til bætt hefur verið úr loftgæðum á Teigi og Silfurhöll og tryggt að magn ammóníaks fari ekki yfir skilgreind hámarksgildi meðan á varptíma stendur. Útistandandi dagsektir falla niður ef umráðamaður dýra hefur að mati Matvælastofnunar bætt á fullnægjandi hátt úr aðstæðum og aðbúnaði dýra, innan fimm virkra daga frá ákvörðun um dagsektir, sbr. reglugerð um beitingu og hámark dagsekta í opinberu eftirliti með velferð dýra. Brúneggjamálið Tengdar fréttir Eigandi Brúneggja: „Ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar“ Kristinn Gylfi Jónsson segir rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn fyrir hendi. 29. nóvember 2016 14:49 Ráðherra fyrirskipar úttekt á starfsemi Matvælastofnunar Úttekt verður gerð á ýmsum þáttum er lúta að rekstri og starfsumhverfi Matvælastofnunar. Gert er ráð fyrir að niðurstöður framangreindra athugana liggi fyrir í lok febrúar. 8. desember 2016 17:44 Eggi hent í hús Kristins Gylfa: Fjölskyldan skelkuð Kristinn Gylfi segir að eggi hafi verið kastað í hús sitt. 5. desember 2016 18:33 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Matvælastofnun hefur takmarkað starfsemi Brúneggja ehf. að Teigi og Silfurhöll með þeim hætti að allur frekari flutningur varphæna í framleiðsluhúsin er bannaður þar til loftgæði hafa verið bætt. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Mast. Stærstu verslanir landsins hættu að selja Brúnegg fyrir tveimur vikum eftir að fjallað var um framsetningu þeirra á sölu eggja í verslunum þar sem þau voru sögð vistvæn án þess að uppfylla skilyrði þess efnis. Sætti Matvælastofnun sömuleiðis gagnrýni fyrir að hafa ekki upplýst neytendur um að pottur væri brotinn hjá framleiðandanum. Konráð Konráðsson héraðsdýralæknir segir í samtali við fréttastofu að Brúnegg sæti dagsektum í þrjátíu daga að hámarki. Hafi ekki verið brugðist við tilmælum Mast kemur vörslusvipting til greina. Sömuleiðis hafa Brúnegg fimm daga til að bregðast við og komast hjá dagsektum. Gildi ammoníaks yfir leyfilegu hámarki „Mælingar stofnunarinnar á ammóníaki hafa sýnt viðvarandi gildi yfir leyfilegu hámarki í húsunum og þar með að úrbætur eru ekki fullnægjandi. Ammóníak (NH3) er ertandi lofttegund sem berst úr fugladriti í andrúmsloftið í framleiðsluhúsum alifugla. Ef fugladrit er ekki fjarlægt og/eða loftræsting er ófullnægjandi eykst styrkur ammoníaks, sem getur valdið fuglunum vanlíðan,“ segir í frétt Mast. Mælingar Matvælastofnunar á ammóníaki í framleiðsluhúsum Brúneggja að Teigi og Silfurhöll í Mosfellsbæ í október og nóvember sl. sýndu gildi töluvert yfir skilgreindum hámarksgildum í reglugerð um velferð alifugla. „Í kjölfar þvingunaraðgerða til fækkunar fugla hjá Brúneggjum í lok árs 2015 var fyrirtækinu veittur frestur til 1. mars 2016 til að bæta loftgæðin í húsunum. Hús voru hreinsuð og nýir fuglar settir inn í sumar í réttum fjölda undir eftirliti Matvælastofnunar. Þrátt fyrir það mældust gildi of há um haustið og jókst styrkur ammóníaks milli mælinga. Þar með varð ljóst að þrátt fyrir fækkun fugla og úrbætur á húsnæði náðist ekki að tryggja viðunandi loftgæði. Úrbætur eru því ófullnægjandi.“ Komast hjá dagsektum með viðbrögðum innan fimm daga Samhliða takmörkun á starfsemi hefur Matvælastofnun lagt dagsektir á Brúnegg ehf. þar til bætt hefur verið úr loftgæðum á Teigi og Silfurhöll og tryggt að magn ammóníaks fari ekki yfir skilgreind hámarksgildi meðan á varptíma stendur. Útistandandi dagsektir falla niður ef umráðamaður dýra hefur að mati Matvælastofnunar bætt á fullnægjandi hátt úr aðstæðum og aðbúnaði dýra, innan fimm virkra daga frá ákvörðun um dagsektir, sbr. reglugerð um beitingu og hámark dagsekta í opinberu eftirliti með velferð dýra.
Brúneggjamálið Tengdar fréttir Eigandi Brúneggja: „Ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar“ Kristinn Gylfi Jónsson segir rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn fyrir hendi. 29. nóvember 2016 14:49 Ráðherra fyrirskipar úttekt á starfsemi Matvælastofnunar Úttekt verður gerð á ýmsum þáttum er lúta að rekstri og starfsumhverfi Matvælastofnunar. Gert er ráð fyrir að niðurstöður framangreindra athugana liggi fyrir í lok febrúar. 8. desember 2016 17:44 Eggi hent í hús Kristins Gylfa: Fjölskyldan skelkuð Kristinn Gylfi segir að eggi hafi verið kastað í hús sitt. 5. desember 2016 18:33 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Eigandi Brúneggja: „Ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar“ Kristinn Gylfi Jónsson segir rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn fyrir hendi. 29. nóvember 2016 14:49
Ráðherra fyrirskipar úttekt á starfsemi Matvælastofnunar Úttekt verður gerð á ýmsum þáttum er lúta að rekstri og starfsumhverfi Matvælastofnunar. Gert er ráð fyrir að niðurstöður framangreindra athugana liggi fyrir í lok febrúar. 8. desember 2016 17:44
Eggi hent í hús Kristins Gylfa: Fjölskyldan skelkuð Kristinn Gylfi segir að eggi hafi verið kastað í hús sitt. 5. desember 2016 18:33
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent