Svona lítur langtímaspáin út fyrir Þorláksmessu Birgir Olgeirsson skrifar 14. desember 2016 10:05 Frá friðargöngunni í Reykjavík á Þorláksmessu í fyrra. Vísir/Stefán Nú nær norska langtímaspáin fyrir Ísland til Þorláksmessu og því ekki úr vegi að skoða hvernig hún lítur út. Það er nú bara gert fyrir forvitnisakir því ekki er hægt að ganga út frá slíkum langtímaspám sem algildum sannleik. Þeir sem hyggja því á ferðalög fyrir jólin ættu að fylgjast vel með spám áður en lagt er af stað. Þegar langtímaspáin á norska veðurvefnum Yr.no er skoðuð kemur í ljós að á Þorláksmessu má búast við hita um frostmark og niður í sex stiga frost í Reykjavík. Spáð er snjókomu frá hádegi og fram eftir kvöldi en svipaða sögu er að segja dagana á undan, 22. desember og 21. desember.Á Akureyri er búist við tveggja stiga frosti og allt niður í tíu stiga frost yfir daginn. Spáð er hægri breytilegri átt en töluverðri snjókomu. Dagana á undan er búist við hæg breytilegri átt og köldu veðri.Á Ísafirði verður hiti við frostmark og allt niður í 5 stiga frost. Spáð er norðan átt, 2 til 10 metrum á sekúndu, og snjókomu frá hádegi og fram eftir kvöldi á Þorláksmessu. Dagana á undan má einnig búast við köldu veðri en hægri breytilegri átt.Á Egilsstöðum verður boðið upp á hita við frostmark, 1 - 2 gráður, og rigningu á Þorláksmessu. Búast má við norðan átt, 6 -7 metrum á sekúndu, en dagana á undan verður frost frá 4 gráðum og allt niður í 14 gráður aðfaranótt fimmtudagsins 22. desember. Annars hæg breytileg átt.Á Selfossi verður frost á Þorláksmessu samkvæmt spánni, -2 til -3 gráður, ásamt hægri norðan átt og lítils háttar snjókomu yfir daginn. Dagana á undan verður ögn kaldara og mögulega ögn meiri snjókoma á fimmtudeginum 22. desember.Annars lítur spá Veðurstofu Íslands fyrir næstu daga svona út:Á föstudag:Gengur í suðvestan 13-20 m/s. Rigning eða slydda og síðar él, en þurrt að kalla norðaustantil á landinu. Hiti 0 til 5 stig. Hægari og úrkomuminna um kvöldið með hita kringum frostmark.Á laugardag:Fremur hægur vindur og þurrt framan af degi. Gengur í sunnan 8-13 eftir hádegi með súld eða rigningu sunnan- og vestanlands. Hlýnandi veður, hiti 2 til 7 stig um kvöldið.Á sunnudag:Sunnanátt með rigningu og mildu veðri, en slydda um landið vestanvert seinnpartinn og kólnar.Á mánudag:Ákveðin suðvestanátt og él, en léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Hiti um eða rétt yfir frostmarki.Á þriðjudag:Útlit fyrir breytilega átt, úrkomu í flestum landshlutum og hita 0 til 7 stig. Veður Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Nú nær norska langtímaspáin fyrir Ísland til Þorláksmessu og því ekki úr vegi að skoða hvernig hún lítur út. Það er nú bara gert fyrir forvitnisakir því ekki er hægt að ganga út frá slíkum langtímaspám sem algildum sannleik. Þeir sem hyggja því á ferðalög fyrir jólin ættu að fylgjast vel með spám áður en lagt er af stað. Þegar langtímaspáin á norska veðurvefnum Yr.no er skoðuð kemur í ljós að á Þorláksmessu má búast við hita um frostmark og niður í sex stiga frost í Reykjavík. Spáð er snjókomu frá hádegi og fram eftir kvöldi en svipaða sögu er að segja dagana á undan, 22. desember og 21. desember.Á Akureyri er búist við tveggja stiga frosti og allt niður í tíu stiga frost yfir daginn. Spáð er hægri breytilegri átt en töluverðri snjókomu. Dagana á undan er búist við hæg breytilegri átt og köldu veðri.Á Ísafirði verður hiti við frostmark og allt niður í 5 stiga frost. Spáð er norðan átt, 2 til 10 metrum á sekúndu, og snjókomu frá hádegi og fram eftir kvöldi á Þorláksmessu. Dagana á undan má einnig búast við köldu veðri en hægri breytilegri átt.Á Egilsstöðum verður boðið upp á hita við frostmark, 1 - 2 gráður, og rigningu á Þorláksmessu. Búast má við norðan átt, 6 -7 metrum á sekúndu, en dagana á undan verður frost frá 4 gráðum og allt niður í 14 gráður aðfaranótt fimmtudagsins 22. desember. Annars hæg breytileg átt.Á Selfossi verður frost á Þorláksmessu samkvæmt spánni, -2 til -3 gráður, ásamt hægri norðan átt og lítils háttar snjókomu yfir daginn. Dagana á undan verður ögn kaldara og mögulega ögn meiri snjókoma á fimmtudeginum 22. desember.Annars lítur spá Veðurstofu Íslands fyrir næstu daga svona út:Á föstudag:Gengur í suðvestan 13-20 m/s. Rigning eða slydda og síðar él, en þurrt að kalla norðaustantil á landinu. Hiti 0 til 5 stig. Hægari og úrkomuminna um kvöldið með hita kringum frostmark.Á laugardag:Fremur hægur vindur og þurrt framan af degi. Gengur í sunnan 8-13 eftir hádegi með súld eða rigningu sunnan- og vestanlands. Hlýnandi veður, hiti 2 til 7 stig um kvöldið.Á sunnudag:Sunnanátt með rigningu og mildu veðri, en slydda um landið vestanvert seinnpartinn og kólnar.Á mánudag:Ákveðin suðvestanátt og él, en léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Hiti um eða rétt yfir frostmarki.Á þriðjudag:Útlit fyrir breytilega átt, úrkomu í flestum landshlutum og hita 0 til 7 stig.
Veður Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira