Donald Trump vill fá fyrrverandi ríkisstjóra Texas, Rick Perry sem næsta orkumálaráðherra Bandaríkjanna. CNN greinir frá. Allar líkur eru taldar á að hann muni útnefna hann í stöðuna. Öldungadeild bandaríska þingsins þarf þó að samþykkja útnefningu hans.
Í framboði til að hreppa útnefningu Repúblikanaflokksins sem forsetaefni flokksins hefur Perry þessi sagt að hann væri til í að leggja umrætt ráðuneyti alfarið niður til þess að spara í ríkisfjármálum.
Í tíð Barack Obama hefur ráðuneytið lagt áherslu á að reyna að minnka notkun ríkisins á jarðefnaeldsneyti og fjárfest í verkefnum til þess að auka á nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa.
Ljóst er að með Perry sem orkumálaráðherra verður þessari stefnu breytt. Trump hefur lagt áherslu á að fækka reglugerðum í olíu- og kolaiðnaði Bandaríkjanna sem ríkisstjórn Obama kom á í stjórnartíð sinni.
Þá hefur hann einnig sagt að ríkisstjórn sín muni í auknum mæli bora eftir olíu heima fyrir til þess að Bandaríkin geti orðið óháðari erlendum ríkjum um olíu.
Trump vill útnefna Rick Perry sem orkumálaráðherra

Tengdar fréttir

Trump sagður ætla að skipa forstjóra olíufyrirtækis í embætti utanríkisráðherra
Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, er sagður ætla að útnefna Rex Tillerson, forstjóra olíufyrirtækisins ExxonMobil, næsta utanríkisráðherra landsins.

Trump staðfestir tilnefningu Rex Tillerson
Tilnefningin gæti leitt til deilna á milli Trump og þingmanna repúblikana.

Trump segir að tilvonandi utanríkisráðherra sinn sé "í heimsklassa“
Fastlega er gert ráð fyrir því að Tillerson verði tilnefndur af Trump sem utanríkisráðherra í næstu viku