Árangur í jafnréttismálum er ekki tilviljun Lilja Alfreðsdóttir skrifar 14. desember 2016 07:00 Jafnréttismál eru meðal forgangsmála Íslands á alþjóðavettvangi. Það kom því fáum á óvart að jafnréttismál væru sett á oddinn þegar Ísland tók við forystu EFTA um mitt árið og einsetti sér að ná árangri áður en árið væri á enda. Það er gaman frá því að segja að samstarfsríki okkar innan EFTA hafa sannarlega lagst á árarnar með okkur. Þau hafa samþykkt drög að jafnréttisstefnu fyrir samtökin og stefnt er að því að afgreiða hana fyrir jól. Þá hefur reglum um feðraorlof verið breytt, þannig að feður í hópi starfsmanna EFTA fá átta vikna orlof vegna fæðingar barns. Slíkt er langt því frá algilt á vettvangi alþjóðastofnana. Árangur Íslands í jafnréttismálum kemur oft til umræðu með fulltrúum erlendra þjóða enda staða kvenna sterkari hér en í flestum öðrum löndum þótt enn sé talsvert verk óunnið. Barátta einstaklinga og félagasamtaka hefur skilað miklu og stjórnvöld hafa tekið mikilvægar stefnumótandi ákvarðanir, bæði sveitarstjórnir og Alþingi. Uppbygging leikskóla og niðurgreiðsla á dagvistun er ein slík, sem okkur þykir sjálfsögð en er nánast óhugsandi í mörgum löndum. Okkur þykir sjálfsagt að gefa öllum börnum tækifæri á að dvelja og þroskast á leikskólum og skapa tækifæri fyrir báða foreldra að vinna úti, kjósi þeir svo. Víða erlendis er það nær útilokað, þar sem kostnaður við dagvistun er gríðarlegur. Við þær aðstæður kemur það oftar en ekki í hlut móðurinnar að vinna heima, sem dregur úr áhrifum kvenna á vinnumarkaði, þátttöku í stjórnmálum og þar með þátttöku í ákvarðanatöku um samfélagsumgjörðina. Með því förum við mikils á mis. Í tilefni alþjóðadags kvenna í mars birti tímaritið Economist glerþaks-vísitöluna fyrir 2016. Vísitalan byggir á gögnum OECD og Evrópuráðsins og sýnir hvar í heiminum konur eigi mesta möguleika á jöfnum tækifærum á vinnumarkaði. Ísland trónir á toppnum, á undan Noregi, Svíþjóð og Finnlandi sem skipa næstu þrjú sæti. Norðurlöndin eiga það sameiginlegt að hafa unnið skipulega og markvisst að bættri stöðu kvenna. Röðun landanna á toppi glerþaks-vísitölunnar er því engin tilviljun. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Jafnréttismál eru meðal forgangsmála Íslands á alþjóðavettvangi. Það kom því fáum á óvart að jafnréttismál væru sett á oddinn þegar Ísland tók við forystu EFTA um mitt árið og einsetti sér að ná árangri áður en árið væri á enda. Það er gaman frá því að segja að samstarfsríki okkar innan EFTA hafa sannarlega lagst á árarnar með okkur. Þau hafa samþykkt drög að jafnréttisstefnu fyrir samtökin og stefnt er að því að afgreiða hana fyrir jól. Þá hefur reglum um feðraorlof verið breytt, þannig að feður í hópi starfsmanna EFTA fá átta vikna orlof vegna fæðingar barns. Slíkt er langt því frá algilt á vettvangi alþjóðastofnana. Árangur Íslands í jafnréttismálum kemur oft til umræðu með fulltrúum erlendra þjóða enda staða kvenna sterkari hér en í flestum öðrum löndum þótt enn sé talsvert verk óunnið. Barátta einstaklinga og félagasamtaka hefur skilað miklu og stjórnvöld hafa tekið mikilvægar stefnumótandi ákvarðanir, bæði sveitarstjórnir og Alþingi. Uppbygging leikskóla og niðurgreiðsla á dagvistun er ein slík, sem okkur þykir sjálfsögð en er nánast óhugsandi í mörgum löndum. Okkur þykir sjálfsagt að gefa öllum börnum tækifæri á að dvelja og þroskast á leikskólum og skapa tækifæri fyrir báða foreldra að vinna úti, kjósi þeir svo. Víða erlendis er það nær útilokað, þar sem kostnaður við dagvistun er gríðarlegur. Við þær aðstæður kemur það oftar en ekki í hlut móðurinnar að vinna heima, sem dregur úr áhrifum kvenna á vinnumarkaði, þátttöku í stjórnmálum og þar með þátttöku í ákvarðanatöku um samfélagsumgjörðina. Með því förum við mikils á mis. Í tilefni alþjóðadags kvenna í mars birti tímaritið Economist glerþaks-vísitöluna fyrir 2016. Vísitalan byggir á gögnum OECD og Evrópuráðsins og sýnir hvar í heiminum konur eigi mesta möguleika á jöfnum tækifærum á vinnumarkaði. Ísland trónir á toppnum, á undan Noregi, Svíþjóð og Finnlandi sem skipa næstu þrjú sæti. Norðurlöndin eiga það sameiginlegt að hafa unnið skipulega og markvisst að bættri stöðu kvenna. Röðun landanna á toppi glerþaks-vísitölunnar er því engin tilviljun. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar