Skjálftahrina varð í nótt í Bárðabunguöskjunni á milli klukkan fjögur í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni urðu um tíu til fimmtán jarðskjálfar, þar af þrír í stærri kantinum, sá stærsti um fjögur stig.
Gunnar B. Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi, að ekki séu nein merki um gosóróa og jarðskjálftahrinur á borð við þessa komi alltaf annað slagið.
„Það var kannski kominn tími á þetta,“ segir Gunnar og segir að rekja megi jarðskjálftana til þeirra jarðhræringa sem urðu á svæðinu árið 2014 þegar eldgos varð í Holuhrauni, ennþá sé hreyfing í Bárðarbunguöskjunni vegna þess.
