Innlent

Aftur hávaðarok í nótt

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Veðurstofa Íslands varar við því að aftur megi búast við hvössum vindhviðum í nótt og éljaklökkum. Vindhviður geta náð allt að 30 til 40 metrum á sekúndu. Vindurinn verður hvað hvassastur á norðvestanverðu landinu og er viðbúið að færð muni spillast fyrir norðan og vestan.

Hiti verður um og yfir frostmarki en draga mun úr vindi seint á morgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:

Sunnan- og suðaustanhvassviðri eða -stormur og talsverð rigning eða slydda, en heldur hægari og þurrt að mestu NA-lands. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast syðst. Snýst í suðvestanhvassviðri með éljagangi um kvöldið og kólnar ört.

Á föstudag:

Suðvestanhvassviðri eða -stormur með éljagangi, en úrkomulítið A-lands og víða talsvert frost. Snýst í hvassa norðanátt með snjókomu á N-verðu landinu um kvöldið, en lægir og styttir upp fyrir sunnan. Kólnandi veður.

Á laugardag (gamlársdagur):

Allhvöss norðanátt og snjókoma eða éljum N- og A-lands, en annars úrkomulítið. Dregur úr vindi og ofankomu síðdegis. Norðlæg átt, 5-10 og víða léttskýjað um miðnætti, en stöku él á N- og A-landi. Frost 1 til 10 stig, kaldast til landsins.

Á sunnudag (nýársdagur):

Vestlæg átt og stöku él, en bjartviðri fyrir austan. Hlýnar á vestanverðu landinu, en annars kalt í veðri. 

Á mánudag:

Útlit fyrir stífa vestanátt með skúrum eða éljum og heldur hlýnandi veður.

Á þriðjudag:

Snýst líklega á norðanátt, rofar til fyrir sunnan og kólnar aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×