Söng með Sissel Kyrkjebø Elín Albertsdóttir skrifar 23. desember 2016 10:00 Ari Ólafsson er 18 ára nemandi á tónlistarbraut Menntaskólans í Hamrahlíð en jafnframt öflugur söngvari og vakti mikla athygli þegar hann söng með norsku stjörnunni Sissel Kyrkjebø í Eldborg. Ari segir að það hafi verið stórkostleg upplifun að syngja með þessari frægu söngkonu en þetta var í annað skiptið sem hann steig á svið með henni. „Ég söng með Sissel þegar ég var þrettán ára. Þá vantaði unga sópranrödd. Ég fékk að fara í prufu og var valinn,“ segir Ari sem hefur sungið frá því hann man eftir sér. „Þetta byrjaði allt þegar ég lék Oliver Twist í Þjóðleikhúsinu árið 2009 en þá var ég ellefu ára. Ég vissi ekki að ég hefði söngrödd fyrr en ég lék það hlutverk,“ segir Ari sem hafði gengið með þann draum lengi að verða gamanleikari. „Svo fattaði ég að það hentaði ekki þar sem ég er ekkert fyndinn. Ég hélt mig þess vegna við að syngja og leika,“ segir hann brosandi. „Eftir Oliver Twist byrjaði ég í Söngskólanum í Reykjavík, fyrst hjá Garðari Cortes og síðan Bergþóri Pálssyni.“ Sissel þekkti Ara aftur þegar hún fékk senda hljóðupptöku með honum. En hvernig kom þetta til? „Ég sagði við pabba að Sissel væri að koma og það væri gaman að fá að syngja með henni aftur. Pabbi sagði Bergþóri, söngkennaranum mínum, frá þessari hugmynd sem síðan ræddi við Ísleif Þórhallsson hjá Senu sem tók mjög vel í þetta. Ísleifur bað um upptöku frá mér sem Sissel fékk og vildi gjarnan fá mig til að syngja. Þar með rættist draumur minn. Við sungum klassískt söngleikjalag sem nefnist The Prayer en Andrea Bocelli og Celine Dion hafa sungið þetta lag saman. Mér fannst ótrúlegt að fá að syngja með Sissel aftur og ég var í skýjunum allan tímann. Að stíga á svið í Eldborg með Sissel er það stórkostlegasta sem ég hef gert. Hún er frábær manneskja og með æðislegt starfsfólk með sér. Svo getur hún sungið allt, klassík, djass, popp, soul og hvað sem er,“ segir Ari og er himinlifandi með tónleikana sem fram fóru fyrr í þessum mánuði. Ari er tenór sem hefur afskaplega gaman af allri tónlist. „Ég er alæta á tónlist, hlusta bæði á rapp og klassík og allt þar á milli. Svo er ég alltaf með tónlist í eyrunum hvort sem ég er að læra eða hjóla,“ segir hann. Ari hefur tekið þátt í söngvakeppni í MH tvisvar. Einnig hefur hann tekið þátt í Ísland Got Talent hjá Stöð 2 og fyrstu þáttaröðinni af The Voice. „Mér fannst æðislegt að taka þátt í þessu en þættirnir gefa manni gott tækifæri til að sýna sig og sanna. Ég hef ekki enn gert upp við mig hvort mig langar til að læra söngleikjatónlist, leiklist eða klassíska tónlist,“ segir Ari sem er nýbúinn að stofna hljómsveit með félögum sínum í MH. Þeir hafa samið nokkur lög sem eiga eftir að heyrast á næstunni.Ari og píanóleikari hljómsveitarinnar, Gabríel Ólafsson, hafa verið að syngja og spila á jólakvöldum félagasamtaka undanfarið. „Við syngjum klassísk jólalög, Bing Crosby, Frank Sinatra, Jackson Five og fleiri.“ Ari stefnir á framhaldsnám í New York eða London þegar menntaskóla lýkur. Fyrst koma jólin og þá verða notalegheitin í fyrirrúmi. Ari segir að mikið sé sungið á heimilinu og fjölskyldan söngelsk. „Ég er frændi Páls Óskars og Diddúar,“ segir hann. „Amma mín og pabbi þeirra voru systkini. Það má því segja að tónlistin sé í ættinni,“ segir Ari enn fremur og viðurkennir að hann sé mikið jólabarn. „Ég byrja að syngja jólalögin í október.“ Eurovision Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Ari Ólafsson er 18 ára nemandi á tónlistarbraut Menntaskólans í Hamrahlíð en jafnframt öflugur söngvari og vakti mikla athygli þegar hann söng með norsku stjörnunni Sissel Kyrkjebø í Eldborg. Ari segir að það hafi verið stórkostleg upplifun að syngja með þessari frægu söngkonu en þetta var í annað skiptið sem hann steig á svið með henni. „Ég söng með Sissel þegar ég var þrettán ára. Þá vantaði unga sópranrödd. Ég fékk að fara í prufu og var valinn,“ segir Ari sem hefur sungið frá því hann man eftir sér. „Þetta byrjaði allt þegar ég lék Oliver Twist í Þjóðleikhúsinu árið 2009 en þá var ég ellefu ára. Ég vissi ekki að ég hefði söngrödd fyrr en ég lék það hlutverk,“ segir Ari sem hafði gengið með þann draum lengi að verða gamanleikari. „Svo fattaði ég að það hentaði ekki þar sem ég er ekkert fyndinn. Ég hélt mig þess vegna við að syngja og leika,“ segir hann brosandi. „Eftir Oliver Twist byrjaði ég í Söngskólanum í Reykjavík, fyrst hjá Garðari Cortes og síðan Bergþóri Pálssyni.“ Sissel þekkti Ara aftur þegar hún fékk senda hljóðupptöku með honum. En hvernig kom þetta til? „Ég sagði við pabba að Sissel væri að koma og það væri gaman að fá að syngja með henni aftur. Pabbi sagði Bergþóri, söngkennaranum mínum, frá þessari hugmynd sem síðan ræddi við Ísleif Þórhallsson hjá Senu sem tók mjög vel í þetta. Ísleifur bað um upptöku frá mér sem Sissel fékk og vildi gjarnan fá mig til að syngja. Þar með rættist draumur minn. Við sungum klassískt söngleikjalag sem nefnist The Prayer en Andrea Bocelli og Celine Dion hafa sungið þetta lag saman. Mér fannst ótrúlegt að fá að syngja með Sissel aftur og ég var í skýjunum allan tímann. Að stíga á svið í Eldborg með Sissel er það stórkostlegasta sem ég hef gert. Hún er frábær manneskja og með æðislegt starfsfólk með sér. Svo getur hún sungið allt, klassík, djass, popp, soul og hvað sem er,“ segir Ari og er himinlifandi með tónleikana sem fram fóru fyrr í þessum mánuði. Ari er tenór sem hefur afskaplega gaman af allri tónlist. „Ég er alæta á tónlist, hlusta bæði á rapp og klassík og allt þar á milli. Svo er ég alltaf með tónlist í eyrunum hvort sem ég er að læra eða hjóla,“ segir hann. Ari hefur tekið þátt í söngvakeppni í MH tvisvar. Einnig hefur hann tekið þátt í Ísland Got Talent hjá Stöð 2 og fyrstu þáttaröðinni af The Voice. „Mér fannst æðislegt að taka þátt í þessu en þættirnir gefa manni gott tækifæri til að sýna sig og sanna. Ég hef ekki enn gert upp við mig hvort mig langar til að læra söngleikjatónlist, leiklist eða klassíska tónlist,“ segir Ari sem er nýbúinn að stofna hljómsveit með félögum sínum í MH. Þeir hafa samið nokkur lög sem eiga eftir að heyrast á næstunni.Ari og píanóleikari hljómsveitarinnar, Gabríel Ólafsson, hafa verið að syngja og spila á jólakvöldum félagasamtaka undanfarið. „Við syngjum klassísk jólalög, Bing Crosby, Frank Sinatra, Jackson Five og fleiri.“ Ari stefnir á framhaldsnám í New York eða London þegar menntaskóla lýkur. Fyrst koma jólin og þá verða notalegheitin í fyrirrúmi. Ari segir að mikið sé sungið á heimilinu og fjölskyldan söngelsk. „Ég er frændi Páls Óskars og Diddúar,“ segir hann. „Amma mín og pabbi þeirra voru systkini. Það má því segja að tónlistin sé í ættinni,“ segir Ari enn fremur og viðurkennir að hann sé mikið jólabarn. „Ég byrja að syngja jólalögin í október.“
Eurovision Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira