Er þetta satt eða logið hjá Aroni, Ágústu Evu eða Audda? Stefán Árni Pálsson skrifar 26. desember 2016 14:30 Þessi þættir verða svakalegir. „Það er kannski ekki erfitt að ljúga, en erfitt að gera það sannfærandi og skemmtilega á sama tíma. Það skemmtilegasta við þáttinn er að fá eitthvað bull og þurfa að byrja að spinna á staðnum,“ segir sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal sem er einn af stjórnendum nýs skemmtiþáttar sem fer af stað á Stöð2 8. janúar og ber þátturinn nafnið Satt eða logið. Þátturinn er af breskri fyrirmynd en sumir kannast kannski við þáttinn Would I Lie To You. Logi Bergmann Eiðsson verður þáttastjórnandi og Auðunn Blöndal og Katla Margrét Þorgeirsdóttir verða liðstjórar. Fyrirkomulagið verður á þá leið að fjórir gestir verða í hverjum þætti, tveir í hvoru liði. Eins og áður segir verða Auddi og Katla liðsstjórar en þátturinn snýst um að segja sögur af sér og hitt liðið á að reyna að geta hvort sagan sé sönn eða lygi.En stóð einhver gestur sérstaklega uppúr við tökur á þáttunum? „Erfitt að segja að það hafi einhver gestur staðið uppúr, fóru eiginlega allir á kostum. Jú, kannski ef ég yrði að velja einn að þá man ég að ég táraðist úr hlátri af sögum hans Dóra Gylfa.“Hver er uppáhalds sagan þín? „Uppáhaldssagan mín er sennilega ljóðabækur Kötlu, hún þurfti að semja þau á staðnum,“ segir Auðunn og bætir við að samstarfið með Loga og Kötlu hafi verið frábært. „Samstarfið gat eiginlega ekki gengið betur. Þetta small bara frá fyrstu æfingu hjá okkur, líka erfitt að falla ekki í hópinn með þessum tveimur snillingum, eru bæði svo hress og gefandi. Mamma var líka svo ánægð að ég væri að vinna loksins með fullorðnu fólki, en það gæti breyst þegar að hún sér sumar sannar sögur þarna af syni sínum.“ Vísir hefur nú fengið fjórar klippur þar sem þátttakendurnir Ágústa Eva Erlendsdóttir, Aron Pálmarsson og Auðunn Blöndal segja sögur sem eru annaðhvort lygi eða sannleikurinn. Auðunn segir frá því að hann hafi nefnt alla vikudagana sjálfur þegar honum leiddist að búa erlendis, Aron segist skreyta jólatréð með medalíum og Ágústa segir að Ryan Gosling hafi einu sinni eldað krækling fyrir sig. Lífið spyr lesendur einfaldlega; Eru þau að segja satt eða ósatt hér að neðan? Satt eða logið Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
„Það er kannski ekki erfitt að ljúga, en erfitt að gera það sannfærandi og skemmtilega á sama tíma. Það skemmtilegasta við þáttinn er að fá eitthvað bull og þurfa að byrja að spinna á staðnum,“ segir sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal sem er einn af stjórnendum nýs skemmtiþáttar sem fer af stað á Stöð2 8. janúar og ber þátturinn nafnið Satt eða logið. Þátturinn er af breskri fyrirmynd en sumir kannast kannski við þáttinn Would I Lie To You. Logi Bergmann Eiðsson verður þáttastjórnandi og Auðunn Blöndal og Katla Margrét Þorgeirsdóttir verða liðstjórar. Fyrirkomulagið verður á þá leið að fjórir gestir verða í hverjum þætti, tveir í hvoru liði. Eins og áður segir verða Auddi og Katla liðsstjórar en þátturinn snýst um að segja sögur af sér og hitt liðið á að reyna að geta hvort sagan sé sönn eða lygi.En stóð einhver gestur sérstaklega uppúr við tökur á þáttunum? „Erfitt að segja að það hafi einhver gestur staðið uppúr, fóru eiginlega allir á kostum. Jú, kannski ef ég yrði að velja einn að þá man ég að ég táraðist úr hlátri af sögum hans Dóra Gylfa.“Hver er uppáhalds sagan þín? „Uppáhaldssagan mín er sennilega ljóðabækur Kötlu, hún þurfti að semja þau á staðnum,“ segir Auðunn og bætir við að samstarfið með Loga og Kötlu hafi verið frábært. „Samstarfið gat eiginlega ekki gengið betur. Þetta small bara frá fyrstu æfingu hjá okkur, líka erfitt að falla ekki í hópinn með þessum tveimur snillingum, eru bæði svo hress og gefandi. Mamma var líka svo ánægð að ég væri að vinna loksins með fullorðnu fólki, en það gæti breyst þegar að hún sér sumar sannar sögur þarna af syni sínum.“ Vísir hefur nú fengið fjórar klippur þar sem þátttakendurnir Ágústa Eva Erlendsdóttir, Aron Pálmarsson og Auðunn Blöndal segja sögur sem eru annaðhvort lygi eða sannleikurinn. Auðunn segir frá því að hann hafi nefnt alla vikudagana sjálfur þegar honum leiddist að búa erlendis, Aron segist skreyta jólatréð með medalíum og Ágústa segir að Ryan Gosling hafi einu sinni eldað krækling fyrir sig. Lífið spyr lesendur einfaldlega; Eru þau að segja satt eða ósatt hér að neðan?
Satt eða logið Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira