Einhæf túlkun olli vonbrigðum Jónas Sen skrifar 20. desember 2016 10:45 Kammersveit Reykjavíkur með einsöngvara og stjórnanda á jólatónleikunum. Vísir/Stefán Tónlist Kammersveit Reykjavíkur flutti verk eftir Händel, einnig J.S og C.P.E. Bach. Stjórnandi og einleikari: Jory Vinikour. Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 18. desember Jóhann Sebastian Bach var ekki bara duglegt tónskáld, hann var líka duglegur í hjónasænginni. Hann átti sjö börn með fyrri konunni, en þá dó hún. Með síðari konunni þrusaði hann niður þrettán börnum til viðbótar. Eitt af börnunum sem hann átti með fyrri konunni var Carl Philipp Emanuel. Hann fetaði í fótspor pabba síns og gerðist tónskáld. Ólíkt hinum formfasta pabba var tónlist sonarins þó miklu líflegri og tilfinningaþrungnari. Hún bar vissulega keim af barokktónlist, en horfði líka fram á veginn til Mozarts og Haydns, jafnvel til rómantíkurinnar þar á eftir. Kammersveit Reykjavíkur bauð því miður upp á nokkuð ósannfærandi flutning á tveimur verkum tónskáldsins í Norðurljósum í Hörpu á sunnudaginn. Það fyrra var Sinfónía Wq 182/3. Aðeins strengjaleikarar spiluðu og leikurinn var að mestu laus við hnökra. En túlkunin var andlaus undir stjórn Jory Vinikour. Hröðu kaflarnir voru svo hressir og drífandi að það var of mikið og virkaði manískt. Ekkert mótvægi var við allt fjörið, hægi kaflinn var ósköp flatneskjulegur og karakterlaus. Almennt voru litbrigði af skornum skammti, það var einhvern veginn allt grátt. Seinna verkið eftir tónskáldið var Sembalkonsert í d-moll Wq 23. Þar var Vinikour einleikarinn. Semballinn er forfaðir píanósins, en ekki er slegið með hömrum á strengina heldur eru þeir plokkaðir með sérstökum mekanisma. Það skiptir ekki máli hversu fast eða laus maður ýtir á nóturnar, styrkleikinn er ávallt sá sami. Þó er hægt að toga í nokkra takka til að breyta um styrk, en það er mun vélrænna en þegar píanóið er annars vegar. Engu að síður hefur semballinn sinn sjarma, helsti gallinn er hversu veikróma hann er. Þegar um geisladisk er að ræða gerir það ekki til, en í tónleikasal verður þetta mjög bagalegt. Segjast verður eins og er að útkoman á tónleikunum olli vonbrigðum. Ég sat á aftasta bekk og heyrði lítið í sembalnum í samanburði við strengjaleikinn, sem virkaði alltof sterkur. Þetta var synd því einleikur Vinikour var ágætur, lipur og snyrtilegur. Það var bara ekki nóg. Betur hefði komið út ef spilað hefði verið á eldri gerðir strengjahljóðfæra sem eru mildari og því ekki eins yfirgnæfandi. Annað á tónleikunum var ekki heldur gott. Jú, gestaleikur Áshildar Haraldsdóttur flautuleikara og Einars Jónssonar trompetleikara var að vísu yfirleitt pottþéttur. En Concerto Grosso BWV 8 eftir Händel risti ekki djúpt, hann var sama marki brenndur og Sinfónían sem áður var minnst á. Einsöngur Kristins Sigmundssonar í aríum úr kantötu og úr Jólaóratóríunni eftir J.S. Bach og úr Messíasi eftir Händel var auk þess ekki fullnægjandi. Kristinn virtist ekki í sínu besta formi. Röddin var ögn rám og stundum voru hraðar nótnastrófur á mörkunum að vera hreinar. Kristinn má þó eiga það að hann söng aukalagið fallega, Nóttin var sú ágæt ein. Það var hins vegar býsna seint á dagskránni og gerði lítið til að bæta heildarmyndina.Niðurstaða: Einhæf túlkun, misjafn einsöngur og léleg styrkleikahlutföll. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. desember 2016. Tónlistargagnrýni Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Tónlist Kammersveit Reykjavíkur flutti verk eftir Händel, einnig J.S og C.P.E. Bach. Stjórnandi og einleikari: Jory Vinikour. Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 18. desember Jóhann Sebastian Bach var ekki bara duglegt tónskáld, hann var líka duglegur í hjónasænginni. Hann átti sjö börn með fyrri konunni, en þá dó hún. Með síðari konunni þrusaði hann niður þrettán börnum til viðbótar. Eitt af börnunum sem hann átti með fyrri konunni var Carl Philipp Emanuel. Hann fetaði í fótspor pabba síns og gerðist tónskáld. Ólíkt hinum formfasta pabba var tónlist sonarins þó miklu líflegri og tilfinningaþrungnari. Hún bar vissulega keim af barokktónlist, en horfði líka fram á veginn til Mozarts og Haydns, jafnvel til rómantíkurinnar þar á eftir. Kammersveit Reykjavíkur bauð því miður upp á nokkuð ósannfærandi flutning á tveimur verkum tónskáldsins í Norðurljósum í Hörpu á sunnudaginn. Það fyrra var Sinfónía Wq 182/3. Aðeins strengjaleikarar spiluðu og leikurinn var að mestu laus við hnökra. En túlkunin var andlaus undir stjórn Jory Vinikour. Hröðu kaflarnir voru svo hressir og drífandi að það var of mikið og virkaði manískt. Ekkert mótvægi var við allt fjörið, hægi kaflinn var ósköp flatneskjulegur og karakterlaus. Almennt voru litbrigði af skornum skammti, það var einhvern veginn allt grátt. Seinna verkið eftir tónskáldið var Sembalkonsert í d-moll Wq 23. Þar var Vinikour einleikarinn. Semballinn er forfaðir píanósins, en ekki er slegið með hömrum á strengina heldur eru þeir plokkaðir með sérstökum mekanisma. Það skiptir ekki máli hversu fast eða laus maður ýtir á nóturnar, styrkleikinn er ávallt sá sami. Þó er hægt að toga í nokkra takka til að breyta um styrk, en það er mun vélrænna en þegar píanóið er annars vegar. Engu að síður hefur semballinn sinn sjarma, helsti gallinn er hversu veikróma hann er. Þegar um geisladisk er að ræða gerir það ekki til, en í tónleikasal verður þetta mjög bagalegt. Segjast verður eins og er að útkoman á tónleikunum olli vonbrigðum. Ég sat á aftasta bekk og heyrði lítið í sembalnum í samanburði við strengjaleikinn, sem virkaði alltof sterkur. Þetta var synd því einleikur Vinikour var ágætur, lipur og snyrtilegur. Það var bara ekki nóg. Betur hefði komið út ef spilað hefði verið á eldri gerðir strengjahljóðfæra sem eru mildari og því ekki eins yfirgnæfandi. Annað á tónleikunum var ekki heldur gott. Jú, gestaleikur Áshildar Haraldsdóttur flautuleikara og Einars Jónssonar trompetleikara var að vísu yfirleitt pottþéttur. En Concerto Grosso BWV 8 eftir Händel risti ekki djúpt, hann var sama marki brenndur og Sinfónían sem áður var minnst á. Einsöngur Kristins Sigmundssonar í aríum úr kantötu og úr Jólaóratóríunni eftir J.S. Bach og úr Messíasi eftir Händel var auk þess ekki fullnægjandi. Kristinn virtist ekki í sínu besta formi. Röddin var ögn rám og stundum voru hraðar nótnastrófur á mörkunum að vera hreinar. Kristinn má þó eiga það að hann söng aukalagið fallega, Nóttin var sú ágæt ein. Það var hins vegar býsna seint á dagskránni og gerði lítið til að bæta heildarmyndina.Niðurstaða: Einhæf túlkun, misjafn einsöngur og léleg styrkleikahlutföll. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. desember 2016.
Tónlistargagnrýni Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira