HBStatz: Rúnar með betri skotnýtingu í tapleikjum og tapaði næstum aldrei boltanum Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. janúar 2017 12:00 Rúnar Kárason verður í lykilhlutverki í Frakklandi. vísir/afp Rúnar Kárason, hægri skytta Hannover-Burgdorf í þýsku 1. deildinni í handbolta, er annar leikmaður íslenska landsliðsins sem er tekinn fyrir á tölfræðisíðunni HBStatz í aðdraganda heimsmeistaramótsins í handbolta sem hefst í næstu viku. HBStatz telur niður í mótið með því að birta tölfræðiupplýsingar um strákana okkar úr keppnisleikjum þeirra á síðasta ári en byrjað var á besta manni íslenska liðsins, Aroni Pálmarssyni, í gær. Tölfræði sýndi bersýnilega hversu mikilvægur Aron er íslenska landsliðinu. Aron er meiddur og tæpur fyrir HM en eins og kom fram í gær fer hann ekki með á æfingamótið í Danmörku vegna meiðslanna.Sjá einnig:Utan vallar: Handboltaáhugafólk fékk óvænta veisluþjónustu í tölfræði En aftur að Rúnari. Stórskyttan úr Safamýrinni skoraði 18 mörk í sjö mótsleikjum á síðasta ári með íslenska landsliðinu eða 2,6 mörk í leik. Hann skoraði þrjú mörk að meðaltali í leik þremur sigrum íslenska liðsins en 2,25 mörk að meðaltali í fjórum tapleikjum Íslands á síðasta ári. Aftur á móti var skotnýting hans betri í tapleikjunum (53 prósent á móti 45 prósent). Rúnar skaut 37 sinnum á markið í landsleikjunum sjö á síðasta ári og skoraði augljóslega 18 sinnum eins og gefur að skilja. Hann skoraði úr 49 prósent skota sinna en tólf þeirra (32 prósent) voru varin af markvörðum mótherjanna og sjö skot eða 19 prósent fóru framhjá eða í varnarvegginn. Einn helsti kosturinn við Rúnar á síðasta ári var að hann tapaði boltanum nánast aldrei. Skyttan skotfasta tapaði ekki nema tveimur boltum í sjö leikjum á síðasta ári eða 0,3 tapaðir boltar að meðaltali í leik sem er mjög gott. Í varnarleiknum átti Rúnar sjö löglegar stöðvanir (þegar mótherji er stöðvaður og aðeins fríkast er dæmt) eða eina að meðaltali í hverjum leik. Hann gaf tvö víti og var tvisvar sinnum rekinn af velli. Hér að neðan má sjá ítarlega greiningu á tölfræði Rúnars Kárasonar á árinu 2016 frá HBStatz sem allir ættu að fylgja á Facebook og Twitter nú þegar HM gengur í garð. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. 3. janúar 2017 16:15 Utan vallar: Handboltaáhugafólk fékk óvænta veisluþjónustu í tölfræði Tölfræði er framandi hugtak fyrir Handknattleikssamband Íslands en handboltamenn eiga hauk í horni í handboltatölfræðisíðunni hbstatz.is. 16. desember 2016 12:00 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ Sjá meira
Rúnar Kárason, hægri skytta Hannover-Burgdorf í þýsku 1. deildinni í handbolta, er annar leikmaður íslenska landsliðsins sem er tekinn fyrir á tölfræðisíðunni HBStatz í aðdraganda heimsmeistaramótsins í handbolta sem hefst í næstu viku. HBStatz telur niður í mótið með því að birta tölfræðiupplýsingar um strákana okkar úr keppnisleikjum þeirra á síðasta ári en byrjað var á besta manni íslenska liðsins, Aroni Pálmarssyni, í gær. Tölfræði sýndi bersýnilega hversu mikilvægur Aron er íslenska landsliðinu. Aron er meiddur og tæpur fyrir HM en eins og kom fram í gær fer hann ekki með á æfingamótið í Danmörku vegna meiðslanna.Sjá einnig:Utan vallar: Handboltaáhugafólk fékk óvænta veisluþjónustu í tölfræði En aftur að Rúnari. Stórskyttan úr Safamýrinni skoraði 18 mörk í sjö mótsleikjum á síðasta ári með íslenska landsliðinu eða 2,6 mörk í leik. Hann skoraði þrjú mörk að meðaltali í leik þremur sigrum íslenska liðsins en 2,25 mörk að meðaltali í fjórum tapleikjum Íslands á síðasta ári. Aftur á móti var skotnýting hans betri í tapleikjunum (53 prósent á móti 45 prósent). Rúnar skaut 37 sinnum á markið í landsleikjunum sjö á síðasta ári og skoraði augljóslega 18 sinnum eins og gefur að skilja. Hann skoraði úr 49 prósent skota sinna en tólf þeirra (32 prósent) voru varin af markvörðum mótherjanna og sjö skot eða 19 prósent fóru framhjá eða í varnarvegginn. Einn helsti kosturinn við Rúnar á síðasta ári var að hann tapaði boltanum nánast aldrei. Skyttan skotfasta tapaði ekki nema tveimur boltum í sjö leikjum á síðasta ári eða 0,3 tapaðir boltar að meðaltali í leik sem er mjög gott. Í varnarleiknum átti Rúnar sjö löglegar stöðvanir (þegar mótherji er stöðvaður og aðeins fríkast er dæmt) eða eina að meðaltali í hverjum leik. Hann gaf tvö víti og var tvisvar sinnum rekinn af velli. Hér að neðan má sjá ítarlega greiningu á tölfræði Rúnars Kárasonar á árinu 2016 frá HBStatz sem allir ættu að fylgja á Facebook og Twitter nú þegar HM gengur í garð.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. 3. janúar 2017 16:15 Utan vallar: Handboltaáhugafólk fékk óvænta veisluþjónustu í tölfræði Tölfræði er framandi hugtak fyrir Handknattleikssamband Íslands en handboltamenn eiga hauk í horni í handboltatölfræðisíðunni hbstatz.is. 16. desember 2016 12:00 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ Sjá meira
Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. 3. janúar 2017 16:15
Utan vallar: Handboltaáhugafólk fékk óvænta veisluþjónustu í tölfræði Tölfræði er framandi hugtak fyrir Handknattleikssamband Íslands en handboltamenn eiga hauk í horni í handboltatölfræðisíðunni hbstatz.is. 16. desember 2016 12:00