Steinunn Ólína harmar ranga frétt um handtökur um borð í Polar Nanoq Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2017 13:00 Grænlenski togarinn Polar Nanoq. víðir már hermannsson Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri Kvennablaðsins, viðurkennir að hún hafi hlaupið á sig með því að birta frétt á veg Kvennablaðsins þar sem fullyrt var að búið væri að handtaka tvo skipverja togarans Polar Nanoq.Í frétt sem birtist í gærkvöldi hafði Kvennablaðið eftir „áreiðanlegum heimildum“ að sérsveitin lögreglunnar hafi farið um borð í togaranum sem er á siglingu vestur af Íslandi. Þar hafi tveir skipverjar verið handteknir í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur sem leitað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. Fréttin var uppfærð síðar um kvöldið eftir að Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfesti að enginn hafi verið handtekinn um borð í togaranum né hafi einhver um borð réttarstöðu grunaðra.Í yfirlýsingu frá Steinunni Ólínu segir að hún harmi mistökin sem gerð hafi verið í gær. „Kvennablaðið hefur engra hagsmuna að gæta af því að flytja rangar eða tilhæfulausar fréttir um málið enda er þetta eina fréttin sem Kvennablaðið hefur birt um málið og ég harma þessi mistök í fyrirsögn okkar í gær,“ segir í yfirlýsingunni.Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er ritstjóri Kvennablaðsins.Vísir/AntonStendur við fullyrðingar um að Birna hafi verið í samskiptum við áhafnarmeðlimiÍ frétt Kvennablaðsins sem um ræðir var einnig fullyrt að Birna hafi verið í samskiptum við áhafnarmeðlimi togarans kvöldið sem hún hvarf. Í yfirlýsingunni Steinunnar Ólínu kemur fram að Kvennablaðið standi við þessa fullyrðingu og telur hún að heimildir Kvennablaðsins sé traustar. Steinunn Ólína muni hins vegar standa og falla með því. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur rannsókn á hvarfi Birnu meðal annars beinst að því hvort að einhverjar vísbendingar megi finna með því að skoða samfélagsmiðlanotkun Birnu. Skoðun á þeim hefur hins vegar ekki leitt neitt í ljós sem hægt sé að byggja á við rannsókn málsins. Polar Nanoq stefnir nú til Ísland og er reiknað með að skipið leggist að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 23 í kvöld.Líkt og greint var frá í Fréttablaðinu í dag tóku forsvarsmenn útgerðarinnar ákvörðun um að snúa skipinu við á leið frá Íslandi eftir að greint var frá því að frá því að skipverji væri grunaður um að hafa haft á leigu rauðan Kia Rio sem lögreglan hefur leitað að frá því á mánudag. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14 Enginn úr áhöfn Polar Nanoq handtekinn Lögreglan hefur engan yfirheyrt með réttarstöðu grunaðs manns vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 18. janúar 2017 00:17 Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00 Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36 Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri Kvennablaðsins, viðurkennir að hún hafi hlaupið á sig með því að birta frétt á veg Kvennablaðsins þar sem fullyrt var að búið væri að handtaka tvo skipverja togarans Polar Nanoq.Í frétt sem birtist í gærkvöldi hafði Kvennablaðið eftir „áreiðanlegum heimildum“ að sérsveitin lögreglunnar hafi farið um borð í togaranum sem er á siglingu vestur af Íslandi. Þar hafi tveir skipverjar verið handteknir í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur sem leitað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. Fréttin var uppfærð síðar um kvöldið eftir að Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfesti að enginn hafi verið handtekinn um borð í togaranum né hafi einhver um borð réttarstöðu grunaðra.Í yfirlýsingu frá Steinunni Ólínu segir að hún harmi mistökin sem gerð hafi verið í gær. „Kvennablaðið hefur engra hagsmuna að gæta af því að flytja rangar eða tilhæfulausar fréttir um málið enda er þetta eina fréttin sem Kvennablaðið hefur birt um málið og ég harma þessi mistök í fyrirsögn okkar í gær,“ segir í yfirlýsingunni.Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er ritstjóri Kvennablaðsins.Vísir/AntonStendur við fullyrðingar um að Birna hafi verið í samskiptum við áhafnarmeðlimiÍ frétt Kvennablaðsins sem um ræðir var einnig fullyrt að Birna hafi verið í samskiptum við áhafnarmeðlimi togarans kvöldið sem hún hvarf. Í yfirlýsingunni Steinunnar Ólínu kemur fram að Kvennablaðið standi við þessa fullyrðingu og telur hún að heimildir Kvennablaðsins sé traustar. Steinunn Ólína muni hins vegar standa og falla með því. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur rannsókn á hvarfi Birnu meðal annars beinst að því hvort að einhverjar vísbendingar megi finna með því að skoða samfélagsmiðlanotkun Birnu. Skoðun á þeim hefur hins vegar ekki leitt neitt í ljós sem hægt sé að byggja á við rannsókn málsins. Polar Nanoq stefnir nú til Ísland og er reiknað með að skipið leggist að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 23 í kvöld.Líkt og greint var frá í Fréttablaðinu í dag tóku forsvarsmenn útgerðarinnar ákvörðun um að snúa skipinu við á leið frá Íslandi eftir að greint var frá því að frá því að skipverji væri grunaður um að hafa haft á leigu rauðan Kia Rio sem lögreglan hefur leitað að frá því á mánudag.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14 Enginn úr áhöfn Polar Nanoq handtekinn Lögreglan hefur engan yfirheyrt með réttarstöðu grunaðs manns vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 18. janúar 2017 00:17 Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00 Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36 Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14
Enginn úr áhöfn Polar Nanoq handtekinn Lögreglan hefur engan yfirheyrt með réttarstöðu grunaðs manns vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 18. janúar 2017 00:17
Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00
Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36
Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25