Steinunn Ólína harmar ranga frétt um handtökur um borð í Polar Nanoq Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2017 13:00 Grænlenski togarinn Polar Nanoq. víðir már hermannsson Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri Kvennablaðsins, viðurkennir að hún hafi hlaupið á sig með því að birta frétt á veg Kvennablaðsins þar sem fullyrt var að búið væri að handtaka tvo skipverja togarans Polar Nanoq.Í frétt sem birtist í gærkvöldi hafði Kvennablaðið eftir „áreiðanlegum heimildum“ að sérsveitin lögreglunnar hafi farið um borð í togaranum sem er á siglingu vestur af Íslandi. Þar hafi tveir skipverjar verið handteknir í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur sem leitað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. Fréttin var uppfærð síðar um kvöldið eftir að Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfesti að enginn hafi verið handtekinn um borð í togaranum né hafi einhver um borð réttarstöðu grunaðra.Í yfirlýsingu frá Steinunni Ólínu segir að hún harmi mistökin sem gerð hafi verið í gær. „Kvennablaðið hefur engra hagsmuna að gæta af því að flytja rangar eða tilhæfulausar fréttir um málið enda er þetta eina fréttin sem Kvennablaðið hefur birt um málið og ég harma þessi mistök í fyrirsögn okkar í gær,“ segir í yfirlýsingunni.Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er ritstjóri Kvennablaðsins.Vísir/AntonStendur við fullyrðingar um að Birna hafi verið í samskiptum við áhafnarmeðlimiÍ frétt Kvennablaðsins sem um ræðir var einnig fullyrt að Birna hafi verið í samskiptum við áhafnarmeðlimi togarans kvöldið sem hún hvarf. Í yfirlýsingunni Steinunnar Ólínu kemur fram að Kvennablaðið standi við þessa fullyrðingu og telur hún að heimildir Kvennablaðsins sé traustar. Steinunn Ólína muni hins vegar standa og falla með því. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur rannsókn á hvarfi Birnu meðal annars beinst að því hvort að einhverjar vísbendingar megi finna með því að skoða samfélagsmiðlanotkun Birnu. Skoðun á þeim hefur hins vegar ekki leitt neitt í ljós sem hægt sé að byggja á við rannsókn málsins. Polar Nanoq stefnir nú til Ísland og er reiknað með að skipið leggist að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 23 í kvöld.Líkt og greint var frá í Fréttablaðinu í dag tóku forsvarsmenn útgerðarinnar ákvörðun um að snúa skipinu við á leið frá Íslandi eftir að greint var frá því að frá því að skipverji væri grunaður um að hafa haft á leigu rauðan Kia Rio sem lögreglan hefur leitað að frá því á mánudag. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14 Enginn úr áhöfn Polar Nanoq handtekinn Lögreglan hefur engan yfirheyrt með réttarstöðu grunaðs manns vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 18. janúar 2017 00:17 Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00 Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36 Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Sjá meira
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri Kvennablaðsins, viðurkennir að hún hafi hlaupið á sig með því að birta frétt á veg Kvennablaðsins þar sem fullyrt var að búið væri að handtaka tvo skipverja togarans Polar Nanoq.Í frétt sem birtist í gærkvöldi hafði Kvennablaðið eftir „áreiðanlegum heimildum“ að sérsveitin lögreglunnar hafi farið um borð í togaranum sem er á siglingu vestur af Íslandi. Þar hafi tveir skipverjar verið handteknir í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur sem leitað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. Fréttin var uppfærð síðar um kvöldið eftir að Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfesti að enginn hafi verið handtekinn um borð í togaranum né hafi einhver um borð réttarstöðu grunaðra.Í yfirlýsingu frá Steinunni Ólínu segir að hún harmi mistökin sem gerð hafi verið í gær. „Kvennablaðið hefur engra hagsmuna að gæta af því að flytja rangar eða tilhæfulausar fréttir um málið enda er þetta eina fréttin sem Kvennablaðið hefur birt um málið og ég harma þessi mistök í fyrirsögn okkar í gær,“ segir í yfirlýsingunni.Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er ritstjóri Kvennablaðsins.Vísir/AntonStendur við fullyrðingar um að Birna hafi verið í samskiptum við áhafnarmeðlimiÍ frétt Kvennablaðsins sem um ræðir var einnig fullyrt að Birna hafi verið í samskiptum við áhafnarmeðlimi togarans kvöldið sem hún hvarf. Í yfirlýsingunni Steinunnar Ólínu kemur fram að Kvennablaðið standi við þessa fullyrðingu og telur hún að heimildir Kvennablaðsins sé traustar. Steinunn Ólína muni hins vegar standa og falla með því. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur rannsókn á hvarfi Birnu meðal annars beinst að því hvort að einhverjar vísbendingar megi finna með því að skoða samfélagsmiðlanotkun Birnu. Skoðun á þeim hefur hins vegar ekki leitt neitt í ljós sem hægt sé að byggja á við rannsókn málsins. Polar Nanoq stefnir nú til Ísland og er reiknað með að skipið leggist að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 23 í kvöld.Líkt og greint var frá í Fréttablaðinu í dag tóku forsvarsmenn útgerðarinnar ákvörðun um að snúa skipinu við á leið frá Íslandi eftir að greint var frá því að frá því að skipverji væri grunaður um að hafa haft á leigu rauðan Kia Rio sem lögreglan hefur leitað að frá því á mánudag.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14 Enginn úr áhöfn Polar Nanoq handtekinn Lögreglan hefur engan yfirheyrt með réttarstöðu grunaðs manns vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 18. janúar 2017 00:17 Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00 Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36 Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Sjá meira
Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14
Enginn úr áhöfn Polar Nanoq handtekinn Lögreglan hefur engan yfirheyrt með réttarstöðu grunaðs manns vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 18. janúar 2017 00:17
Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00
Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36
Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25