Frost getur farið niður í allt að 18 gráður inn til landsins Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 11. janúar 2017 23:23 Fallegt vetrarveður verður næstu daga Visir/GVA Búist er við einstaklega fallegu vetrarveðri næstu daga samkvæmt Óla Þór Árnasyni vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. Hann segir að afar kalt verði en logn. „Um nóttina og á morgun og fram á föstudag er vel kalt. Víða inn til landsins fer frostið á köflum niður í 10-14 stig. Þannig að það verður vel kalt og getur farið neðar sum staðar,“ segir Óli Þór og nefnir að frostið geti farið niður undir 16-18 gráður í Borgarfirði, Húsafelli og í Mývatnssveit. „Yfirleitt til að fá svona kulda þá þarf nánast að vera logn á landinu og öllu jafna frekar bjart yfir þannig að þetta eru fallegir dagar þó þeir séu kaldir,“ segir veðurfræðingurinn og bætir við að það muni hitna á laugardaginn aftur því þá muni nálgast lægð úr suð-vestri og þykkna aðeins upp. Éljagangur mun þó vera viðloðandi norðurströndina á fimmtudagskvöldið og fram á föstudag. Það verður mikil rigning á sunnudaginn sunnan- og vestanlands en þurrt verður í veðri og bjart norð-austan til. Það mun hlýna þó nokkuð síðdegis og hitinn verður á bilinu 4-10 stig. Það mun svo kólna aftur á mánudaginn eftir stutt hitatímabil frá laugardegi. Þannig að þeir Íslendingar sem ganga í pelsum geta svo sannarlega tekið þá fram í þessu kalda og bjarta vetrarveðri sem mun taka á móti landanum næstu tvo daga. Annars virka kraftgallarnir líka vel svo ekki sé talað um blessað föðurlandið.Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt spá Veðurstofu ÍslandsNorðlæg átt 5-15 m/s, hvassast austast. Él um landið N-vert, en bjart með köflum sunnan- og vestanlands. Frost 5-15 stig, kaldast í innsveitum sunnan- og vestantil.Á föstudag:Hæg breytileg átt, léttskýjað og talsvert frost, en norðvestan 5-13 m/s austanlands og dálítil él við norður- og norðausturströndina. Þykknar upp með snjókomu og minnkandi frosti um landið vestanvert um kvöldið.Á laugardag:Suðlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s. Úkomulítið fram eftir degi, en snjókoma, slydda SV-til seinnipartinn og rigning um kvöldið. Þurrt annars staðar. Hlýnar smám saman, einkum SV-lands.Á sunnudag:Sunnan- og suðaustan 10-18 og rigning sunnan- og vestanlands, en þurrt og bjart norðaustantil á landinu. Hlýnar talsvert, hiti 4 til 10 stig síðdegis.Á mánudag:Suðvestlæg átt með éljum og frystir víða þegar líður á daginn, einkum inn til landsins.Á þriðjudag:Suðvestanátt og él um landið vestanvert, en vaxandi suðlæg átt með ofankomu og hlýnandi veðri um kvöldið, síst NA-til.Á miðvikudag:Útlit fyrir sunnanátt með vætu, en suðvestlægari og él seinnipartinn. Áfram þurrt NA-lands. Fremur milt. Veður Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Búist er við einstaklega fallegu vetrarveðri næstu daga samkvæmt Óla Þór Árnasyni vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. Hann segir að afar kalt verði en logn. „Um nóttina og á morgun og fram á föstudag er vel kalt. Víða inn til landsins fer frostið á köflum niður í 10-14 stig. Þannig að það verður vel kalt og getur farið neðar sum staðar,“ segir Óli Þór og nefnir að frostið geti farið niður undir 16-18 gráður í Borgarfirði, Húsafelli og í Mývatnssveit. „Yfirleitt til að fá svona kulda þá þarf nánast að vera logn á landinu og öllu jafna frekar bjart yfir þannig að þetta eru fallegir dagar þó þeir séu kaldir,“ segir veðurfræðingurinn og bætir við að það muni hitna á laugardaginn aftur því þá muni nálgast lægð úr suð-vestri og þykkna aðeins upp. Éljagangur mun þó vera viðloðandi norðurströndina á fimmtudagskvöldið og fram á föstudag. Það verður mikil rigning á sunnudaginn sunnan- og vestanlands en þurrt verður í veðri og bjart norð-austan til. Það mun hlýna þó nokkuð síðdegis og hitinn verður á bilinu 4-10 stig. Það mun svo kólna aftur á mánudaginn eftir stutt hitatímabil frá laugardegi. Þannig að þeir Íslendingar sem ganga í pelsum geta svo sannarlega tekið þá fram í þessu kalda og bjarta vetrarveðri sem mun taka á móti landanum næstu tvo daga. Annars virka kraftgallarnir líka vel svo ekki sé talað um blessað föðurlandið.Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt spá Veðurstofu ÍslandsNorðlæg átt 5-15 m/s, hvassast austast. Él um landið N-vert, en bjart með köflum sunnan- og vestanlands. Frost 5-15 stig, kaldast í innsveitum sunnan- og vestantil.Á föstudag:Hæg breytileg átt, léttskýjað og talsvert frost, en norðvestan 5-13 m/s austanlands og dálítil él við norður- og norðausturströndina. Þykknar upp með snjókomu og minnkandi frosti um landið vestanvert um kvöldið.Á laugardag:Suðlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s. Úkomulítið fram eftir degi, en snjókoma, slydda SV-til seinnipartinn og rigning um kvöldið. Þurrt annars staðar. Hlýnar smám saman, einkum SV-lands.Á sunnudag:Sunnan- og suðaustan 10-18 og rigning sunnan- og vestanlands, en þurrt og bjart norðaustantil á landinu. Hlýnar talsvert, hiti 4 til 10 stig síðdegis.Á mánudag:Suðvestlæg átt með éljum og frystir víða þegar líður á daginn, einkum inn til landsins.Á þriðjudag:Suðvestanátt og él um landið vestanvert, en vaxandi suðlæg átt með ofankomu og hlýnandi veðri um kvöldið, síst NA-til.Á miðvikudag:Útlit fyrir sunnanátt með vætu, en suðvestlægari og él seinnipartinn. Áfram þurrt NA-lands. Fremur milt.
Veður Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira