Opið bréf til þingmanna Guðjón Jensson skrifar 12. janúar 2017 07:00 Að greinast með krabbamein er mikið áfall. Eg undirritaður varð að sætta mig við þetta undir lok október 2015. Síðan hefi eg verið í ótal rannsóknum, meðferðum þar sem geislum og meðulum hefur verið beitt á meinsemdina, skurðaðgerð og eftirmeðferð. Alltaf hef eg hitt mjög vingjarnlegt og hjálpsamt starfsfólk sem unnið hefur sín störf af mikilli nærgætni og alúð, þekkingu og reynslu. Einhverju sinni spurði eg hvort á þessum fjölmennasta vinnustað landsins væru engir „fýlupokar“. Mér skilst þeir þrífist ekki á þessum vinnustað enda mikið vinnuálag og launin sjálfsagt ekkert of há. Málefni Landspítalans hafa lengi verið til umræðu. Augljóst er að mikið vanti á að starfsemi hans sé okkur Íslendingum til sóma. Allt of lengi hafa heilbrigðismálin verið fjársvelt í opinberum rekstri. Unnt væri að vinda ofan af öðru í rekstri ríkisins. Síðastliðið haust voru samningar um búvörur samþykktar á Alþingi. Ekki voru miklar umræður í þinginu þrátt fyrir mikla gagnrýni í samfélaginu á þessu fyrirkomulagi. Bent hefur verið á að með þessum samningum sé verið að tryggja gamla SÍS-veldið eða öllu fremur það sem eftir er af því. Þykir ykkur þingmönnum réttmætt að þetta veldi sé rekið áfram á kostnað ríkisins og þar með skattborgaranna? Svo einkennilegt sem það er þá er stór hluti bænda einnig mjög óánægður með þetta fyrirkomulag sem byggist á gömlum og úreltum hugmyndum. Í dag er krafa um aukna hagræðingu – líka í rekstri landbúnaðar! Áætlað er að þessi umdeildi búvörusamningur kosti skattborgara um 13 milljarða á ári eða rúman milljarð á mánuði! Hafið þið í þinginu aldrei hugleitt hvort þetta mikla fé hefði ekki betur nýst Landspítalanum en að halda uppi gömlum óarðbærum kaupfélagsveldum, afurðasölum og sláturhúsum úti á landi? Íslenskur landbúnaður á allt gott skilið en hann verður að reka með skynsemi að leiðarljósi eins og annað í samfélaginu. Mjög margt væri unnt að hagræða í þeim ranni. Þannig mætti koma í veg fyrir óþarfa offramleiðslu með rányrkju og útflutning landbúnaðarvara. Hafið þið aldrei hugleitt hvers vegna unnt sé að fleygja meira en milljarði í þessa hít á sama tíma og ekki er unnt að reka Landspítalann með sæmd? Við verðum að hafa í huga að við Íslendingar erum að eldast. Og landsmenn verða fleiri! Og ekki má gleyma ferðamönnunum sem einnig þurfa á þessari nauðsynlegu þjónustu að halda. Það er mín skoðun að búvörusamningi sem kostar okkur offjár beri að rifta nú þegar með því að breyta þessum ólögum, dekurmáli Framsóknarflokksins. Þörfin er gríðarleg við rekstur Landspítalans bæði við nýbyggingar, ný tæki og annan búnað ásamt viðhaldi húsa og tækja. Og auðvitað þarf að fjölga starfsfólki spítalans verulega enda vinnuálag víða mjög óásættanlegt. Í mínum huga er það starf sem unnið er á Landspítalanum mjög lofsvert og eg á líf mitt að þakka þessu góða starfsfólki sem vinnur daga sem nætur undir miklu vinnuálagi og oft við erfiðar og ekki nógu góðar aðstæður! Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Að greinast með krabbamein er mikið áfall. Eg undirritaður varð að sætta mig við þetta undir lok október 2015. Síðan hefi eg verið í ótal rannsóknum, meðferðum þar sem geislum og meðulum hefur verið beitt á meinsemdina, skurðaðgerð og eftirmeðferð. Alltaf hef eg hitt mjög vingjarnlegt og hjálpsamt starfsfólk sem unnið hefur sín störf af mikilli nærgætni og alúð, þekkingu og reynslu. Einhverju sinni spurði eg hvort á þessum fjölmennasta vinnustað landsins væru engir „fýlupokar“. Mér skilst þeir þrífist ekki á þessum vinnustað enda mikið vinnuálag og launin sjálfsagt ekkert of há. Málefni Landspítalans hafa lengi verið til umræðu. Augljóst er að mikið vanti á að starfsemi hans sé okkur Íslendingum til sóma. Allt of lengi hafa heilbrigðismálin verið fjársvelt í opinberum rekstri. Unnt væri að vinda ofan af öðru í rekstri ríkisins. Síðastliðið haust voru samningar um búvörur samþykktar á Alþingi. Ekki voru miklar umræður í þinginu þrátt fyrir mikla gagnrýni í samfélaginu á þessu fyrirkomulagi. Bent hefur verið á að með þessum samningum sé verið að tryggja gamla SÍS-veldið eða öllu fremur það sem eftir er af því. Þykir ykkur þingmönnum réttmætt að þetta veldi sé rekið áfram á kostnað ríkisins og þar með skattborgaranna? Svo einkennilegt sem það er þá er stór hluti bænda einnig mjög óánægður með þetta fyrirkomulag sem byggist á gömlum og úreltum hugmyndum. Í dag er krafa um aukna hagræðingu – líka í rekstri landbúnaðar! Áætlað er að þessi umdeildi búvörusamningur kosti skattborgara um 13 milljarða á ári eða rúman milljarð á mánuði! Hafið þið í þinginu aldrei hugleitt hvort þetta mikla fé hefði ekki betur nýst Landspítalanum en að halda uppi gömlum óarðbærum kaupfélagsveldum, afurðasölum og sláturhúsum úti á landi? Íslenskur landbúnaður á allt gott skilið en hann verður að reka með skynsemi að leiðarljósi eins og annað í samfélaginu. Mjög margt væri unnt að hagræða í þeim ranni. Þannig mætti koma í veg fyrir óþarfa offramleiðslu með rányrkju og útflutning landbúnaðarvara. Hafið þið aldrei hugleitt hvers vegna unnt sé að fleygja meira en milljarði í þessa hít á sama tíma og ekki er unnt að reka Landspítalann með sæmd? Við verðum að hafa í huga að við Íslendingar erum að eldast. Og landsmenn verða fleiri! Og ekki má gleyma ferðamönnunum sem einnig þurfa á þessari nauðsynlegu þjónustu að halda. Það er mín skoðun að búvörusamningi sem kostar okkur offjár beri að rifta nú þegar með því að breyta þessum ólögum, dekurmáli Framsóknarflokksins. Þörfin er gríðarleg við rekstur Landspítalans bæði við nýbyggingar, ný tæki og annan búnað ásamt viðhaldi húsa og tækja. Og auðvitað þarf að fjölga starfsfólki spítalans verulega enda vinnuálag víða mjög óásættanlegt. Í mínum huga er það starf sem unnið er á Landspítalanum mjög lofsvert og eg á líf mitt að þakka þessu góða starfsfólki sem vinnur daga sem nætur undir miklu vinnuálagi og oft við erfiðar og ekki nógu góðar aðstæður! Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun