Er Ítalía núna öruggt land fyrir flóttafólk? Toshiki Toma skrifar 11. janúar 2017 14:54 Í desember 2015 hætti Útlendingastofnun að senda flóttafólk til baka til Ítalíu, en ummæli innanríkisráðherra á Alþingi í september sama ár voru tekin upp í fjölmiðlum en hann sagði að ,,Grikkland, Ítalía og Ungverjaland væru ekki örugg lönd og Íslendingar sendu ekki fólk þangað.“ En nú í janúar er búið að ákveða að vísa mörgu flóttafólki sem er hérlendis á brott til Ítalíu. Mér virðist sem yfirvöld hafi komist að endanlegri niðurstöðu um að það sé í lagi að senda að senda flóttafólk til baka til Ítalíu. En er það rétt? Aðeins í kringum mig eru átta manneskjur sem verða sendar til Ítalíu, sumir sem eru með landvistarleyfi fyrir fyrir flóttafólk frá Ítalíu. En saga þeirra er sú sama. ,,Ég gat hvorki fundið vinnu mér til framfærslu né þak yfir höfuðið. Ég neyddist til að dvelja á götunni og gat stundum fengið mat í kærleiksboði kirkju nokkurrar.“ Tveir af átta vinum mínum verða sendir til Ítalíu þó að það hafi aðeins verið millilendingarstaður þeirra. Þeir munu fá landvistarleyfi í Ítalíu en lenda í sömu aðstæðum og hinir sex hafa upplifað. Er í alvöru í lagi að senda flóttafólk baka til Ítalíu? Mig langar að fá formlegt álit yfirvaldanna um aðstæður flóttamanna á Ítalíu. Já, það voru nokkur ummæli frá innanríkisráðuneytinu í vetur sl. eins og ,,Ítalía er ekki eftirsóknarverður staður fyrir fólk í viðkvæmri stöðu, en ekki svo slæmur fyrir ungan, sterkan mann.“ Eru þessi ummæli endanlegt álit yfirvaldanna sem fara með málefni flóttafólks hér á landi? Höfðu ráðuneytismenn tækifæri til að hlusta á flóttafólk beint sem hafði verið í Ítalíu og haft eitthvað að segja? Gallinn við þetta álit er að með því er reynt að aðskilja veitingu landvistarleyfis og þess að mannsæmandi lífskjör manneskju séu tryggð þannig að viðkomandi umsækjandi um alþjóðlega vernd geti hafið nýtt líf í viðkomandi samfélagi. Að taka á móti manneskju sem flóttamanni er ekki aðeins að veita honum landvistarleyfi, heldur gefa honum mannsæmandi tækifæri í nýju samfélagi. Íslenskum stjórnvöldum er þetta atriði ekki ókunnungt. Ef við lítið til móttöku flóttamanna frá Sýrlandi sem boðið er hingað af ríkinu þá er því vel sinnt. Hvers vegna þurfum við þá að nota öðruvísi viðmið þegar um hælisleitendur er að ræða? Megum við segja eins og: ,,En það vandamál tilheyrir Ítalíu en ekki okkur“? Ég ætla ekki að ásaka Ítalíu vegna aðstæðna flóttafólks þar, þar sem það blasir við að í landinu eru alltof margir flóttamenn nú þegar en Ítalir geta sinnt almennilega. Er þá ekki hægt að sjá málið sem tækifæri til að ,,létta bróðurbyrði“? Og um leið mun fólkið nýtast á íslenskum vinnumarkaði þar sem vantar vinnuafl? Ferköntuð vinnubrögð og skortur á sveigjanleika flækja málefni flóttafólks og búa til fleiri vandamál. Að mínu mati hafa síðustu ár sannað þetta. Ég óska innilega þess að yfirvöldin hér hætti að senda flóttafólk baka til Ítalíu og gefa því mannsæmandi tækifæri á Íslandi. Toshiki Toma, prestur innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Toshiki Toma Mest lesið Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Í desember 2015 hætti Útlendingastofnun að senda flóttafólk til baka til Ítalíu, en ummæli innanríkisráðherra á Alþingi í september sama ár voru tekin upp í fjölmiðlum en hann sagði að ,,Grikkland, Ítalía og Ungverjaland væru ekki örugg lönd og Íslendingar sendu ekki fólk þangað.“ En nú í janúar er búið að ákveða að vísa mörgu flóttafólki sem er hérlendis á brott til Ítalíu. Mér virðist sem yfirvöld hafi komist að endanlegri niðurstöðu um að það sé í lagi að senda að senda flóttafólk til baka til Ítalíu. En er það rétt? Aðeins í kringum mig eru átta manneskjur sem verða sendar til Ítalíu, sumir sem eru með landvistarleyfi fyrir fyrir flóttafólk frá Ítalíu. En saga þeirra er sú sama. ,,Ég gat hvorki fundið vinnu mér til framfærslu né þak yfir höfuðið. Ég neyddist til að dvelja á götunni og gat stundum fengið mat í kærleiksboði kirkju nokkurrar.“ Tveir af átta vinum mínum verða sendir til Ítalíu þó að það hafi aðeins verið millilendingarstaður þeirra. Þeir munu fá landvistarleyfi í Ítalíu en lenda í sömu aðstæðum og hinir sex hafa upplifað. Er í alvöru í lagi að senda flóttafólk baka til Ítalíu? Mig langar að fá formlegt álit yfirvaldanna um aðstæður flóttamanna á Ítalíu. Já, það voru nokkur ummæli frá innanríkisráðuneytinu í vetur sl. eins og ,,Ítalía er ekki eftirsóknarverður staður fyrir fólk í viðkvæmri stöðu, en ekki svo slæmur fyrir ungan, sterkan mann.“ Eru þessi ummæli endanlegt álit yfirvaldanna sem fara með málefni flóttafólks hér á landi? Höfðu ráðuneytismenn tækifæri til að hlusta á flóttafólk beint sem hafði verið í Ítalíu og haft eitthvað að segja? Gallinn við þetta álit er að með því er reynt að aðskilja veitingu landvistarleyfis og þess að mannsæmandi lífskjör manneskju séu tryggð þannig að viðkomandi umsækjandi um alþjóðlega vernd geti hafið nýtt líf í viðkomandi samfélagi. Að taka á móti manneskju sem flóttamanni er ekki aðeins að veita honum landvistarleyfi, heldur gefa honum mannsæmandi tækifæri í nýju samfélagi. Íslenskum stjórnvöldum er þetta atriði ekki ókunnungt. Ef við lítið til móttöku flóttamanna frá Sýrlandi sem boðið er hingað af ríkinu þá er því vel sinnt. Hvers vegna þurfum við þá að nota öðruvísi viðmið þegar um hælisleitendur er að ræða? Megum við segja eins og: ,,En það vandamál tilheyrir Ítalíu en ekki okkur“? Ég ætla ekki að ásaka Ítalíu vegna aðstæðna flóttafólks þar, þar sem það blasir við að í landinu eru alltof margir flóttamenn nú þegar en Ítalir geta sinnt almennilega. Er þá ekki hægt að sjá málið sem tækifæri til að ,,létta bróðurbyrði“? Og um leið mun fólkið nýtast á íslenskum vinnumarkaði þar sem vantar vinnuafl? Ferköntuð vinnubrögð og skortur á sveigjanleika flækja málefni flóttafólks og búa til fleiri vandamál. Að mínu mati hafa síðustu ár sannað þetta. Ég óska innilega þess að yfirvöldin hér hætti að senda flóttafólk baka til Ítalíu og gefa því mannsæmandi tækifæri á Íslandi. Toshiki Toma, prestur innflytjenda.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun