48 liða HM samþykkt hjá FIFA Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. janúar 2017 09:54 Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur komið því í gegn að liðum í úrslitakeppni HM verði fjölgað frá og með HM 2026. Vísir/Getty Framkvæmdaráð FIFA hefur samþykkt að stækka heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu frá og með 2026 í 48 lið. Tillagan var samþykkt einróma á fundinum í dag. Þátttökuþjóðum verður þar með fjölgað um sextán en líklegt er að Evrópa fái aðeins þrjú af aukasætunum sem í boði eru. Útfærslan á nýja fyrirkomulaginu hefur þó ekki verið tilkynnt formlega en það verður gert síðar í dag.The FIFA Council unanimously decided on a 48-team #WorldCup as of 2026: 16 groups of 3 teams. Details to follow after the meeting. — FIFA Media (@fifamedia) January 10, 2017Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur talað fyrir stækkun heimsmeistarakeppninnar síðan hann var í framboði til embættis forseta sambandsins. Sjá einnig: Verður jafnteflum útrýmt á HM?Ekki meira álag á leikmenn Þetta þýðir að heildarfjöldi leikja á HM 2026 verður 80 í stað 64 eins og í síðustu keppnum. Lið sem fara alla leið í úrslitaleikinn munu þó spila sjö leiki eins og áður. Þá er einnig ljóst að keppnin mun klárast á 32 dögum sem þýðir að álag á leikmenn mun ekki aukast frá gamla fyrirkomulaginu. Hvert lið mun spila tvo leiki í riðlakeppninni en tvö lið af þremur komast áfram í 32-liða úrslit keppninnar. Þá tekur við útsláttarfyrirkomulag.Aðeins þrjú aukasæti fyrir Evrópu Ekkert hefur verið gefið út um skiptingu sæta á HM á milli heimsálfa. Erlendir fjölmiðlar hafa þó greint frá því að mögulega muni Evrópa fá þrjú af aukasætunum sextán sem í boði eru. Líklegt er að Afríka og Asía fái fjögur aukasæti hvor og Ameríkuálfurnar fái 2-3 aukasæti hvor. Þá gæti farið svo að Eyjaálfu verði tryggt sæti í keppninni en þurfi ekki að fara í gegnum umspil eins og áður.Stórauknar tekjur Infantino hefur áður sagt að HM eigi að stuðla að bættri knattspyrnu um allan heim og að ekkert auki áhuga meira á knattspyrnu í viðkomandi landi þegar lið þess kemst á HM. Hann sagði að ákvörðun ætti ekki að vera fjáhagslegs eðlis þó svo að tekjur FIFA af stærri HM myndu stóraukast. Samkvæmt rannsókn FIFA er búist við að heildartekjur sambandsins af 48 liða HM verði 638 milljarðar króna og aukist þar með um 62 milljarða króna. Fótbolti Tengdar fréttir Forseti FIFA segir meirihluta knattspyrnusambanda heims styðja 48 þjóða HM Það lítur flest út fyrir það að heimsmeistaramótið í knattspyrnu verði orðin 48 þjóða keppni áður en langt um líður. 28. desember 2016 10:00 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Framkvæmdaráð FIFA hefur samþykkt að stækka heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu frá og með 2026 í 48 lið. Tillagan var samþykkt einróma á fundinum í dag. Þátttökuþjóðum verður þar með fjölgað um sextán en líklegt er að Evrópa fái aðeins þrjú af aukasætunum sem í boði eru. Útfærslan á nýja fyrirkomulaginu hefur þó ekki verið tilkynnt formlega en það verður gert síðar í dag.The FIFA Council unanimously decided on a 48-team #WorldCup as of 2026: 16 groups of 3 teams. Details to follow after the meeting. — FIFA Media (@fifamedia) January 10, 2017Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur talað fyrir stækkun heimsmeistarakeppninnar síðan hann var í framboði til embættis forseta sambandsins. Sjá einnig: Verður jafnteflum útrýmt á HM?Ekki meira álag á leikmenn Þetta þýðir að heildarfjöldi leikja á HM 2026 verður 80 í stað 64 eins og í síðustu keppnum. Lið sem fara alla leið í úrslitaleikinn munu þó spila sjö leiki eins og áður. Þá er einnig ljóst að keppnin mun klárast á 32 dögum sem þýðir að álag á leikmenn mun ekki aukast frá gamla fyrirkomulaginu. Hvert lið mun spila tvo leiki í riðlakeppninni en tvö lið af þremur komast áfram í 32-liða úrslit keppninnar. Þá tekur við útsláttarfyrirkomulag.Aðeins þrjú aukasæti fyrir Evrópu Ekkert hefur verið gefið út um skiptingu sæta á HM á milli heimsálfa. Erlendir fjölmiðlar hafa þó greint frá því að mögulega muni Evrópa fá þrjú af aukasætunum sextán sem í boði eru. Líklegt er að Afríka og Asía fái fjögur aukasæti hvor og Ameríkuálfurnar fái 2-3 aukasæti hvor. Þá gæti farið svo að Eyjaálfu verði tryggt sæti í keppninni en þurfi ekki að fara í gegnum umspil eins og áður.Stórauknar tekjur Infantino hefur áður sagt að HM eigi að stuðla að bættri knattspyrnu um allan heim og að ekkert auki áhuga meira á knattspyrnu í viðkomandi landi þegar lið þess kemst á HM. Hann sagði að ákvörðun ætti ekki að vera fjáhagslegs eðlis þó svo að tekjur FIFA af stærri HM myndu stóraukast. Samkvæmt rannsókn FIFA er búist við að heildartekjur sambandsins af 48 liða HM verði 638 milljarðar króna og aukist þar með um 62 milljarða króna.
Fótbolti Tengdar fréttir Forseti FIFA segir meirihluta knattspyrnusambanda heims styðja 48 þjóða HM Það lítur flest út fyrir það að heimsmeistaramótið í knattspyrnu verði orðin 48 þjóða keppni áður en langt um líður. 28. desember 2016 10:00 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Forseti FIFA segir meirihluta knattspyrnusambanda heims styðja 48 þjóða HM Það lítur flest út fyrir það að heimsmeistaramótið í knattspyrnu verði orðin 48 þjóða keppni áður en langt um líður. 28. desember 2016 10:00