Munu ekki fá úr því skorið hvort slökkt var á síma Birnu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. janúar 2017 14:00 Lögreglan fékk ýmsar mikilvægar upplýsingar fyrir rannsókn málsins með því að skoða gögn tengd farsíma Birnu. vísir/fréttablaðið Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, segir lögregluna hafa undir höndum gögn úr farsímum mannanna tveggja sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. Þau hafi hins vegar ekki komið að notum við að kortleggja ferðir rauða bílsins sem þeir höfðu á leigu á nokkurra klukkustunda tímabili laugardagsmorguninn 14. janúar svo lögreglan er litlu nær um hvert bílnum var ekið á milli klukkan 7 og 11:30. Sími Birnu er ekki fundinn segir Grímur. Þá mun lögreglan aldrei komast að því hvort að slökkt hafi verið á símanum handvirkt eða hann orðið batteríislaus en á fyrri blaðamannafundi lögreglunnar mánudaginn 16. janúar kom fram að slökkt hefði verið handvirkt á honum. Síðar sagði lögreglan að ekki væri hægt að fullyrða að það hafi verið gert en spurður nánar út í þetta segir Grímur að í raun muni aldrei fást úr því skorið hvort slökkt hafi verið á símanum eða hann orðið rafmagnslaus. „Við munum ekkert vita það því það er ákveðið merki sem síminn sendir frá sér þegar maður slekkur á honum og hann yfirgefur kerfið. Það er svo í raun sama merki sem síminn sendir frá sér þegar hann er að verða rafmagnslaus þannig að þetta var misskilningur hjá okkur þarna í upphafi að það væri hægt að sjá þetta,“ segir Grímur. Birnu var saknað í átta daga eða allt síðan aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og þar til lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita eftir hádegi síðastliðinn sunnudag. Lögreglan staðfesti í gær að ljóst væri af rannsókn réttarmeinafræðings að Birnu hefur verið ráðinn bani en vill að öðru leyti ekki tjá sig um niðurstöður þeirrar rannsóknar. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Úlpa skipverja á Polar Nanoq þvegin um morguninn Ekki liggur fyrir játning í máli tveggja skipverja sem sakaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Þriðji skipverjinn gaf sig fram við lögreglu vegna úlpu sem hann gleymdi í rauða Kia Rio bílnum. 26. janúar 2017 07:00 Telja að rauða bílnum hafi verið ekið allt að 150 kílómetra á laugardagsmorgninum Engar yfirheyrslur áætlaðar í dag yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 26. janúar 2017 11:11 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, segir lögregluna hafa undir höndum gögn úr farsímum mannanna tveggja sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. Þau hafi hins vegar ekki komið að notum við að kortleggja ferðir rauða bílsins sem þeir höfðu á leigu á nokkurra klukkustunda tímabili laugardagsmorguninn 14. janúar svo lögreglan er litlu nær um hvert bílnum var ekið á milli klukkan 7 og 11:30. Sími Birnu er ekki fundinn segir Grímur. Þá mun lögreglan aldrei komast að því hvort að slökkt hafi verið á símanum handvirkt eða hann orðið batteríislaus en á fyrri blaðamannafundi lögreglunnar mánudaginn 16. janúar kom fram að slökkt hefði verið handvirkt á honum. Síðar sagði lögreglan að ekki væri hægt að fullyrða að það hafi verið gert en spurður nánar út í þetta segir Grímur að í raun muni aldrei fást úr því skorið hvort slökkt hafi verið á símanum eða hann orðið rafmagnslaus. „Við munum ekkert vita það því það er ákveðið merki sem síminn sendir frá sér þegar maður slekkur á honum og hann yfirgefur kerfið. Það er svo í raun sama merki sem síminn sendir frá sér þegar hann er að verða rafmagnslaus þannig að þetta var misskilningur hjá okkur þarna í upphafi að það væri hægt að sjá þetta,“ segir Grímur. Birnu var saknað í átta daga eða allt síðan aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og þar til lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita eftir hádegi síðastliðinn sunnudag. Lögreglan staðfesti í gær að ljóst væri af rannsókn réttarmeinafræðings að Birnu hefur verið ráðinn bani en vill að öðru leyti ekki tjá sig um niðurstöður þeirrar rannsóknar.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Úlpa skipverja á Polar Nanoq þvegin um morguninn Ekki liggur fyrir játning í máli tveggja skipverja sem sakaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Þriðji skipverjinn gaf sig fram við lögreglu vegna úlpu sem hann gleymdi í rauða Kia Rio bílnum. 26. janúar 2017 07:00 Telja að rauða bílnum hafi verið ekið allt að 150 kílómetra á laugardagsmorgninum Engar yfirheyrslur áætlaðar í dag yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 26. janúar 2017 11:11 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Sjá meira
Úlpa skipverja á Polar Nanoq þvegin um morguninn Ekki liggur fyrir játning í máli tveggja skipverja sem sakaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Þriðji skipverjinn gaf sig fram við lögreglu vegna úlpu sem hann gleymdi í rauða Kia Rio bílnum. 26. janúar 2017 07:00
Telja að rauða bílnum hafi verið ekið allt að 150 kílómetra á laugardagsmorgninum Engar yfirheyrslur áætlaðar í dag yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 26. janúar 2017 11:11