Aukin aðsókn á sjálfsvarnarnámskeið eftir hvarf Birnu Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 25. janúar 2017 22:00 Aukin aðsókn hefur verið á sjálfsvarnarnámskeið undanfarna daga, eða frá því að Birna Brjánsdóttir hvarf í miðborg Reykjavíkur. Formaður ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar segir að mikilvægt sé að borgarbúar treysti því öryggiskerfi sem sé til staðar, en að stórauka þurfi fræðslu um öryggismál. Þó að Reykjavík sé ein af öruggustu borgum heims hefur hvarf Birnu Brjánsdóttur skapað töluverða umræðu um hvað mætti betur fara í öryggismálum í miðborginni. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, sagði í viðtali á Vísi í gær að á milli 70 og 80 prósent kvenna 18 ára og eldri upplifðu sig óöruggar einar á gangi, og um þriðjungur karla. Formaður ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar segir að borgin geti gert heilmikið til að auka öryggi, og nefnir meðal annars aukna götulýsingu, betra samstarf við skemmtistaði og fleiri öryggismyndavélar. „Aðalmálið til þess að koma í veg fyrir ofbeldi er fræðsla. Þar verðum við að standa okkur ennþá betur en við höfum gert,“ segir Heiða Björg Heimisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar. Borgin, skóla og frístundasvið, neyðarmóttaka og lögregla munu funda um aukna fræðslu í öryggismálum eftir helgi. „Við sjáum að tilkynningum til lögreglu eru ekki að aukast en okkur sýnist að tilkynningum til neyðarmóttöku séu að aukast. Við viljum líka að fólk treysti kerfinu. Það viti að það er hægt að leita eitthvað,“ segir Heiða BjörgKonur á aldrinum 20 til 40 ára sækja í sjálfsvarnarnámskeiðKonur eru líklegri en karlar til að upplifa óöryggi í miðbæ Reykjavíkur að kvöldi eða næturlagu. Undanfarna daga hefur orðið ákveðin vitundarvakning um þetta og aukin áhugi hefur orðið á námskeiðum í sjálfsvörn. Jón Viðar Arnþórsson hefur haldið fjölmörg sjálfsvarnarnámskeið undanfarin ár en segist aldrei hafa fundið fyrir jafn miklum áhuga og undanfarna daga, bæði frá einstaklingum og hópum. „Það er búið að hafa mikið samband við okkur, bæði við mig sjálfan og fleiri starfsmenn í Mjölni. Í hvert sinn sem það verður gróft ofbeldisbrot eða slæmt gerist finnum við að fleiri hafa samband við okkur,“ segir Jón Viðar. Hann segir að konur á aldrinum tuttugu til fjörtíu ára séu mikill meirihluti þeirra sem hafi undanfarna daga sýnt því áhuga að læra sjálfsvörn. „Aðstæður eru breyttar í Reykjavík og fólk er ekki óhult eitt. Grunnatriði ef að manni vill líða vel og vera öruggur er hvar sem er að maður geti varið sig og sé vanur að takast á.“ Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Konur óttast um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur: Ganga í tvennum sokkabuxum og með lykla milli fingranna Konur eru líklegri en karlar til að upplifa óöryggi í miðbæ Reykjavík að kvöld- eða næturlagi. Þá grípa konur oft til ráðstafana ef ske kynni að ráðist yrði á þær. 24. janúar 2017 15:30 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Aukin aðsókn hefur verið á sjálfsvarnarnámskeið undanfarna daga, eða frá því að Birna Brjánsdóttir hvarf í miðborg Reykjavíkur. Formaður ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar segir að mikilvægt sé að borgarbúar treysti því öryggiskerfi sem sé til staðar, en að stórauka þurfi fræðslu um öryggismál. Þó að Reykjavík sé ein af öruggustu borgum heims hefur hvarf Birnu Brjánsdóttur skapað töluverða umræðu um hvað mætti betur fara í öryggismálum í miðborginni. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, sagði í viðtali á Vísi í gær að á milli 70 og 80 prósent kvenna 18 ára og eldri upplifðu sig óöruggar einar á gangi, og um þriðjungur karla. Formaður ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar segir að borgin geti gert heilmikið til að auka öryggi, og nefnir meðal annars aukna götulýsingu, betra samstarf við skemmtistaði og fleiri öryggismyndavélar. „Aðalmálið til þess að koma í veg fyrir ofbeldi er fræðsla. Þar verðum við að standa okkur ennþá betur en við höfum gert,“ segir Heiða Björg Heimisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar. Borgin, skóla og frístundasvið, neyðarmóttaka og lögregla munu funda um aukna fræðslu í öryggismálum eftir helgi. „Við sjáum að tilkynningum til lögreglu eru ekki að aukast en okkur sýnist að tilkynningum til neyðarmóttöku séu að aukast. Við viljum líka að fólk treysti kerfinu. Það viti að það er hægt að leita eitthvað,“ segir Heiða BjörgKonur á aldrinum 20 til 40 ára sækja í sjálfsvarnarnámskeiðKonur eru líklegri en karlar til að upplifa óöryggi í miðbæ Reykjavíkur að kvöldi eða næturlagu. Undanfarna daga hefur orðið ákveðin vitundarvakning um þetta og aukin áhugi hefur orðið á námskeiðum í sjálfsvörn. Jón Viðar Arnþórsson hefur haldið fjölmörg sjálfsvarnarnámskeið undanfarin ár en segist aldrei hafa fundið fyrir jafn miklum áhuga og undanfarna daga, bæði frá einstaklingum og hópum. „Það er búið að hafa mikið samband við okkur, bæði við mig sjálfan og fleiri starfsmenn í Mjölni. Í hvert sinn sem það verður gróft ofbeldisbrot eða slæmt gerist finnum við að fleiri hafa samband við okkur,“ segir Jón Viðar. Hann segir að konur á aldrinum tuttugu til fjörtíu ára séu mikill meirihluti þeirra sem hafi undanfarna daga sýnt því áhuga að læra sjálfsvörn. „Aðstæður eru breyttar í Reykjavík og fólk er ekki óhult eitt. Grunnatriði ef að manni vill líða vel og vera öruggur er hvar sem er að maður geti varið sig og sé vanur að takast á.“
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Konur óttast um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur: Ganga í tvennum sokkabuxum og með lykla milli fingranna Konur eru líklegri en karlar til að upplifa óöryggi í miðbæ Reykjavík að kvöld- eða næturlagi. Þá grípa konur oft til ráðstafana ef ske kynni að ráðist yrði á þær. 24. janúar 2017 15:30 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Konur óttast um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur: Ganga í tvennum sokkabuxum og með lykla milli fingranna Konur eru líklegri en karlar til að upplifa óöryggi í miðbæ Reykjavík að kvöld- eða næturlagi. Þá grípa konur oft til ráðstafana ef ske kynni að ráðist yrði á þær. 24. janúar 2017 15:30