Hinn skipverjinn yfirheyrður í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2017 10:01 Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknarinnar. Fréttablaðið/Anton Brink Annar maðurinn sem grunaður er um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur verður yfirheyrður í dag. Hinn maðurinn var yfirheyrður í gær og stóðu yfirheyrslur fram eftir degi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var Thomas Möller yfirheyrður í gær og verður þá Nikolaj Olsen yfirheyrður í dag. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni, kveðst eiga von á því að yfirheyrslur í dag fari fram á Litla-Hrauni, líkt og í gær, en sakborningarnir sitja þar í einangrun eftir að hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 2. febrúar. Að sögn Gríms liggur ekki fyrir játning í málinu. Hann vill að öðru leyti tjá sig lítið um rannsóknina en segir þó að lögreglan sé litlu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins laugardagsmorguninn 14. janúar. „Það hefur ekki bæst neitt í það en við erum bara að vinna úr gögnum sem við höfum aflað síðustu daga og eins og fram hefur komið er þetta gríðarlegt magn af myndefni,“ segir Grímur. Aðspurður hvort að einhverjar upplýsingar hafi fengist um ferðir rauða bílsins í yfirheyrslum í gær segir Grímur svo ekki vera. Búið er að staðfesta það að líkið sem fannst við Selvogsvita á sunnudag sé af Birnu. Varðandi það hvar því var komið fyrir og hvort að lögreglan sé einhverju nær um það segir Grímur: „Við vinnum eftir ákveðinni hugmynd í því sambandi án þess að ég geti farið nánar út í það.“ Þá vill Grímur ekki staðfesta að skilríki Birnu hafi fundist um borð í Polar Nanoq og segir að lögreglan vilji alls ekki gefa upp hvað hafi fundist í grænlenska togaranum. Ekki sé gott að sönnunargögn séu til umræðu. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Annar sakborninganna hringdi í íslenska vinkonu meðan Birna var í bílnum Annar skipverjanna sem grunaðir eru um aðild að máli Birnu Brjánsdóttur reyndi ítrekað að ná tali af íslenskri vinkonu að morgni 14. janúar. 24. janúar 2017 16:41 Gætu borið mismikla ábyrgð í málinu Mennirnir tveir, sem grunaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hafa setið nánast afskiptalausir í einangrun í þrjá daga. Þeir verða yfirheyrðir í dag. Lögregla rannsakar hlut hvors þeirra fyrir sig í málinu. 24. janúar 2017 07:00 Dánarorsök Birnu ekki gefin upp Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á dauða Birnu Brjánsdóttur, segir að lögreglan hyggist ekki tjá sig um bráðabirgðaniðurstöðu úr krufningu á líki hennar sem gerð var í gærkvöldi. 24. janúar 2017 10:13 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Annar maðurinn sem grunaður er um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur verður yfirheyrður í dag. Hinn maðurinn var yfirheyrður í gær og stóðu yfirheyrslur fram eftir degi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var Thomas Möller yfirheyrður í gær og verður þá Nikolaj Olsen yfirheyrður í dag. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni, kveðst eiga von á því að yfirheyrslur í dag fari fram á Litla-Hrauni, líkt og í gær, en sakborningarnir sitja þar í einangrun eftir að hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 2. febrúar. Að sögn Gríms liggur ekki fyrir játning í málinu. Hann vill að öðru leyti tjá sig lítið um rannsóknina en segir þó að lögreglan sé litlu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins laugardagsmorguninn 14. janúar. „Það hefur ekki bæst neitt í það en við erum bara að vinna úr gögnum sem við höfum aflað síðustu daga og eins og fram hefur komið er þetta gríðarlegt magn af myndefni,“ segir Grímur. Aðspurður hvort að einhverjar upplýsingar hafi fengist um ferðir rauða bílsins í yfirheyrslum í gær segir Grímur svo ekki vera. Búið er að staðfesta það að líkið sem fannst við Selvogsvita á sunnudag sé af Birnu. Varðandi það hvar því var komið fyrir og hvort að lögreglan sé einhverju nær um það segir Grímur: „Við vinnum eftir ákveðinni hugmynd í því sambandi án þess að ég geti farið nánar út í það.“ Þá vill Grímur ekki staðfesta að skilríki Birnu hafi fundist um borð í Polar Nanoq og segir að lögreglan vilji alls ekki gefa upp hvað hafi fundist í grænlenska togaranum. Ekki sé gott að sönnunargögn séu til umræðu.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Annar sakborninganna hringdi í íslenska vinkonu meðan Birna var í bílnum Annar skipverjanna sem grunaðir eru um aðild að máli Birnu Brjánsdóttur reyndi ítrekað að ná tali af íslenskri vinkonu að morgni 14. janúar. 24. janúar 2017 16:41 Gætu borið mismikla ábyrgð í málinu Mennirnir tveir, sem grunaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hafa setið nánast afskiptalausir í einangrun í þrjá daga. Þeir verða yfirheyrðir í dag. Lögregla rannsakar hlut hvors þeirra fyrir sig í málinu. 24. janúar 2017 07:00 Dánarorsök Birnu ekki gefin upp Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á dauða Birnu Brjánsdóttur, segir að lögreglan hyggist ekki tjá sig um bráðabirgðaniðurstöðu úr krufningu á líki hennar sem gerð var í gærkvöldi. 24. janúar 2017 10:13 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Annar sakborninganna hringdi í íslenska vinkonu meðan Birna var í bílnum Annar skipverjanna sem grunaðir eru um aðild að máli Birnu Brjánsdóttur reyndi ítrekað að ná tali af íslenskri vinkonu að morgni 14. janúar. 24. janúar 2017 16:41
Gætu borið mismikla ábyrgð í málinu Mennirnir tveir, sem grunaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hafa setið nánast afskiptalausir í einangrun í þrjá daga. Þeir verða yfirheyrðir í dag. Lögregla rannsakar hlut hvors þeirra fyrir sig í málinu. 24. janúar 2017 07:00
Dánarorsök Birnu ekki gefin upp Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á dauða Birnu Brjánsdóttur, segir að lögreglan hyggist ekki tjá sig um bráðabirgðaniðurstöðu úr krufningu á líki hennar sem gerð var í gærkvöldi. 24. janúar 2017 10:13