Rannsaka aðflugsleiðir yfir Hvassahrauni Svavar Hávarðsson skrifar 23. janúar 2017 07:00 Gert er ráð fyrir að yfirflugið standi með hléum um nokkurra vikna og mánaða skeið. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur sent Samgöngustofu beiðni um að hefja flugprófanir yfir Hvassahrauni. Tilgangur þeirra er að meta veðuraðstæður í aðflugi að ímynduðum flugvelli í hrauninu. Þetta kemur fram í skrifum Ásgeirs Eiríkssonar, bæjarstjóra í Vogum, en Samgöngustofa hefur sent sveitarfélögum á svæðinu upplýsingar um áformin. Kemur fram að hannaðir hafa verið flugferlar að þremur flugbrautum, sem Icelandair hyggst fljúga aðflug að. Í þessum flugprófunum felst að flogið verður allt niður í 500 feta hæð sem samsvarar um 152 metra hæð yfir jörðu. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu verður flugið framkvæmt í fullu samræmi við gildandi flugreglur en ljóst að þotum Icelandair verður flogið lægra en vant er á þessu svæði. Það var niðurstaða svokallaðrar Rögnunefndar að flugvöllur í Hvassahrauni væri vænlegasti kosturinn fyrir nýjan innanlandsflugvöll í jaðri höfuðborgarsvæðisins, kæmi til þess að Reykjavíkurflugvöllur yrði aflagður í núverandi mynd. Nefndin skoðaði fjóra kosti fyrir þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. Taldi nefndin alla staðina geta rúmað flugvöllinn en Hólmsheiðin var talin einna sísti valkosturinn. Hinir voru Bessastaðanes, Löngusker og breyttar útfærslur flugvallar í Vatnsmýri.Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að eðli málsins samkvæmt hafi verið leitað allra nauðsynlegra heimilda til þess að framkvæma rannsóknirnar og forsvarsmenn sveitarfélaga í nágrenninu því upplýstir. „Það er því af okkar hálfu ekkert nýtt að gerast. Flugið er ekki hafið og ég get ekki tilgreint neinar tímasetningar, það fer eftir veðri, stöðu flugvéla, flugmanna og svo framvegis,“ segir Guðjón og vísar til fréttatilkynningar frá því í nóvember. Þar sagði frá áformum félagsins um að gera veðurfarsrannsóknir við Hvassahraun, en Rögnunefndin lagði til í lokaskýrslu sinni að „flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð með nauðsynlegum rannsóknum …“ Flugprófanirnar fara þannig fram að flugvélum frá Icelandair, sem ekki eru í áætlunarflugi, verður flogið eftir þeim aðflugsferlum sem eru fyrirséðir á nýju mögulegu flugvallarstæði. Tækjabúnaður um borð í vélunum mun nema og skrá mismunandi veðuraðstæður á svæðinu. Gert er ráð fyrir að yfirflugið standi með hléum um nokkurra vikna og mánaða skeið, og tekur þá við úrvinnsla úr rannsóknarvinnunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Icelandair hefur sent Samgöngustofu beiðni um að hefja flugprófanir yfir Hvassahrauni. Tilgangur þeirra er að meta veðuraðstæður í aðflugi að ímynduðum flugvelli í hrauninu. Þetta kemur fram í skrifum Ásgeirs Eiríkssonar, bæjarstjóra í Vogum, en Samgöngustofa hefur sent sveitarfélögum á svæðinu upplýsingar um áformin. Kemur fram að hannaðir hafa verið flugferlar að þremur flugbrautum, sem Icelandair hyggst fljúga aðflug að. Í þessum flugprófunum felst að flogið verður allt niður í 500 feta hæð sem samsvarar um 152 metra hæð yfir jörðu. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu verður flugið framkvæmt í fullu samræmi við gildandi flugreglur en ljóst að þotum Icelandair verður flogið lægra en vant er á þessu svæði. Það var niðurstaða svokallaðrar Rögnunefndar að flugvöllur í Hvassahrauni væri vænlegasti kosturinn fyrir nýjan innanlandsflugvöll í jaðri höfuðborgarsvæðisins, kæmi til þess að Reykjavíkurflugvöllur yrði aflagður í núverandi mynd. Nefndin skoðaði fjóra kosti fyrir þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. Taldi nefndin alla staðina geta rúmað flugvöllinn en Hólmsheiðin var talin einna sísti valkosturinn. Hinir voru Bessastaðanes, Löngusker og breyttar útfærslur flugvallar í Vatnsmýri.Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að eðli málsins samkvæmt hafi verið leitað allra nauðsynlegra heimilda til þess að framkvæma rannsóknirnar og forsvarsmenn sveitarfélaga í nágrenninu því upplýstir. „Það er því af okkar hálfu ekkert nýtt að gerast. Flugið er ekki hafið og ég get ekki tilgreint neinar tímasetningar, það fer eftir veðri, stöðu flugvéla, flugmanna og svo framvegis,“ segir Guðjón og vísar til fréttatilkynningar frá því í nóvember. Þar sagði frá áformum félagsins um að gera veðurfarsrannsóknir við Hvassahraun, en Rögnunefndin lagði til í lokaskýrslu sinni að „flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð með nauðsynlegum rannsóknum …“ Flugprófanirnar fara þannig fram að flugvélum frá Icelandair, sem ekki eru í áætlunarflugi, verður flogið eftir þeim aðflugsferlum sem eru fyrirséðir á nýju mögulegu flugvallarstæði. Tækjabúnaður um borð í vélunum mun nema og skrá mismunandi veðuraðstæður á svæðinu. Gert er ráð fyrir að yfirflugið standi með hléum um nokkurra vikna og mánaða skeið, og tekur þá við úrvinnsla úr rannsóknarvinnunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira