Margmenni á Austurvelli mótmælti Donald Trump: „Eigum að sýna börnunum okkar að hatur eigi aldrei rétt á sér“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. janúar 2017 16:34 Xárene telur að um tvö hundruð manns hafi verið á mótmælunum gegn Donald Trump í dag. Vísir/Arnar Margmenni mætti í miðbæ Reykjavíkur í dag til að taka þátt í mótmælum kvenna gegn Donald Trump, 45. forseta Bandaríkjanna. Mótmælin voru meðal annars skipulögð af Kvenréttindafélagi Íslands. Sams konar mótmælagöngur fóru fram í rúmlega 160 borgum í öllum heimsálfum í dag og er talið að rúmlega 1,5 milljónir kvenna mótmæli Trump í dag. Forsetinn hefur verið gagnrýndur víða fyrir kvenfyrirlitningu með orðum sínum og gjörðum í kosningabaráttunni en einnig hefur hann verið gagnrýndur fyrir að virða að vettugi mannréttindi jaðarhópa, líkt og samkynhneigða, en öll umfjöllun um málefni hinsegin fólks í Bandaríkjunum var í gær fjarlægð af síðu Hvíta hússins.Sjá einnig: Konur um allan heim mótmæla Donald TrumpMótmælin í Reykjavík í dag hófust klukkan 14 samkvæmt Facebook-síðu viðburðarins og var gengið frá Arnarhóli að Austurvelli. Mótmælendur báru skilti með áletrunum þar sem kynjamisrétti var gagnrýnt. Ein af forsvarskonum göngunnar í Reykjavík var Xárene Eskandar. Í samtali við Vísi segir Xárene að hún hafi ákveðið að skipuleggja gönguna eftir að hún uppgötvaði fyrir viku síðan að engin slík mótmæli ættu að fara fram hér á landi, en Xárene er frá Bandaríkjunum. Henni hefði þótt það skylda sín að mótmæla útlendingaandúð og kvenhatri. Hún var hrærð yfir viðtökunum en hún telur að um tvö hundruð manns hafi mætt á mótmælin. „Fjögurra ára gömul stelpa kom og þakkaði mér fyrir að hafa skipulagt mótmælin. Þá er sigurinn unninn, því við eigum að sýna börnunum okkar fram á að hatur í garð kvenna og minnihlutahópa eigi aldrei rétt á sér.“ Xárene hélt ræðu á Austurvelli frammi fyrir mótmælendunum en ásamt henni héldu ræðu þau Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, stjórnandi Kvenréttindasamtaka Íslands, Hilmar Bjarni Hilmarsson formaður femínístafélags Háskóla Íslands, Paul Fontaine ritstjóri Grapevine, Guðrún Inga Ingólfsdóttir og Randi W. Stebbins frá Háskóla Reykjavíkur. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Sjá meira
Margmenni mætti í miðbæ Reykjavíkur í dag til að taka þátt í mótmælum kvenna gegn Donald Trump, 45. forseta Bandaríkjanna. Mótmælin voru meðal annars skipulögð af Kvenréttindafélagi Íslands. Sams konar mótmælagöngur fóru fram í rúmlega 160 borgum í öllum heimsálfum í dag og er talið að rúmlega 1,5 milljónir kvenna mótmæli Trump í dag. Forsetinn hefur verið gagnrýndur víða fyrir kvenfyrirlitningu með orðum sínum og gjörðum í kosningabaráttunni en einnig hefur hann verið gagnrýndur fyrir að virða að vettugi mannréttindi jaðarhópa, líkt og samkynhneigða, en öll umfjöllun um málefni hinsegin fólks í Bandaríkjunum var í gær fjarlægð af síðu Hvíta hússins.Sjá einnig: Konur um allan heim mótmæla Donald TrumpMótmælin í Reykjavík í dag hófust klukkan 14 samkvæmt Facebook-síðu viðburðarins og var gengið frá Arnarhóli að Austurvelli. Mótmælendur báru skilti með áletrunum þar sem kynjamisrétti var gagnrýnt. Ein af forsvarskonum göngunnar í Reykjavík var Xárene Eskandar. Í samtali við Vísi segir Xárene að hún hafi ákveðið að skipuleggja gönguna eftir að hún uppgötvaði fyrir viku síðan að engin slík mótmæli ættu að fara fram hér á landi, en Xárene er frá Bandaríkjunum. Henni hefði þótt það skylda sín að mótmæla útlendingaandúð og kvenhatri. Hún var hrærð yfir viðtökunum en hún telur að um tvö hundruð manns hafi mætt á mótmælin. „Fjögurra ára gömul stelpa kom og þakkaði mér fyrir að hafa skipulagt mótmælin. Þá er sigurinn unninn, því við eigum að sýna börnunum okkar fram á að hatur í garð kvenna og minnihlutahópa eigi aldrei rétt á sér.“ Xárene hélt ræðu á Austurvelli frammi fyrir mótmælendunum en ásamt henni héldu ræðu þau Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, stjórnandi Kvenréttindasamtaka Íslands, Hilmar Bjarni Hilmarsson formaður femínístafélags Háskóla Íslands, Paul Fontaine ritstjóri Grapevine, Guðrún Inga Ingólfsdóttir og Randi W. Stebbins frá Háskóla Reykjavíkur.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent