Margmenni á Austurvelli mótmælti Donald Trump: „Eigum að sýna börnunum okkar að hatur eigi aldrei rétt á sér“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. janúar 2017 16:34 Xárene telur að um tvö hundruð manns hafi verið á mótmælunum gegn Donald Trump í dag. Vísir/Arnar Margmenni mætti í miðbæ Reykjavíkur í dag til að taka þátt í mótmælum kvenna gegn Donald Trump, 45. forseta Bandaríkjanna. Mótmælin voru meðal annars skipulögð af Kvenréttindafélagi Íslands. Sams konar mótmælagöngur fóru fram í rúmlega 160 borgum í öllum heimsálfum í dag og er talið að rúmlega 1,5 milljónir kvenna mótmæli Trump í dag. Forsetinn hefur verið gagnrýndur víða fyrir kvenfyrirlitningu með orðum sínum og gjörðum í kosningabaráttunni en einnig hefur hann verið gagnrýndur fyrir að virða að vettugi mannréttindi jaðarhópa, líkt og samkynhneigða, en öll umfjöllun um málefni hinsegin fólks í Bandaríkjunum var í gær fjarlægð af síðu Hvíta hússins.Sjá einnig: Konur um allan heim mótmæla Donald TrumpMótmælin í Reykjavík í dag hófust klukkan 14 samkvæmt Facebook-síðu viðburðarins og var gengið frá Arnarhóli að Austurvelli. Mótmælendur báru skilti með áletrunum þar sem kynjamisrétti var gagnrýnt. Ein af forsvarskonum göngunnar í Reykjavík var Xárene Eskandar. Í samtali við Vísi segir Xárene að hún hafi ákveðið að skipuleggja gönguna eftir að hún uppgötvaði fyrir viku síðan að engin slík mótmæli ættu að fara fram hér á landi, en Xárene er frá Bandaríkjunum. Henni hefði þótt það skylda sín að mótmæla útlendingaandúð og kvenhatri. Hún var hrærð yfir viðtökunum en hún telur að um tvö hundruð manns hafi mætt á mótmælin. „Fjögurra ára gömul stelpa kom og þakkaði mér fyrir að hafa skipulagt mótmælin. Þá er sigurinn unninn, því við eigum að sýna börnunum okkar fram á að hatur í garð kvenna og minnihlutahópa eigi aldrei rétt á sér.“ Xárene hélt ræðu á Austurvelli frammi fyrir mótmælendunum en ásamt henni héldu ræðu þau Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, stjórnandi Kvenréttindasamtaka Íslands, Hilmar Bjarni Hilmarsson formaður femínístafélags Háskóla Íslands, Paul Fontaine ritstjóri Grapevine, Guðrún Inga Ingólfsdóttir og Randi W. Stebbins frá Háskóla Reykjavíkur. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Margmenni mætti í miðbæ Reykjavíkur í dag til að taka þátt í mótmælum kvenna gegn Donald Trump, 45. forseta Bandaríkjanna. Mótmælin voru meðal annars skipulögð af Kvenréttindafélagi Íslands. Sams konar mótmælagöngur fóru fram í rúmlega 160 borgum í öllum heimsálfum í dag og er talið að rúmlega 1,5 milljónir kvenna mótmæli Trump í dag. Forsetinn hefur verið gagnrýndur víða fyrir kvenfyrirlitningu með orðum sínum og gjörðum í kosningabaráttunni en einnig hefur hann verið gagnrýndur fyrir að virða að vettugi mannréttindi jaðarhópa, líkt og samkynhneigða, en öll umfjöllun um málefni hinsegin fólks í Bandaríkjunum var í gær fjarlægð af síðu Hvíta hússins.Sjá einnig: Konur um allan heim mótmæla Donald TrumpMótmælin í Reykjavík í dag hófust klukkan 14 samkvæmt Facebook-síðu viðburðarins og var gengið frá Arnarhóli að Austurvelli. Mótmælendur báru skilti með áletrunum þar sem kynjamisrétti var gagnrýnt. Ein af forsvarskonum göngunnar í Reykjavík var Xárene Eskandar. Í samtali við Vísi segir Xárene að hún hafi ákveðið að skipuleggja gönguna eftir að hún uppgötvaði fyrir viku síðan að engin slík mótmæli ættu að fara fram hér á landi, en Xárene er frá Bandaríkjunum. Henni hefði þótt það skylda sín að mótmæla útlendingaandúð og kvenhatri. Hún var hrærð yfir viðtökunum en hún telur að um tvö hundruð manns hafi mætt á mótmælin. „Fjögurra ára gömul stelpa kom og þakkaði mér fyrir að hafa skipulagt mótmælin. Þá er sigurinn unninn, því við eigum að sýna börnunum okkar fram á að hatur í garð kvenna og minnihlutahópa eigi aldrei rétt á sér.“ Xárene hélt ræðu á Austurvelli frammi fyrir mótmælendunum en ásamt henni héldu ræðu þau Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, stjórnandi Kvenréttindasamtaka Íslands, Hilmar Bjarni Hilmarsson formaður femínístafélags Háskóla Íslands, Paul Fontaine ritstjóri Grapevine, Guðrún Inga Ingólfsdóttir og Randi W. Stebbins frá Háskóla Reykjavíkur.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira