Blóð fannst í Kia Rio bifreiðinni Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa 20. janúar 2017 19:21 Þetta er fyrsta örugga vísbendingin um að Birna hafi verið í bílnum á einhverju tímabili, og styður við farsímagögn sem lögregla hefur skoðað undanfarna daga. Vísir Lögreglan hefur fundið blóð í Kia Rio bifreiðinni sem annar Grænlendinganna sem nú er í gæsluvarðhaldi var með á leigu. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu er talið að blóðið sé úr Birnu Brjánsdóttur. Það á þó eftir að staðfesta það endanlega með DNA rannsóknum en sýnið var sent til útlanda til nánari greiningar eftir að lögregla haldlagði bifreiðina síðast liðinn þriðjudag. Áður hafði Vísir greint frá því að gögn hefðu fundist í bílnum sem bentu til þess að misindisverk hefði verið framið.Mennirnir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness en ákæruvaldið hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar og fer fram á gæsluvarðhald í fjórar vikur.Vísir/Anton BrinkBlóðsýni sent út til rannsóknar Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi, staðfestir við fréttastofu að blóðsýni hafi fundist í bílnum og það hafi verið sent út til rannsóknar. Þetta er besta vísbending lögreglu um að Birna hafi verið í bílnum á einhverju tímabili, og styður við farsímagögn sem lögregla hefur skoðað undanfarna daga. Mennirnir hafa verið úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald, en ákæruvaldið kærði úrskurð héraðsdóms og fer fram á fjóra vikur. Þeir eru grunaðir um manndráp. Mennirnir voru yfirheyrðir við komuna til landsins á miðvikudagskvöld, aftur í gær og yfirheyrslum var framhaldið í dag. Grímur Grímsson, sem stýrir rannókninni á hvarfi Birnu, reiknar ekki með því að yfirheyrslum verði framhaldið um helgina nema nýjar vísbendingar komi fram.Víðtæk leit um helgina Birna hvarf í miðbænum á aðfaranótt síðasta laugardags og ekkert hefur spurst til hennar síðan. Framundan er ein stærsta leitaraðgerð ef ekki sú stærsta á suðvesturhorni landsins á morgun.Þá hefur lögregla lýst eftir ökumanni hvítrar bifreiðar á hafnarsvæðinu í Hafnarfirði um klukkan 12:24 í hádeginu á laugardag. Sömuleiðis er óskað eftir því að eigendur bíla með myndavélabúnað, sem voru á ferðinni á suðvesturhorninu frá 7 til 11:30 á laugardagsmorgun, skoði upptökur í bílnum sínum. Í þeim tilgangi að athuga hvort rauðu Kia Rio bifreiðinni bregður fyrir. Birnu hefur verið saknað í tæpa viku en hún sást síðast á eftirlitsmyndavél á Laugavegi klukkan 05:25 að morgni laugardags. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49 Lögregla lýsir eftir ökumanni hvítrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. 20. janúar 2017 16:16 Skipverjarnir höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð Grænlensku skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir hafa verið í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að eiga aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð, sé miðað við það að Birna hverfur snemma á laugardagsmorgun og mennirnir eru ekki handteknir fyrr en um borð í Polar Nanoq fyrr en í hádeginu á miðvikudegi. 20. janúar 2017 11:45 Rauði bíllinn ekki á hafnarsvæðinu í um fjóra klukkutíma á laugardagsmorgun Lögregluna vantar upplýsingar um ferðir rauðu Kia Rio-bifreiðarinnar á milli klukkan 7 og 11:30. 20. janúar 2017 14:45 Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Lögreglan hefur fundið blóð í Kia Rio bifreiðinni sem annar Grænlendinganna sem nú er í gæsluvarðhaldi var með á leigu. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu er talið að blóðið sé úr Birnu Brjánsdóttur. Það á þó eftir að staðfesta það endanlega með DNA rannsóknum en sýnið var sent til útlanda til nánari greiningar eftir að lögregla haldlagði bifreiðina síðast liðinn þriðjudag. Áður hafði Vísir greint frá því að gögn hefðu fundist í bílnum sem bentu til þess að misindisverk hefði verið framið.Mennirnir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness en ákæruvaldið hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar og fer fram á gæsluvarðhald í fjórar vikur.Vísir/Anton BrinkBlóðsýni sent út til rannsóknar Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi, staðfestir við fréttastofu að blóðsýni hafi fundist í bílnum og það hafi verið sent út til rannsóknar. Þetta er besta vísbending lögreglu um að Birna hafi verið í bílnum á einhverju tímabili, og styður við farsímagögn sem lögregla hefur skoðað undanfarna daga. Mennirnir hafa verið úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald, en ákæruvaldið kærði úrskurð héraðsdóms og fer fram á fjóra vikur. Þeir eru grunaðir um manndráp. Mennirnir voru yfirheyrðir við komuna til landsins á miðvikudagskvöld, aftur í gær og yfirheyrslum var framhaldið í dag. Grímur Grímsson, sem stýrir rannókninni á hvarfi Birnu, reiknar ekki með því að yfirheyrslum verði framhaldið um helgina nema nýjar vísbendingar komi fram.Víðtæk leit um helgina Birna hvarf í miðbænum á aðfaranótt síðasta laugardags og ekkert hefur spurst til hennar síðan. Framundan er ein stærsta leitaraðgerð ef ekki sú stærsta á suðvesturhorni landsins á morgun.Þá hefur lögregla lýst eftir ökumanni hvítrar bifreiðar á hafnarsvæðinu í Hafnarfirði um klukkan 12:24 í hádeginu á laugardag. Sömuleiðis er óskað eftir því að eigendur bíla með myndavélabúnað, sem voru á ferðinni á suðvesturhorninu frá 7 til 11:30 á laugardagsmorgun, skoði upptökur í bílnum sínum. Í þeim tilgangi að athuga hvort rauðu Kia Rio bifreiðinni bregður fyrir. Birnu hefur verið saknað í tæpa viku en hún sást síðast á eftirlitsmyndavél á Laugavegi klukkan 05:25 að morgni laugardags.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49 Lögregla lýsir eftir ökumanni hvítrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. 20. janúar 2017 16:16 Skipverjarnir höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð Grænlensku skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir hafa verið í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að eiga aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð, sé miðað við það að Birna hverfur snemma á laugardagsmorgun og mennirnir eru ekki handteknir fyrr en um borð í Polar Nanoq fyrr en í hádeginu á miðvikudegi. 20. janúar 2017 11:45 Rauði bíllinn ekki á hafnarsvæðinu í um fjóra klukkutíma á laugardagsmorgun Lögregluna vantar upplýsingar um ferðir rauðu Kia Rio-bifreiðarinnar á milli klukkan 7 og 11:30. 20. janúar 2017 14:45 Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49
Lögregla lýsir eftir ökumanni hvítrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. 20. janúar 2017 16:16
Skipverjarnir höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð Grænlensku skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir hafa verið í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að eiga aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð, sé miðað við það að Birna hverfur snemma á laugardagsmorgun og mennirnir eru ekki handteknir fyrr en um borð í Polar Nanoq fyrr en í hádeginu á miðvikudegi. 20. janúar 2017 11:45
Rauði bíllinn ekki á hafnarsvæðinu í um fjóra klukkutíma á laugardagsmorgun Lögregluna vantar upplýsingar um ferðir rauðu Kia Rio-bifreiðarinnar á milli klukkan 7 og 11:30. 20. janúar 2017 14:45
Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45