Of gömul til að ákveða núna að verða goth Guðný Hrönn skrifar 20. janúar 2017 13:45 Leikkonan Saga Garðarsdóttir er viss um að Steypustöðin muni leggjast vel í landsmenn. Vísir/Ernir Leikkonan Saga Garðarsdóttir er ein þeirra sem fara með hlutverk í þáttunum Steypustöðinni sem hefja göngu sína á Stöð 2 í kvöld. Saga segir leikarateymið í þáttunum hafa náð einstaklega vel saman og í ferlinu komst hún að því að hún dýrkar Auðun Blöndal. „Þetta eru sem sagt sketsa-þættir sem Steindi, Sveppi og Auddi skrifa saman,“ segir leikkonan Saga um Steypustöðina en hún fer með hlutverk í þáttunum. „Og ég, Ágústa Eva og María Guðmundsdóttir leikum kvenhlutverkin. Þetta eru mjög fyndnir og súrir sketsar,“ segir Saga spurð um hvernig þætti sé að ræða. „Ég myndi segja að ég sé með leiksigur hvað varðar hissa-svip í þessum þáttum. Ég er alltaf alveg rosalega hissa á því sem strákarnir eru að gera. Uppáhaldssketsinn minn er þegar við Sveppi leikum par sem er að lýsa sínum fyrsta kossi. Þá geri ég líka alls konar svipbrigði sem ég held að muni öll slá í gegn. En uppáhaldið mitt í öllu ferlinu er þegar ég fæ að leika afgreiðslukonu í Fjarðarkaupum. Það er vissulega aukahlutverk en konan sem ég leik er goth-ari. Það augnablik endist kannski í fimm sekúndur, fimm yndislegar sekúndur,“ segir Saga sem gæti trúað að hún sé goth-ari inn við beinið. Henni þykir þó of seint að taka upp nýjan stíl núna. „Já, ég er komin á þann aldur að það er eiginlega of seint fyrir mig núna að prófa að vera goth-ari. Ég þarf að hafa afsökun fyrir að setja á mig svartan varalit og hleypa myrkrinu í gegn. En ég dýrkaði þetta hlutverk! Mig dreymir orðið um að sminka yfir freknurnar og leika eitthvað „dark“ og ógeðslegt.“Steypustöðin hefur göngu sína í kvöld.Saga segir hópinn á bak við Steypustöðina hafa smollið vel saman og að hún hafi skemmt sér vel við gerð þáttanna. „Ég vil meina að Steindi sé einn af mínum bestu vinum. Ég vona að hann sé sammála. Annað væri svo vandræðalegt. Svo finnst mér Sveppi fyndnasti maður Íslands. Ég reyni að hlæja ekki að öllu sem hann segir svo honum líði ekki óþægilega. En svo var ég bara að kynnast Auðuni Blöndal og ég dýrka hann. Núna vil ég bara fá hann yfir í minn vinahóp. Draga hann af Austri og fara með hann á erfitt gjörningakvöld í Mengi,“ segir Saga og hlær. Saga er vongóð um að þættirnir leggist vel í landsmenn. „Sko, á forsýningunni þá var ég svolítið stressuð. En Ágústa Eva kom til mín og spurði mig af hverju og þá áttaði ég mig. Ég meina, við skrifum þetta ekki, þannig að ef þetta fokkast allt upp þá segjum við: „Þeir sögðu mér að segja þetta.“ Núna er ég ekkert stressuð, bara spennt. Ég er fullviss um að þetta mun leggjast vel í alla. Svo vona ég að ég fái að vera með í skrifteyminu næst, til að auka fjölbreytileikann þar.“ Steypustöðin Mest lesið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Sjá meira
Leikkonan Saga Garðarsdóttir er ein þeirra sem fara með hlutverk í þáttunum Steypustöðinni sem hefja göngu sína á Stöð 2 í kvöld. Saga segir leikarateymið í þáttunum hafa náð einstaklega vel saman og í ferlinu komst hún að því að hún dýrkar Auðun Blöndal. „Þetta eru sem sagt sketsa-þættir sem Steindi, Sveppi og Auddi skrifa saman,“ segir leikkonan Saga um Steypustöðina en hún fer með hlutverk í þáttunum. „Og ég, Ágústa Eva og María Guðmundsdóttir leikum kvenhlutverkin. Þetta eru mjög fyndnir og súrir sketsar,“ segir Saga spurð um hvernig þætti sé að ræða. „Ég myndi segja að ég sé með leiksigur hvað varðar hissa-svip í þessum þáttum. Ég er alltaf alveg rosalega hissa á því sem strákarnir eru að gera. Uppáhaldssketsinn minn er þegar við Sveppi leikum par sem er að lýsa sínum fyrsta kossi. Þá geri ég líka alls konar svipbrigði sem ég held að muni öll slá í gegn. En uppáhaldið mitt í öllu ferlinu er þegar ég fæ að leika afgreiðslukonu í Fjarðarkaupum. Það er vissulega aukahlutverk en konan sem ég leik er goth-ari. Það augnablik endist kannski í fimm sekúndur, fimm yndislegar sekúndur,“ segir Saga sem gæti trúað að hún sé goth-ari inn við beinið. Henni þykir þó of seint að taka upp nýjan stíl núna. „Já, ég er komin á þann aldur að það er eiginlega of seint fyrir mig núna að prófa að vera goth-ari. Ég þarf að hafa afsökun fyrir að setja á mig svartan varalit og hleypa myrkrinu í gegn. En ég dýrkaði þetta hlutverk! Mig dreymir orðið um að sminka yfir freknurnar og leika eitthvað „dark“ og ógeðslegt.“Steypustöðin hefur göngu sína í kvöld.Saga segir hópinn á bak við Steypustöðina hafa smollið vel saman og að hún hafi skemmt sér vel við gerð þáttanna. „Ég vil meina að Steindi sé einn af mínum bestu vinum. Ég vona að hann sé sammála. Annað væri svo vandræðalegt. Svo finnst mér Sveppi fyndnasti maður Íslands. Ég reyni að hlæja ekki að öllu sem hann segir svo honum líði ekki óþægilega. En svo var ég bara að kynnast Auðuni Blöndal og ég dýrka hann. Núna vil ég bara fá hann yfir í minn vinahóp. Draga hann af Austri og fara með hann á erfitt gjörningakvöld í Mengi,“ segir Saga og hlær. Saga er vongóð um að þættirnir leggist vel í landsmenn. „Sko, á forsýningunni þá var ég svolítið stressuð. En Ágústa Eva kom til mín og spurði mig af hverju og þá áttaði ég mig. Ég meina, við skrifum þetta ekki, þannig að ef þetta fokkast allt upp þá segjum við: „Þeir sögðu mér að segja þetta.“ Núna er ég ekkert stressuð, bara spennt. Ég er fullviss um að þetta mun leggjast vel í alla. Svo vona ég að ég fái að vera með í skrifteyminu næst, til að auka fjölbreytileikann þar.“
Steypustöðin Mest lesið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Sjá meira