Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Donald Trump Bandaríkjaforseti var sagður vera fasisti, kvenhatari og rasisti á Alþingi í dag. Þar var einnig kallað eftir frekari aðgerðum Íslands til að mótmæla tilskipun forsetans um að banna fólki frá sjö ríkjum að koma til Bandaríkjanna.

Við ræðum við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra um stöðuna í bandarískum stjórnmálum í beinni útsendingu í fréttatímanum sem hefst klukkan 18:30.

Þar fjöllum við einnig um launalækkanir þingmanna sem taka gildi á morgun, uppbyggingu upp úr fátækt og drykkjuskap á Grænlandi og heimsækjum Kirkjuhúsið sögufræga við Laugaveg 31 sem nú er til sölu, þar sem Kirkjan hefur ekki ráð á að reka það lengur.

Þetta og margt fleira í fréttum á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×