Sneri erfiðleikum í sigur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. janúar 2017 10:15 Vilborg Arna hefur unnið þrekvirki á borð við að ganga yfir Grænlandsjökul og klífa 8.000 metra tind ein síns liðs. Vísir/Vilhelm Ég mun segja frá mínum veikustu augnablikum og hvernig ég hef náð að snúa þeim upp í sigurstundir á endanum,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari með meiru, þegar forvitnast er um framlag hennar í Lífsstílskaffi Gerðubergs annað kvöld, klukkan 20. Eitt skref í einu er yfirskrift þess. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. „Ég vil hjálpa fólki að komast yfir vissa hjalla þó allar dyr virðist lokaðar um tíma. Stundum þarf að hafa verulega mikið fyrir hlutunum,“ segir Vilborg Arna sem þekkir sitthvað um að setja sér markmið og fylgja þeim eftir. Hún gekk einsömul á suðurpólinn árið 2013 og hefur unnið ýmis önnur þrekvirki svo sem að ganga yfir Grænlandsjökul og klífa 8.000 metra tind ein síns liðs. Spurð hvenær hún hafi átt erfiðast svarar hún: „Ég hef upplifað náttúruhamfarir, slys á fólki og dauða. Þó ég hafi lifað af þá hef ég meiðst og þurft að takast á við erfiða hluti, bæði sálarlega og líkamlega. Árið 2014 varð átakanlegt slys á Everest þegar ég var þar. Stórt snjóflóð féll og 16 manns týndu lífi. Ég tók þátt í aðgerðum eftir flóðið.“ Ári síðar reið harður skjálfti yfir Nepal, sem hafði mikil áhrif, þar á meðal á Vilborgu Örnu og fleiri sem voru á Everestgöngu. „Ég lenti í skjálftanum en það varð mér til lífs að vera ekki stödd í grunnbúðunum akkúrat þá, þar fórust margir og það var rosaleg lífsreynsla að koma þangað niður, þegar allt var komið undir snjó og grjót sem þar hafði verið. Eftir svona atburði er mikið átak að koma sér af stað aftur en ef maður fær rétta hjálp þá gerast góðir hlutir.“ Vilborg Arna er nýbúin að stofna litla leiðangursferðaskrifstofu og er að fara með fyrstu tvo hópana til Nepals núna í mars. „Ég rek ferðaskrifstofuna bara í mínu nafni en annars heitir hún Náttúrubörn norðursins.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. janúar 2017. Fjallamennska Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Ég mun segja frá mínum veikustu augnablikum og hvernig ég hef náð að snúa þeim upp í sigurstundir á endanum,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari með meiru, þegar forvitnast er um framlag hennar í Lífsstílskaffi Gerðubergs annað kvöld, klukkan 20. Eitt skref í einu er yfirskrift þess. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. „Ég vil hjálpa fólki að komast yfir vissa hjalla þó allar dyr virðist lokaðar um tíma. Stundum þarf að hafa verulega mikið fyrir hlutunum,“ segir Vilborg Arna sem þekkir sitthvað um að setja sér markmið og fylgja þeim eftir. Hún gekk einsömul á suðurpólinn árið 2013 og hefur unnið ýmis önnur þrekvirki svo sem að ganga yfir Grænlandsjökul og klífa 8.000 metra tind ein síns liðs. Spurð hvenær hún hafi átt erfiðast svarar hún: „Ég hef upplifað náttúruhamfarir, slys á fólki og dauða. Þó ég hafi lifað af þá hef ég meiðst og þurft að takast á við erfiða hluti, bæði sálarlega og líkamlega. Árið 2014 varð átakanlegt slys á Everest þegar ég var þar. Stórt snjóflóð féll og 16 manns týndu lífi. Ég tók þátt í aðgerðum eftir flóðið.“ Ári síðar reið harður skjálfti yfir Nepal, sem hafði mikil áhrif, þar á meðal á Vilborgu Örnu og fleiri sem voru á Everestgöngu. „Ég lenti í skjálftanum en það varð mér til lífs að vera ekki stödd í grunnbúðunum akkúrat þá, þar fórust margir og það var rosaleg lífsreynsla að koma þangað niður, þegar allt var komið undir snjó og grjót sem þar hafði verið. Eftir svona atburði er mikið átak að koma sér af stað aftur en ef maður fær rétta hjálp þá gerast góðir hlutir.“ Vilborg Arna er nýbúin að stofna litla leiðangursferðaskrifstofu og er að fara með fyrstu tvo hópana til Nepals núna í mars. „Ég rek ferðaskrifstofuna bara í mínu nafni en annars heitir hún Náttúrubörn norðursins.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. janúar 2017.
Fjallamennska Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira