Innlent

Varað við stormi víða um land

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hvassviðri eða stormur verði sunnan til seint í kvöld og víða hvassir vindstrengir við fjöll.
Hvassviðri eða stormur verði sunnan til seint í kvöld og víða hvassir vindstrengir við fjöll. vísir/vilhelm
Veðurstofa Íslands varar við stormi víða um land í dag, meira en 20 metrum á sekúndu. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að vaxandi austanátt verði á landinu í dag með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu, fyrst sunnan til á landinu. Hvassviðri eða stormur verði sunnan til seint í kvöld og víða hvassir vindstrengir við fjöll.

Talsverð rigning eða slydda verður svo um landi suðaustanvert en annars verður minna um úrkomu. Veðrið fer svo norður yfir landið í nótt og fyrramálið. Á morgun dregur úr vindi og úrkomu með 8 til 15 metrum á sekúndu seinnipartinn, en hvassara verður á Vestfjörðum fram á kvöld. Þá hlýnar í veðri og verður hiti 0 til 7 stig þegar kemur fram á morgundaginn.

Veðurhorfur á landinu:

Vaxandi austanátt og hlýnar, 10-18 metrar á sekúndu síðdegis. Snjókoma og síðar slydda eða rigning sunnan- og austantil, en annars úrkomulítið. Austan 15-25 metrar á sekúndu þegar líður á kvöldið, hvassast syðst. Rigning eða talsverð rigning um landið sunnanvert og hiti 1 til 6 stig, en sjókoma eða slydda fyrir norðan og hiti kringum frostmark. Lægir á morgun og dregur úr úrkomu. Suðaustan 8-15 metrar á sekúndu síðdegis, en norðaustan 13-18 norðvestan til fram á kvöld. Rigning með köflum og hiti 0 til 7 stig, en þurrt að mestu á Norðurlandi.

Á þriðjudag:

Austlæg átt 15-23 metrar á sekúndu og rigning eða slydda, hiti 0 til 7 stig. Lægir smám saman þegar líður á daginn, styttir upp norðanlands, en áfram rigning fyrir sunnan.

Á miðvikudag:

Austlæg eða breytileg átt 5-10 metrar á sekúndu. Snjókoma eða slydda sunnan- og austanlands, en rigning við ströndina. Úrkomulítið norðan- og vestanlands. Hiti um og undir frostmarki.

Á fimmtudag:

Fremur hæg breytileg átt og úrkomulítið. Frost 0 til 5 stig, en sums staðar frostlaust við suðurströndina.

Á föstudag:

Austan- og norðaustanátt og dálítil snjókoma eða slydda í flestum landshlutum, en rigning við suður- og austurströndina. Hlýnar lítið eitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×