Faðir Birnu: Ég fordæmi þá hegðun að dæma heila þjóð vegna gjörða eins manns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. febrúar 2017 10:16 Nuuk á Grænlandi þangað sem konan var að fljúga á mánudaginn. vísir/Kristján már Grænlensk kona segist hafa lent í því að kallað var eftir henni á göngum Kringlunnar og Smáralindar á dögunum. Frá þessu segir Akureyringurinn Ragnhildur Stefánsdóttir sem hitti konuna, dapra og ráðvillta, á Reykjavíkurflugvelli á mánudag. Ragnhildur var að bíða eftir flugi til Akureyrar þegar öllu flugi norður var aflýst. Mjög fáir voru á flugvellinum að hennar sögn en þar var grænlensk kona sem virkaði ráðvillt. Ragnhildur gaf sig á tal við hana en sú grænlenska spurði hvort einhverjar upplýsingar væru um flugið til Nuuk. Það reyndist á áætlun.Vil ekki vera hér lengur Ragnhildur benti henni á hve heppin hún væri að komast heim til sín ólíkt Ragnhildi og vinkonum sem yrðu veðurtepptar í Reykjavík. „Já, ég vona að ég komist heim. Ég vil ekki vera hérna lengur, þetta var ekki mér að kenna.“ Átti hún þá við mál Birnu Brjánsdóttur en landi hennar er sakaður um manndráp. Upplýsti konan Ragnhildi um að hún hefði meðal annars orðið fyrir aðkasti í Kringlunni og Smáralind þar sem kallað hafi verið á eftir henni. „Vegna verknaðar stráks sem ég þekki ekki einu sinni,“ hefur Ragnhildur eftir þeirri grænlensku. Óhætt er að segja að Ragnhildur sé hneyksluð á þessum löndum sínum og lýsir þeim sem smáborgurum. „Ég er miður mín eftir að hafa hitt þessa konu, skil fullkomlega reiði fólks gagnvart gerandanum en við skulum ekki fordæma heila þjóð.“Grænlendingar eru vinir okkar Undir þetta tekur faðir Birnu, Brjánn Guðjónsson, sem deilir FB-færslu Ragnhildar sem Nútíminn birti í pistlaformi á vef sínum. „Ég fordæmi þá hegðun að dæma heila þjóð vegna gjörða eins manns,“ segir Brjánn. „Grænlendingar eru vinir okkar og við eigum að efla þann vinskap heldur en hitt.“ Fleiri dæmi eru um að Grænlendingar hafi orðið fyrir aðkasti hér á landi. Skipverji á grænlenska togaranum Reginu C fékk að heyra það í söluturni í Hafnarfirði þar sem tvær konur sögðu honum að vera úti. Grænlenska ríkisútvarpið flutti dramatíska frétt af málinu en skipstjórinn á Reginu C sagði úlfalda hafa verið gerðan úr mýflugu. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Grænlensk kona segist hafa lent í því að kallað var eftir henni á göngum Kringlunnar og Smáralindar á dögunum. Frá þessu segir Akureyringurinn Ragnhildur Stefánsdóttir sem hitti konuna, dapra og ráðvillta, á Reykjavíkurflugvelli á mánudag. Ragnhildur var að bíða eftir flugi til Akureyrar þegar öllu flugi norður var aflýst. Mjög fáir voru á flugvellinum að hennar sögn en þar var grænlensk kona sem virkaði ráðvillt. Ragnhildur gaf sig á tal við hana en sú grænlenska spurði hvort einhverjar upplýsingar væru um flugið til Nuuk. Það reyndist á áætlun.Vil ekki vera hér lengur Ragnhildur benti henni á hve heppin hún væri að komast heim til sín ólíkt Ragnhildi og vinkonum sem yrðu veðurtepptar í Reykjavík. „Já, ég vona að ég komist heim. Ég vil ekki vera hérna lengur, þetta var ekki mér að kenna.“ Átti hún þá við mál Birnu Brjánsdóttur en landi hennar er sakaður um manndráp. Upplýsti konan Ragnhildi um að hún hefði meðal annars orðið fyrir aðkasti í Kringlunni og Smáralind þar sem kallað hafi verið á eftir henni. „Vegna verknaðar stráks sem ég þekki ekki einu sinni,“ hefur Ragnhildur eftir þeirri grænlensku. Óhætt er að segja að Ragnhildur sé hneyksluð á þessum löndum sínum og lýsir þeim sem smáborgurum. „Ég er miður mín eftir að hafa hitt þessa konu, skil fullkomlega reiði fólks gagnvart gerandanum en við skulum ekki fordæma heila þjóð.“Grænlendingar eru vinir okkar Undir þetta tekur faðir Birnu, Brjánn Guðjónsson, sem deilir FB-færslu Ragnhildar sem Nútíminn birti í pistlaformi á vef sínum. „Ég fordæmi þá hegðun að dæma heila þjóð vegna gjörða eins manns,“ segir Brjánn. „Grænlendingar eru vinir okkar og við eigum að efla þann vinskap heldur en hitt.“ Fleiri dæmi eru um að Grænlendingar hafi orðið fyrir aðkasti hér á landi. Skipverji á grænlenska togaranum Reginu C fékk að heyra það í söluturni í Hafnarfirði þar sem tvær konur sögðu honum að vera úti. Grænlenska ríkisútvarpið flutti dramatíska frétt af málinu en skipstjórinn á Reginu C sagði úlfalda hafa verið gerðan úr mýflugu.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira