Viðskipti innlent

Investor ehf. kaupir Kornið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kornið - handverksbakarí hefur verið starfrækt í 36 ár.
Kornið - handverksbakarí hefur verið starfrækt í 36 ár. Vísir/Valli
Fjárfestingafélagið Investor ehf. hefur keypt Kornið - handverksbakarí. Kaupsamningur var undirritaður í upphafi ársins en Investor tekur yfir allan rekstur bakarísins, vörumerki og útsölustaði.

Investor tók við rekstrinum um síðustu mánaðarmót eftir að áreiðanleikakönnun hafði farið fram. Í tilkynningu frá nýjum eigendum segir að markmið þeirra sé að leggja áherslu á uppbyggingu fyrirtækisins með gæði og þjónustu að sjónarmiði.

Helga Kristín Jóhannsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Hún er með B.S. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.S. gráðu frá IE Business School í Madrid. Helga Kristín hefur undanfarin ár starfað sem sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf hjá PwC og áður m.a. sem vörustjóri SensorX hjá Marel og sérfræðingur á gæðasviði hjá Nóa Síríus.

Kornið - handverksbakarí var stofnað árið 1981. Baksturinn fer að mestu fram í Kópavogi. Fyrirtækið rekur tólf bakarí á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum undir merkjunum Kornið, Fjarðarbakarí, Árbæjarbakarí og Köku Kompaníið. Hjá fyrirtækinu starfa alls um 90 starfsmenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×