Líklegt að lögreglan muni ekki fá upplýsingar um ferðir rauða bílsins á laugardagsmorgninum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2017 13:19 Rauði Kia Rio bíllinn sem skipverjarnir óku úr miðbæ Reykjavíkur umræddan laugardag og talið er að Birna hafi verið í. Blóð hennar hefur fundist í bílnum. vísir Engar yfirheyrslur eru fyrirhugaðar í dag yfir manninum sem grunaður er um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur en hann situr í gæsluvarðhaldi og sætir einangrun vegna málsins. Ekki hefur verið ákveðið hvenær hann verður yfirheyrður næst að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns sem stýrir rannsókninni, en hann segir lögregluna nú vinna að því setja saman málið. „Við erum að klára þessa þætti sem á eftir að klára. Það eru mörg verk sem þarf að klára þó að það séu kannski engin ný. Við erum að klára vinnu í tengslum við símagögn, myndbönd og setja upp allar skýrslur. Svo erum við í samvinnu við tæknideildina þar sem við eigum von á gögnum frá þeim,“ segir Grímur í samtali við Vísi. Enn beðið eftir lokaniðurstöðu krufningsskýrslu Rannsókn lögreglu hefur meðal annars beinst að því að kortleggja ferðir rauða Kia Rio-bílsins sem maðurinn var með á leigu og Birna var í á ákveðnum tímapunkti laugardagsmorguninn sem hún hvarf. Lögreglan hefur enn ekki náð að finna út úr því hvert bílnum var ekið á milli klukkan 7 og 11:30 um morguninn og segir Grímur líklegt að lögreglan muni í raun aldrei fá upplýsingar um það. „Það er alveg líklegt úr því sem komið er að við munum ekki fá upplýsingar um þessa fjóra tíma sem okkur vantar.“ Greint hefur verið frá því að dánarorsök Birnu hafi verið drukknun en lögreglan hefur ekki viljað staðfesta það. Lokaniðurstaða krufningsskýrslu liggur ekki fyrir. Lík Birnu fannst við Selvogsvita átta dögum eftir að hún hvarf en ekki liggur fyrir hvar henni hvar komið fyrir í vatni eða sjó. Grímur segir að þetta atriði í rannsókninni sé enn til skoðunar en þó hefur komið fram að líklegt sé að það hafi verið við Vogsós sem er sex kílómetrum frá þeim stað þar sem líkið fannst.Svarar því ekki hvort grunur leiki á að Birna hafi verið beitt kynferðisofbeldi Þá hefur einnig verið greint frá því að lík Birnu var nakið þegar það fannst í fjörunni við Selvogsvita. Aðspurður hvort að grunur leiki á að hún hafi verið beitt kynferðisofbeldi segir Grímur að margir þættir séu undir við rannsókn málsins án þess að hann vilji fara nánar út í það. Engin játning liggur fyrir í málinu. Þá er enn beðið eftir niðurstöðum úr rannsóknum á lífsýnum sem meðal annars voru tekin um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq. Auk mannsins sem situr í haldi er annar maður með réttarstöðu sakbornings en hann er grunaður um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu. Hann sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur en var sleppt í liðinni viku og er nú kominn heim til sín á Grænlandi. Báðir mennirnir eru skipverjar á togaranum. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sést þrífa rauða Kia Rio-bílinn að innan og utan á bryggjunni Ekki liggur fyrir játning í manndrápsmálinu í Hafnarfirði en sönnunargögn í því hrannast upp. Hæstiréttur staðfesti í dag framlengt gæsluvarðhald í tvær vikur yfir manninum sem talinn er bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 7. febrúar 2017 18:30 Hæstiréttur staðfestir áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana. 7. febrúar 2017 13:12 Lögreglan staðfestir í samtali við The Independent að skipverjinn þrífi bílinn á bryggjunni Einar Guðberg Jónsson, rannsóknarlögreglumaður, staðfestir í samtali við breska miðilinn The Independent í gærkvöldi að skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur, sjáist laugardagsmorguninn 14. janúar á eftirlitsmyndavélum á bryggjunni við Hafnarfjarðarhöfn þrífa rauða Kia Rio-bílinn sem hann hafði á leigu í um sólarhring. 8. febrúar 2017 10:27 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Engar yfirheyrslur eru fyrirhugaðar í dag yfir manninum sem grunaður er um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur en hann situr í gæsluvarðhaldi og sætir einangrun vegna málsins. Ekki hefur verið ákveðið hvenær hann verður yfirheyrður næst að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns sem stýrir rannsókninni, en hann segir lögregluna nú vinna að því setja saman málið. „Við erum að klára þessa þætti sem á eftir að klára. Það eru mörg verk sem þarf að klára þó að það séu kannski engin ný. Við erum að klára vinnu í tengslum við símagögn, myndbönd og setja upp allar skýrslur. Svo erum við í samvinnu við tæknideildina þar sem við eigum von á gögnum frá þeim,“ segir Grímur í samtali við Vísi. Enn beðið eftir lokaniðurstöðu krufningsskýrslu Rannsókn lögreglu hefur meðal annars beinst að því að kortleggja ferðir rauða Kia Rio-bílsins sem maðurinn var með á leigu og Birna var í á ákveðnum tímapunkti laugardagsmorguninn sem hún hvarf. Lögreglan hefur enn ekki náð að finna út úr því hvert bílnum var ekið á milli klukkan 7 og 11:30 um morguninn og segir Grímur líklegt að lögreglan muni í raun aldrei fá upplýsingar um það. „Það er alveg líklegt úr því sem komið er að við munum ekki fá upplýsingar um þessa fjóra tíma sem okkur vantar.“ Greint hefur verið frá því að dánarorsök Birnu hafi verið drukknun en lögreglan hefur ekki viljað staðfesta það. Lokaniðurstaða krufningsskýrslu liggur ekki fyrir. Lík Birnu fannst við Selvogsvita átta dögum eftir að hún hvarf en ekki liggur fyrir hvar henni hvar komið fyrir í vatni eða sjó. Grímur segir að þetta atriði í rannsókninni sé enn til skoðunar en þó hefur komið fram að líklegt sé að það hafi verið við Vogsós sem er sex kílómetrum frá þeim stað þar sem líkið fannst.Svarar því ekki hvort grunur leiki á að Birna hafi verið beitt kynferðisofbeldi Þá hefur einnig verið greint frá því að lík Birnu var nakið þegar það fannst í fjörunni við Selvogsvita. Aðspurður hvort að grunur leiki á að hún hafi verið beitt kynferðisofbeldi segir Grímur að margir þættir séu undir við rannsókn málsins án þess að hann vilji fara nánar út í það. Engin játning liggur fyrir í málinu. Þá er enn beðið eftir niðurstöðum úr rannsóknum á lífsýnum sem meðal annars voru tekin um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq. Auk mannsins sem situr í haldi er annar maður með réttarstöðu sakbornings en hann er grunaður um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu. Hann sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur en var sleppt í liðinni viku og er nú kominn heim til sín á Grænlandi. Báðir mennirnir eru skipverjar á togaranum.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sést þrífa rauða Kia Rio-bílinn að innan og utan á bryggjunni Ekki liggur fyrir játning í manndrápsmálinu í Hafnarfirði en sönnunargögn í því hrannast upp. Hæstiréttur staðfesti í dag framlengt gæsluvarðhald í tvær vikur yfir manninum sem talinn er bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 7. febrúar 2017 18:30 Hæstiréttur staðfestir áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana. 7. febrúar 2017 13:12 Lögreglan staðfestir í samtali við The Independent að skipverjinn þrífi bílinn á bryggjunni Einar Guðberg Jónsson, rannsóknarlögreglumaður, staðfestir í samtali við breska miðilinn The Independent í gærkvöldi að skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur, sjáist laugardagsmorguninn 14. janúar á eftirlitsmyndavélum á bryggjunni við Hafnarfjarðarhöfn þrífa rauða Kia Rio-bílinn sem hann hafði á leigu í um sólarhring. 8. febrúar 2017 10:27 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Sést þrífa rauða Kia Rio-bílinn að innan og utan á bryggjunni Ekki liggur fyrir játning í manndrápsmálinu í Hafnarfirði en sönnunargögn í því hrannast upp. Hæstiréttur staðfesti í dag framlengt gæsluvarðhald í tvær vikur yfir manninum sem talinn er bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 7. febrúar 2017 18:30
Hæstiréttur staðfestir áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana. 7. febrúar 2017 13:12
Lögreglan staðfestir í samtali við The Independent að skipverjinn þrífi bílinn á bryggjunni Einar Guðberg Jónsson, rannsóknarlögreglumaður, staðfestir í samtali við breska miðilinn The Independent í gærkvöldi að skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur, sjáist laugardagsmorguninn 14. janúar á eftirlitsmyndavélum á bryggjunni við Hafnarfjarðarhöfn þrífa rauða Kia Rio-bílinn sem hann hafði á leigu í um sólarhring. 8. febrúar 2017 10:27