Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2017 19:06 Lögreglan telur að dánarorsök Birnu hafi verið drukknun. Vísir/Anton Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. Þá voru einnig áverkar á líki hennar sem benda til þess að þrengt hafi verið að hálsi hennar en frá þessu er greint á vef RÚV. Enn er beðið eftir lokaskýrslu úr krufningu en samkvæmt frétt RÚV telur lögreglan að niðurstaða þeirrar skýrslu muni ekki breyta mati þeirra á dánarorsökinni. Í samtali við Vísi vill Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, ekkert tjá sig um dánarorsökina.Greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að lögreglan telji að Birna hafi verið á lífi í rauða Kia Rio-bílnum þegar honum var ekið inn á Hafnarfjarðarhöfn klukkan 06:10 laugardaginn 14. janúar, en Birna sást seinast í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 45 mínútum áður. Lögreglan gengur því út frá því að henni hafi verið unninn mestur miski á bryggusporðinum milli klukkan 06:10 og 07:00.Ekkert ákveðið með yfirheyrslur Ekki hefur verið ákveðið hvenær skipverjinn af grænlenska togaranum Polar Nanoq sem grunaður er um að hafa myrt Birnu verður næst yfirheyrður að sögn Gríms en maðurinn var síðast yfirheyrður á fimmtudaginn var. Þann sama dag var hann úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun vegna brotsins sem hann er grunaður um en verjandi mannsins kærði þann úrskurð til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm. Annar skipverji af Polar Nanoq sem einnig sat í tvær vikur í gæsluvarðhaldi frá 19. janúar var látinn laus á fimmtudaginn og er nú kominn heim til Grænlands. Að sögn Gríms hefur hann þó enn réttarstöðu grunaðs manns í málinu en hann vill ekki fara nánar út í það hvað maðurinn er grunaður um að öðru leyti en því að hann sé ekki grunaður um manndráp. „Hins vegar er það þannig að menn geta verið grunaðir um eitthvað án þess að hafa tekið þátt í manndrápi og það hafi ekki verið upplýst nægilega til að aflétta réttarstöðunni,“ segir Grímur.Ólíklegt að vopni hafi verið beitt Hann segir manninn grunaðan um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu en aðspurður hvort að lögreglan gruni hann um yfirhylmingu vill Grímur ekki svara því. Lögreglan hefur ekkert viljað segja varðandi það hvort hún telji að vopni hafi verið beitt eða ekki en samkvæmt frétt RÚV telur lögreglan ólíklegt að vopn hafi verið notað. Í gær leituðu björgunarsveitarmenn að vísbendingum um það hvar Birnu var komið fyrir í sjó og var meðal annars leitað að síma hennar og fatnaði en án árangurs. Engu að síður telur lögreglan líklegt að henni hafi verið komið fyrir í Vogsós en það er í tæplega sex kílómetra fjarlægð frá Selvogsvita þar sem lík hennar fannst. Grímur segir að lögreglan sé engu nær varðandi það hvaða leið hinn grunaði hafi farið á rauðum Kia Rio-bíl sem hann hafði á leigu en blóð úr Birnu fannst í bílnum. „Nei, við erum ekki nær hvaða leið hann hefur farið en við höldum að hann hafi farið á þennan part landsins með einhverjum hætti. Það eru í sjálfu sér í stórum dráttum fjórar leiðir en þetta vitum við ekki,“ segir Grímur.Fréttin var uppfærð klukkan 20:43. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Fjórar vélar sem geta lesið númeraplötur keyptar í miðborgina Verður miðbærinn þá vaktaður af um 30 myndavélum sem búnar verða nýjustu tækni og bætast fjórar myndavélar við sem geta lesið bílnúmer. 6. febrúar 2017 08:00 Birna var á lífi við komuna á bryggjuna Lögreglan rannsakar hvort Birnu Brjánsdóttur hafi verið ráðinn bani við bryggjusporðinn á Hafnarfjarðarhöfn. Gengið er út frá því að Birnu hafi ekki verið unninn miski fyrr en eftir að hún var ein í bílnum með Thomas Møller Olsen. 6. febrúar 2017 04:00 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. Þá voru einnig áverkar á líki hennar sem benda til þess að þrengt hafi verið að hálsi hennar en frá þessu er greint á vef RÚV. Enn er beðið eftir lokaskýrslu úr krufningu en samkvæmt frétt RÚV telur lögreglan að niðurstaða þeirrar skýrslu muni ekki breyta mati þeirra á dánarorsökinni. Í samtali við Vísi vill Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, ekkert tjá sig um dánarorsökina.Greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að lögreglan telji að Birna hafi verið á lífi í rauða Kia Rio-bílnum þegar honum var ekið inn á Hafnarfjarðarhöfn klukkan 06:10 laugardaginn 14. janúar, en Birna sást seinast í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 45 mínútum áður. Lögreglan gengur því út frá því að henni hafi verið unninn mestur miski á bryggusporðinum milli klukkan 06:10 og 07:00.Ekkert ákveðið með yfirheyrslur Ekki hefur verið ákveðið hvenær skipverjinn af grænlenska togaranum Polar Nanoq sem grunaður er um að hafa myrt Birnu verður næst yfirheyrður að sögn Gríms en maðurinn var síðast yfirheyrður á fimmtudaginn var. Þann sama dag var hann úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun vegna brotsins sem hann er grunaður um en verjandi mannsins kærði þann úrskurð til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm. Annar skipverji af Polar Nanoq sem einnig sat í tvær vikur í gæsluvarðhaldi frá 19. janúar var látinn laus á fimmtudaginn og er nú kominn heim til Grænlands. Að sögn Gríms hefur hann þó enn réttarstöðu grunaðs manns í málinu en hann vill ekki fara nánar út í það hvað maðurinn er grunaður um að öðru leyti en því að hann sé ekki grunaður um manndráp. „Hins vegar er það þannig að menn geta verið grunaðir um eitthvað án þess að hafa tekið þátt í manndrápi og það hafi ekki verið upplýst nægilega til að aflétta réttarstöðunni,“ segir Grímur.Ólíklegt að vopni hafi verið beitt Hann segir manninn grunaðan um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu en aðspurður hvort að lögreglan gruni hann um yfirhylmingu vill Grímur ekki svara því. Lögreglan hefur ekkert viljað segja varðandi það hvort hún telji að vopni hafi verið beitt eða ekki en samkvæmt frétt RÚV telur lögreglan ólíklegt að vopn hafi verið notað. Í gær leituðu björgunarsveitarmenn að vísbendingum um það hvar Birnu var komið fyrir í sjó og var meðal annars leitað að síma hennar og fatnaði en án árangurs. Engu að síður telur lögreglan líklegt að henni hafi verið komið fyrir í Vogsós en það er í tæplega sex kílómetra fjarlægð frá Selvogsvita þar sem lík hennar fannst. Grímur segir að lögreglan sé engu nær varðandi það hvaða leið hinn grunaði hafi farið á rauðum Kia Rio-bíl sem hann hafði á leigu en blóð úr Birnu fannst í bílnum. „Nei, við erum ekki nær hvaða leið hann hefur farið en við höldum að hann hafi farið á þennan part landsins með einhverjum hætti. Það eru í sjálfu sér í stórum dráttum fjórar leiðir en þetta vitum við ekki,“ segir Grímur.Fréttin var uppfærð klukkan 20:43.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Fjórar vélar sem geta lesið númeraplötur keyptar í miðborgina Verður miðbærinn þá vaktaður af um 30 myndavélum sem búnar verða nýjustu tækni og bætast fjórar myndavélar við sem geta lesið bílnúmer. 6. febrúar 2017 08:00 Birna var á lífi við komuna á bryggjuna Lögreglan rannsakar hvort Birnu Brjánsdóttur hafi verið ráðinn bani við bryggjusporðinn á Hafnarfjarðarhöfn. Gengið er út frá því að Birnu hafi ekki verið unninn miski fyrr en eftir að hún var ein í bílnum með Thomas Møller Olsen. 6. febrúar 2017 04:00 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Fjórar vélar sem geta lesið númeraplötur keyptar í miðborgina Verður miðbærinn þá vaktaður af um 30 myndavélum sem búnar verða nýjustu tækni og bætast fjórar myndavélar við sem geta lesið bílnúmer. 6. febrúar 2017 08:00
Birna var á lífi við komuna á bryggjuna Lögreglan rannsakar hvort Birnu Brjánsdóttur hafi verið ráðinn bani við bryggjusporðinn á Hafnarfjarðarhöfn. Gengið er út frá því að Birnu hafi ekki verið unninn miski fyrr en eftir að hún var ein í bílnum með Thomas Møller Olsen. 6. febrúar 2017 04:00