Atlanta Falcons byrjaði leikinn af miklum krafti í nótt og var 25 stigum yfir, 28-3, þegar komið var fram í þriðja leikhluta.
Trump var staddur í klúbbhúsi hjá sínu eigin golffélagi ásamt fjölskyldu sinni og samstarfsfélögum úr Hvíta húsinu að fylgjast með leiknum.
En laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi að staðartíma bárust fregnir af því að Trump væri búinn að yfirgefa samkvæmið. Staðan var þá 28-3 fyrir en eins og flestum er kunnugt um náði Patriots að jafna leikinn á ótrúlegan máta og hafa svo betur í framlengingu.
Sjá einnig: NFL: Eins sögulegt og það getur orðið þegar Brady vann sinn fimmta Super Bowl í nótt
Mikið var fjallað um vinskap þjálfarans Bill Belichick og leikstjórnandans Tom Brady við Trump í aðdraganda leiksins en hvorugur vildi svara spurningum fjölmiðlamanna um Bandaríkjaforseta að neinu ráði.
Trump, þó svo að hann hafi misst af lokakafla leiksins, óskaði Patriots-liðinu til hamingju með sigurinn á Twitter-síðu sinni.
What an amazing comeback and win by the Patriots. Tom Brady, Bob Kraft and Coach B are total winners. Wow!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 6, 2017