Yrsa Sigurðardóttir: „Ljóstýra myndi þannig brjótast út úr þessum myrka harmleik“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 5. febrúar 2017 09:56 Þúsundir minntust Birnu Brjánsdóttur Vísir/Ernir Yrsa Sigurðardóttir tjáir sig um mál Birnu Brjánsdóttur í viðtali við The Guardian. Í viðtalinu útskýrir Yrsa fyrir blaðamönnum Guardian að Birna hafi verið einskonar tákngervingur margra sem hér búa þar sem margir hafi getað sett sig í hennar spor. Hún hafi verið saklaus stúlka sem hafi verið í blóma lífsins. Von allra hafi verið sterk og íbúar hafi beðið með öndina í hálsinum eftir fregnum af Birnu. Saga hennar hafi því snert streng í hjörtum landsmanna.Skárra af tvennu illu Yrsa tekur fram að einum hafi verið sleppt úr haldi og telur að það geri málið, sem sé algjör harmleikur, aðeins skárra. „Ef tvær manneskjur hefðu planað og átt hlut í svona atburði, hefði það verið hræðilegra,“ ( „Two people plotting together would have been more evil,“) segir Yrsa. Þetta hafi því verið skárra af tvennu illu. Hún leggur jafnframt áherslu á að Grænlendingar hafi stutt Íslendinga í þessu máli og að ekki sé hægt að kenna heilli þjóð um illvirki einstaklinga. „Vonandi mun þetta verða til þess að eitthvað verði gert varðandi framkomu í garð kvenna og glæpatíðnina í Grænlandi. Ljóstýra myndi þannig brjótast út úr þessum myrka harmleik, “ segir Yrsa.Yrsa Sigurðardóttir, glæpasagnahöfundurMynd/Sigurjón RagnarOfbeldismál algeng í Grænlandi Fjallað er um mál Birnu Brjánsdóttur á vefmiðlinum nánast í heild sinni og lögð er áhersla á þá samstöðu sem ríkt hefur á meðal Íslendinga síðan Birna hvarf. Sérstaklega er tekið fram að mál sem þetta sé mjög óalgengt hér á landi og að land og þjóð hafi sameinast í sorg. Málið er rakið og aðstæður hér heima við bornar saman við aðstæður í Grænlandi en þar eru ofbeldismál algengari en hér heima og mikið er um misnotkun á áfengi. Tekið er fram að í vikunni áður en Birna fannst látin hafi þrjár grænlenskar konur látið lífið í litlu þorpi á austanverðu Grænlandi. Ein hafði verið myrt og tvær tekið sitt eigið líf. Ástæðuna fyrir hárri ofbeldistíðni er mikil neysla áfengis samkvæmt Walter Tunowsky, blaðamanni hjá grænlenska blaðinu Sermitsiaq sem fjallaði um mál Birnu. „Þetta er algengt hjá þjóðum sem lent hafa í því að menning þeirra hefur nánast verið þurrkuð út á stuttum tíma,“ segir hann og nefnir að oftast sé um ofbeldismál að ræða þar sem ekki fer á milli mála hver gerandinn er. Því sé mál líkt og Birnu óalgengt tilfelli. Tunowsky var einn þeirra sem stóð að kertafleytingu til minningar um Birnu fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk sem og í öðrum bæjum í Grænlandi. „Eftir því sem fleiri sönnunargögn komu í ljós, því meiri samkennd mátti finna í garð Íslendinga,“ segir Tunowsky að lokum. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Yrsa Sigurðardóttir tjáir sig um mál Birnu Brjánsdóttur í viðtali við The Guardian. Í viðtalinu útskýrir Yrsa fyrir blaðamönnum Guardian að Birna hafi verið einskonar tákngervingur margra sem hér búa þar sem margir hafi getað sett sig í hennar spor. Hún hafi verið saklaus stúlka sem hafi verið í blóma lífsins. Von allra hafi verið sterk og íbúar hafi beðið með öndina í hálsinum eftir fregnum af Birnu. Saga hennar hafi því snert streng í hjörtum landsmanna.Skárra af tvennu illu Yrsa tekur fram að einum hafi verið sleppt úr haldi og telur að það geri málið, sem sé algjör harmleikur, aðeins skárra. „Ef tvær manneskjur hefðu planað og átt hlut í svona atburði, hefði það verið hræðilegra,“ ( „Two people plotting together would have been more evil,“) segir Yrsa. Þetta hafi því verið skárra af tvennu illu. Hún leggur jafnframt áherslu á að Grænlendingar hafi stutt Íslendinga í þessu máli og að ekki sé hægt að kenna heilli þjóð um illvirki einstaklinga. „Vonandi mun þetta verða til þess að eitthvað verði gert varðandi framkomu í garð kvenna og glæpatíðnina í Grænlandi. Ljóstýra myndi þannig brjótast út úr þessum myrka harmleik, “ segir Yrsa.Yrsa Sigurðardóttir, glæpasagnahöfundurMynd/Sigurjón RagnarOfbeldismál algeng í Grænlandi Fjallað er um mál Birnu Brjánsdóttur á vefmiðlinum nánast í heild sinni og lögð er áhersla á þá samstöðu sem ríkt hefur á meðal Íslendinga síðan Birna hvarf. Sérstaklega er tekið fram að mál sem þetta sé mjög óalgengt hér á landi og að land og þjóð hafi sameinast í sorg. Málið er rakið og aðstæður hér heima við bornar saman við aðstæður í Grænlandi en þar eru ofbeldismál algengari en hér heima og mikið er um misnotkun á áfengi. Tekið er fram að í vikunni áður en Birna fannst látin hafi þrjár grænlenskar konur látið lífið í litlu þorpi á austanverðu Grænlandi. Ein hafði verið myrt og tvær tekið sitt eigið líf. Ástæðuna fyrir hárri ofbeldistíðni er mikil neysla áfengis samkvæmt Walter Tunowsky, blaðamanni hjá grænlenska blaðinu Sermitsiaq sem fjallaði um mál Birnu. „Þetta er algengt hjá þjóðum sem lent hafa í því að menning þeirra hefur nánast verið þurrkuð út á stuttum tíma,“ segir hann og nefnir að oftast sé um ofbeldismál að ræða þar sem ekki fer á milli mála hver gerandinn er. Því sé mál líkt og Birnu óalgengt tilfelli. Tunowsky var einn þeirra sem stóð að kertafleytingu til minningar um Birnu fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk sem og í öðrum bæjum í Grænlandi. „Eftir því sem fleiri sönnunargögn komu í ljós, því meiri samkennd mátti finna í garð Íslendinga,“ segir Tunowsky að lokum.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira