Skotsilfur Markaðarins: Konurnar að taka yfir og stjórnarbreytingar í vændum hjá Arion RITSTJÓRN MARKAÐARINS skrifar 3. febrúar 2017 14:00 Greint var frá því á dögunum að Ásta Sigríður Fjeldsted hefði verið ráðin framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs en hún er önnur konan til að gegna því starfi í 100 ára sögu ráðsins. Ásta er einnig þriðja konan á suttum tíma sem tekur við starfi framkvæmdastjóra hjá hagsmunasamtökum í atvinnulífinu en skammt er síðan tilkynnt var um ráðningu Katrínar Júlíusdóttur hjá SFF og Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur hjá SFS. Þá hefur Helga Árnadóttir verið framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu frá 2013. Konur eru því núna í meirihluta þeirra sem stýra hagsmunasamtökum í Húsi atvinnlífsins.Enn fjölgar hjá Fossum Fossar Markaðir halda áfram að bæta við sig fólki en Óttar Helgason hóf þar nýlega störf í teymi erlendra markaða. Óttar kemur frá fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans en þar áður var hann ráðgjafi fyrir innlenda og erlenda fjárfesta, bæði á Íslandi og erlendis, og sjóðsstjóri lífeyrissjóða í eignastýringu Landsbankans 2005-2008. Mikill vöxtur hefur verið í starfsemi Fossa að undanförnu og hefur starfsmannafjöldinn tvö- faldast frá því að félagið var stofnað vorið 2015. Samtals starfa tólf manns í nýjum húsakynnum Fossa við Fríkirkjuveg og þá hefur félagið boðað opnun skrifstofu í London. John P. Madden, framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi og stjórnarmaður í Arion banka.Stokkað upp í stjórninni Fyrirséð er að stokkað verði upp í átta manna stjórn Arion banka á aðalfundi bankans 9. mars. Kaupþing heldur á 87% hlut í bankanum en stjórnendur þess eru sagðir vilja fá nýtt blóð inn í stjórn Arion í aðdraganda fyrirhugaðs útboðs sem til stendur að halda um miðjan apríl. Skammt er síðan Bandaríkjamaðurinn John P. Madden, framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi, kom nýr inn í stjórn bankans. Leit að fleiri nýjum stjórnarmönnum stendur yfir – óvíst er hversu margir þeir verða – og er þar horft til þess að fá inn einstaklinga með meiri reynslu af bankarekstri og eins af því að sitja í stjórnum skráðra fjármálafyrirtækja.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Ráðningar Skotsilfur Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Greint var frá því á dögunum að Ásta Sigríður Fjeldsted hefði verið ráðin framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs en hún er önnur konan til að gegna því starfi í 100 ára sögu ráðsins. Ásta er einnig þriðja konan á suttum tíma sem tekur við starfi framkvæmdastjóra hjá hagsmunasamtökum í atvinnulífinu en skammt er síðan tilkynnt var um ráðningu Katrínar Júlíusdóttur hjá SFF og Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur hjá SFS. Þá hefur Helga Árnadóttir verið framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu frá 2013. Konur eru því núna í meirihluta þeirra sem stýra hagsmunasamtökum í Húsi atvinnlífsins.Enn fjölgar hjá Fossum Fossar Markaðir halda áfram að bæta við sig fólki en Óttar Helgason hóf þar nýlega störf í teymi erlendra markaða. Óttar kemur frá fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans en þar áður var hann ráðgjafi fyrir innlenda og erlenda fjárfesta, bæði á Íslandi og erlendis, og sjóðsstjóri lífeyrissjóða í eignastýringu Landsbankans 2005-2008. Mikill vöxtur hefur verið í starfsemi Fossa að undanförnu og hefur starfsmannafjöldinn tvö- faldast frá því að félagið var stofnað vorið 2015. Samtals starfa tólf manns í nýjum húsakynnum Fossa við Fríkirkjuveg og þá hefur félagið boðað opnun skrifstofu í London. John P. Madden, framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi og stjórnarmaður í Arion banka.Stokkað upp í stjórninni Fyrirséð er að stokkað verði upp í átta manna stjórn Arion banka á aðalfundi bankans 9. mars. Kaupþing heldur á 87% hlut í bankanum en stjórnendur þess eru sagðir vilja fá nýtt blóð inn í stjórn Arion í aðdraganda fyrirhugaðs útboðs sem til stendur að halda um miðjan apríl. Skammt er síðan Bandaríkjamaðurinn John P. Madden, framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi, kom nýr inn í stjórn bankans. Leit að fleiri nýjum stjórnarmönnum stendur yfir – óvíst er hversu margir þeir verða – og er þar horft til þess að fá inn einstaklinga með meiri reynslu af bankarekstri og eins af því að sitja í stjórnum skráðra fjármálafyrirtækja.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Ráðningar Skotsilfur Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira