Gummi ekki sár yfir Eddunni: Tók víkingaklappið með Robbie Williams í spjallþætti Stefán Árni Pálsson skrifar 2. febrúar 2017 13:30 Robbie Williams og Gummi saman í spjallþætti. Brennslubræður voru brjálaðir yfir því að Gummi Ben var sniðgenginn sem sjónvarpsmaður ársins á Eddunni en tilnefningarnar voru kunngjörðar í anddyri Bíó Paradísar í gær. Þeir Kjartan og Hjörvar heyrðu hljóðið í Guðmundi á FM957 í morgun og spurðu hann út í málið. Eins og alþjóð veit var árið 2016 heldur viðburðarríkt hjá Gumma Ben. Hann sló rækilega í gegn sem lánsmaður íþróttadeildar 365 í Sjónvarpi Símans á EM í Frakklandi og varð fyrir vikið heimsfrægur. Hann hefur farið á kostum í Ísskápastríðinu á Stöð 2 að undanförnu og einnig staðið sig frábærlega hjá Stöð 2 Sport, bæði við lýsingar og einnig er hann umsjónarmaður Messunnar. „Ég er ekkert sérstaklega sár, satt best að segja,“ sagði Gummi í þættinum í morgun.Nýja verðlaunagripinn sem barist er um á Eddunni má sjá að neðan. „Ég hef verið margverðlaunaður og er bara mjög ánægður með lífið. Þetta truflar mig ofboðslega lítið. Þetta er kannski bara eins og með nammið hjá börnunum, ef þau hafa ekki smakkað það, þá hefur þetta enginn áhrif.“ Bæði Egill Helgason og Þorsteinn Joð hafa komið fram á Facebook og ritað að það sé skandall að Gummi hafi ekki fengið tilnefningu. Sjálfur segir Gummi að samstarfskona hans Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, umsjónarkona Leitarinnar að upprunanum, eigi viðurkenninguna skilið. „Í fyrsta lagi þá veit ég ekkert hvernig þetta virkar allt saman og hverjir sitja í nefnd og ákveða þetta. Kannski hafa þeir bara engan áhuga á íþróttum og það er lítið við því að segja.“Egill Helgason er þeirrar skoðunar að Gummi Ben komi einn til greina sem sjónvarpsmaður ársins.Egill Helgason skrifar á Facebook: „Það er mín skoðun að það komi enginn til greina sem sjónvarpsmaður ársins annar en Guðmundur Benediktsson.“Guðmundur hefur fengið boð í fjölmarga sjónvarpsþætti um allan heim eftir EM-ævintýrið. „Jú jú. Ég hef fengið nokkur boð,“ segir Gummi sem hefur verið í sjónvarpsþáttum í Japan, Kína, Bretland, Þýskalandi og á fleiri stöðum. „Sem betur fer hefur þetta aðeins róast, sem er gott. Á vissan hátt hef ég haft gaman af þessu, þetta er bara búið að vera ævintýri. En þetta var aðeins of mikið um tíma.“ Gummi var til að mynda gestur í sjónvarpsþætti í Þýskalandi á dögunum og með honum í þættinum voru þeir Robbie Williams og Toni Kroos, leikmaður Real Madrid. Eddan Tengdar fréttir Könnun: Hvernig finnst þér nýja Eddan? Kvikmyndirnar Eiðurinn og Hjartasteinn sópuðu að sér tilnefningum. Eiðurinn hlaut alls 13 tilnefningar og Hjartasteinn 16. 1. febrúar 2017 15:00 Tilnefningar til Eddunnar: Hjartasteinn og Eiðurinn sópuðu að sér tilnefningum Tilnefningar til Eddunnar fyrir árið 2017 voru kynntar í Bíó Paradís í hádeginu við hátíðlega athöfn. 1. febrúar 2017 13:24 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Brennslubræður voru brjálaðir yfir því að Gummi Ben var sniðgenginn sem sjónvarpsmaður ársins á Eddunni en tilnefningarnar voru kunngjörðar í anddyri Bíó Paradísar í gær. Þeir Kjartan og Hjörvar heyrðu hljóðið í Guðmundi á FM957 í morgun og spurðu hann út í málið. Eins og alþjóð veit var árið 2016 heldur viðburðarríkt hjá Gumma Ben. Hann sló rækilega í gegn sem lánsmaður íþróttadeildar 365 í Sjónvarpi Símans á EM í Frakklandi og varð fyrir vikið heimsfrægur. Hann hefur farið á kostum í Ísskápastríðinu á Stöð 2 að undanförnu og einnig staðið sig frábærlega hjá Stöð 2 Sport, bæði við lýsingar og einnig er hann umsjónarmaður Messunnar. „Ég er ekkert sérstaklega sár, satt best að segja,“ sagði Gummi í þættinum í morgun.Nýja verðlaunagripinn sem barist er um á Eddunni má sjá að neðan. „Ég hef verið margverðlaunaður og er bara mjög ánægður með lífið. Þetta truflar mig ofboðslega lítið. Þetta er kannski bara eins og með nammið hjá börnunum, ef þau hafa ekki smakkað það, þá hefur þetta enginn áhrif.“ Bæði Egill Helgason og Þorsteinn Joð hafa komið fram á Facebook og ritað að það sé skandall að Gummi hafi ekki fengið tilnefningu. Sjálfur segir Gummi að samstarfskona hans Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, umsjónarkona Leitarinnar að upprunanum, eigi viðurkenninguna skilið. „Í fyrsta lagi þá veit ég ekkert hvernig þetta virkar allt saman og hverjir sitja í nefnd og ákveða þetta. Kannski hafa þeir bara engan áhuga á íþróttum og það er lítið við því að segja.“Egill Helgason er þeirrar skoðunar að Gummi Ben komi einn til greina sem sjónvarpsmaður ársins.Egill Helgason skrifar á Facebook: „Það er mín skoðun að það komi enginn til greina sem sjónvarpsmaður ársins annar en Guðmundur Benediktsson.“Guðmundur hefur fengið boð í fjölmarga sjónvarpsþætti um allan heim eftir EM-ævintýrið. „Jú jú. Ég hef fengið nokkur boð,“ segir Gummi sem hefur verið í sjónvarpsþáttum í Japan, Kína, Bretland, Þýskalandi og á fleiri stöðum. „Sem betur fer hefur þetta aðeins róast, sem er gott. Á vissan hátt hef ég haft gaman af þessu, þetta er bara búið að vera ævintýri. En þetta var aðeins of mikið um tíma.“ Gummi var til að mynda gestur í sjónvarpsþætti í Þýskalandi á dögunum og með honum í þættinum voru þeir Robbie Williams og Toni Kroos, leikmaður Real Madrid.
Eddan Tengdar fréttir Könnun: Hvernig finnst þér nýja Eddan? Kvikmyndirnar Eiðurinn og Hjartasteinn sópuðu að sér tilnefningum. Eiðurinn hlaut alls 13 tilnefningar og Hjartasteinn 16. 1. febrúar 2017 15:00 Tilnefningar til Eddunnar: Hjartasteinn og Eiðurinn sópuðu að sér tilnefningum Tilnefningar til Eddunnar fyrir árið 2017 voru kynntar í Bíó Paradís í hádeginu við hátíðlega athöfn. 1. febrúar 2017 13:24 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Könnun: Hvernig finnst þér nýja Eddan? Kvikmyndirnar Eiðurinn og Hjartasteinn sópuðu að sér tilnefningum. Eiðurinn hlaut alls 13 tilnefningar og Hjartasteinn 16. 1. febrúar 2017 15:00
Tilnefningar til Eddunnar: Hjartasteinn og Eiðurinn sópuðu að sér tilnefningum Tilnefningar til Eddunnar fyrir árið 2017 voru kynntar í Bíó Paradís í hádeginu við hátíðlega athöfn. 1. febrúar 2017 13:24