Óróleiki í kring um útnefningar Trump á embættismönnum Heimir Már Pétursson skrifar 16. febrúar 2017 20:05 Áherslubreyting Donalds Trump varðandi friðarviðræður Ísraels og Palestínumanna hefur vakið upp hörð viðbrögð meðal Palestínumanna. Þá voru yfirheyrslur yfir sendiherraefni Trump í Ísrael ítrekað truflaðar í utanríkismálanefnd öldungadeildarinnar í dag. Raunir Donald Trump varðandi æðstu embættismenn hans halda áfram. Hann hafði útnefnt Andrew Puzder í embætti atvinnumálaráðherra en áður en yfirheyrslur fyrir þingnefnd hófust í gær dró hann sig til baka þar sem ljóst var að hann nyti ekki stuðnings meirihluta repúblikana í öldungadeildinni vegna vafasamrar fortíðar. Í dag útnefndi Trump Alexander Acosta í hans stað. Þá var fundur utanríkismálanefndar öldungadeildarinnar ítrekað truflaður í dag, þar sem verið var að yfirheyra David Friedman sem Trump hefur tilnefnt í embætti sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael. „Það eru mikil forréttindi að fá að ávarpa þessa nefnd sem hefur gert svo mikið til að þoka hagsmunum Bandaríkjanna áfram víða um heim...“ sagði Friedman en var þá truflaður af áhorfenda í salnum sem ítrekaði réttindi Palestínumanna og var færður út af lögreglu.Friedman hélt svo áfram máli sínu og lýsti sjónarmiðum varðandi tveggja ríkja lausnina á ófriðinum fyrir botni Miðjarðarhafs. En í gær sagði Trump á fréttamannafundi með Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels að hann gæti allt eins séð fyrir sér eins ríkis lausn á ófriði Palestínumanna og Ísraels, sem er stefnubreyting frá mörgum fyrri ríkisstjórnum Bandaríkjanna. „Ég hef lýst efasemdum mínum um tveggja ríkja lausnina eingöngu vegna þess sem ég hef skynjað sem tregðu Palestínumanna til að fordæma hryðjuverk og viðurkenna Ísrael sem gyðingaríki,“ sagði Friedman og var þá aftur truflaður af áhorfenda í nefndarsalnum. „Við látum ekki þagga niður í okkur. Þú ert ekki fulltrúi okkar. Þú verður aldrei fulltrúi okkar. Hernám Ísraelsmanna er óréttlátt gagnvart Palestínumönnum og sýnir rasisma bandarískra gyðinga,“ hrópaði mótmælandinn að Friedman á meðan hann var leiddur út úr salnum. Þá eru afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum enn mjög heitt mál en nýr utanríkisráðherra Bandaríkjanna Rex Tillerson fundaði með Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í fyrsta skipti í dag þar sem Lavrov neitaði öllum afskiptum af kosningunum. „Þið ættuð að vita að við skiptum okkur ekki af innanríkismálum erlendra ríkja,“ sagði Lavrov þegar hann var spurður út í meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum.Jeff Mattis nýr varnarmálaráðherra var hins vegar í engum vafa um afskipti Rússa þegar hann ræddi við fréttamenn í Brussel í dag. „Núna vil ég bara segja að á því leikur lítill vafi að þeir hafa annaðhvort haft afskipti eða reynt að hafa afskipti af ýmsum kosningum í lýðræðisríkjunum,“ sagði Jeff Mattis. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Sjá meira
Áherslubreyting Donalds Trump varðandi friðarviðræður Ísraels og Palestínumanna hefur vakið upp hörð viðbrögð meðal Palestínumanna. Þá voru yfirheyrslur yfir sendiherraefni Trump í Ísrael ítrekað truflaðar í utanríkismálanefnd öldungadeildarinnar í dag. Raunir Donald Trump varðandi æðstu embættismenn hans halda áfram. Hann hafði útnefnt Andrew Puzder í embætti atvinnumálaráðherra en áður en yfirheyrslur fyrir þingnefnd hófust í gær dró hann sig til baka þar sem ljóst var að hann nyti ekki stuðnings meirihluta repúblikana í öldungadeildinni vegna vafasamrar fortíðar. Í dag útnefndi Trump Alexander Acosta í hans stað. Þá var fundur utanríkismálanefndar öldungadeildarinnar ítrekað truflaður í dag, þar sem verið var að yfirheyra David Friedman sem Trump hefur tilnefnt í embætti sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael. „Það eru mikil forréttindi að fá að ávarpa þessa nefnd sem hefur gert svo mikið til að þoka hagsmunum Bandaríkjanna áfram víða um heim...“ sagði Friedman en var þá truflaður af áhorfenda í salnum sem ítrekaði réttindi Palestínumanna og var færður út af lögreglu.Friedman hélt svo áfram máli sínu og lýsti sjónarmiðum varðandi tveggja ríkja lausnina á ófriðinum fyrir botni Miðjarðarhafs. En í gær sagði Trump á fréttamannafundi með Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels að hann gæti allt eins séð fyrir sér eins ríkis lausn á ófriði Palestínumanna og Ísraels, sem er stefnubreyting frá mörgum fyrri ríkisstjórnum Bandaríkjanna. „Ég hef lýst efasemdum mínum um tveggja ríkja lausnina eingöngu vegna þess sem ég hef skynjað sem tregðu Palestínumanna til að fordæma hryðjuverk og viðurkenna Ísrael sem gyðingaríki,“ sagði Friedman og var þá aftur truflaður af áhorfenda í nefndarsalnum. „Við látum ekki þagga niður í okkur. Þú ert ekki fulltrúi okkar. Þú verður aldrei fulltrúi okkar. Hernám Ísraelsmanna er óréttlátt gagnvart Palestínumönnum og sýnir rasisma bandarískra gyðinga,“ hrópaði mótmælandinn að Friedman á meðan hann var leiddur út úr salnum. Þá eru afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum enn mjög heitt mál en nýr utanríkisráðherra Bandaríkjanna Rex Tillerson fundaði með Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í fyrsta skipti í dag þar sem Lavrov neitaði öllum afskiptum af kosningunum. „Þið ættuð að vita að við skiptum okkur ekki af innanríkismálum erlendra ríkja,“ sagði Lavrov þegar hann var spurður út í meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum.Jeff Mattis nýr varnarmálaráðherra var hins vegar í engum vafa um afskipti Rússa þegar hann ræddi við fréttamenn í Brussel í dag. „Núna vil ég bara segja að á því leikur lítill vafi að þeir hafa annaðhvort haft afskipti eða reynt að hafa afskipti af ýmsum kosningum í lýðræðisríkjunum,“ sagði Jeff Mattis.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Sjá meira