Frekari ákvarðanir teknar að lokinni yfirheyrslu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. febrúar 2017 10:09 Skipverjinn var handtekinn 18. janúar síðastliðinn. vísir/anton brink Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort krafist verður áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir manninum sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana, en sú ákvörðun ætti að liggja fyrir í dag eða í fyrramálið, að sögn Gríms Grímssonar, sem stýrir rannsókn málsins. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir skipverjanum rennur að óbreyttu út á morgun. Maðurinn verður yfirheyrður í dag, í fyrsta sinn frá því á föstudag, en Grímur vill ekki tjá sig um hvort það er gert á grundvelli nýrra upplýsinga. Hann segir hins vegar að lögreglu sé enn að berast nýjar upplýsingar varðandi málið. Þær séu allar skoðaðar nánar – sumar skili engum árangri en að aðrar skýri heildarmyndina betur. Þá er niðurstaðna úr rannsóknum á lífsýnum, sem send voru til Svíþjóðar fyrir rúmum þremur vikum, enn beðið. Grímur segir að þeirra sé að vænta hvað og hverju, enda sé málið í forgangi. Aðspurður segir hann biðina ekki orðna óeðlilega langa. Játning liggur ekki fyrir í málinu. Maðurinn sem grunaður er var skipverji á togaranum Polar Nanoq en hann var handtekinn 18. janúar síðastliðinn og hefur setið í einangrun síðan þá. Lögregla og ákæruvald hafa tólf vikur til þess að gefa út ákæru frá handtöku. Unnið er að því að safna gögnum í málinu sem síðan verða send héraðssaksóknara. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort krafist verður áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir manninum sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana, en sú ákvörðun ætti að liggja fyrir í dag eða í fyrramálið, að sögn Gríms Grímssonar, sem stýrir rannsókn málsins. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir skipverjanum rennur að óbreyttu út á morgun. Maðurinn verður yfirheyrður í dag, í fyrsta sinn frá því á föstudag, en Grímur vill ekki tjá sig um hvort það er gert á grundvelli nýrra upplýsinga. Hann segir hins vegar að lögreglu sé enn að berast nýjar upplýsingar varðandi málið. Þær séu allar skoðaðar nánar – sumar skili engum árangri en að aðrar skýri heildarmyndina betur. Þá er niðurstaðna úr rannsóknum á lífsýnum, sem send voru til Svíþjóðar fyrir rúmum þremur vikum, enn beðið. Grímur segir að þeirra sé að vænta hvað og hverju, enda sé málið í forgangi. Aðspurður segir hann biðina ekki orðna óeðlilega langa. Játning liggur ekki fyrir í málinu. Maðurinn sem grunaður er var skipverji á togaranum Polar Nanoq en hann var handtekinn 18. janúar síðastliðinn og hefur setið í einangrun síðan þá. Lögregla og ákæruvald hafa tólf vikur til þess að gefa út ákæru frá handtöku. Unnið er að því að safna gögnum í málinu sem síðan verða send héraðssaksóknara.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira