Keppendur í Söngvakeppninni segja hljóðblöndunina hafa verið hörmung Birgir Olgeirsson skrifar 28. febrúar 2017 11:00 Flytjendur lagsins Heim til þín. RÚV „RÚV er frábært í flestu því sem það gerir, en því miður er það engan veginn fært um að sjá um beinar útsendingar þar sem tónlist er í forgrunni,“ segir Unnur Birna Björnsdóttir sem var ein af bakraddasöngvurum lagsins Heim til þín sem var flutt á fyrra undankvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins síðastliðið laugardagskvöld. Þrjú lög komust áfram en Heim til þín, í flutningi Júlí Heiðars Halldórssonar og Þórdísar Birnu Borgarsdóttur, var ekki eitt þeirra. Unnur Birna segir í Facebook-færslu að flutningur lagsins hafi ekki allur skilað sér í sjónvarpsútsendingunni og það sé hljóðblöndun Ríkisútvarpsins, sem sér um framkvæmd keppninnar, að kenna.Unnur segir nær allt hafa verið til fyrirmyndar á sviðinu og baksviðs og að hljóðið í sal Háskólabíós hafi verið mjög gott.Hún segir það sama ekki eiga við hljóðið í sjónvarpsútsendingunni og segir alla listræna vinnu, útsetningar og æfingar hafa farið beina leið í niðurfallið. Er talað um að rödd annars aðalsöngvarans hafi verið áberandi hærri en aðrar raddir og að lítið sem ekkert hafi heyrst í bakröddum. „Ef það er svona flókið að mixa 6 raddir og playback í beinni útsendingu, þá held ég að þessi júróvísjónforkeppni ætti að vera í höndunum á öðrum en RÚV; eða RÚV ráði inn hljóðmann sem er vanur að mixa tónlist til að sjá um útsendingu og veit hvað hann er að gera. Ég spyr, hvað klikkaði? Og af hverju er þetta eingöngu svona í útsendingum frá RÚV? Svör óskast,“ segir Unnur Birna. Undir þetta tekur sjálfur höfundur og flytjandi lagsins Júlí Heiðar sem segir hljóðblöndunina hafa verið hörmung.Arnar Jónsson, sem flutti lagið Til mín, ásamt Rakel Pálsdóttur, tekur undir með Unni Birnu. Lagið Til mín var eitt þeirra þriggja laga sem komst áfram upp úr þessu undankvöldi en Arnar segir hljóðblöndunina einnig hafa verið slæma í þeirra atriði. „En alls ekki svona slæmt.“Spurður hvort RÚV hafi eitthvað um málið að segja, það er hvort hljóðblöndun á laginu hefði mátt vera betri eða ekki, svarar Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, í samtali við Vísi að það sé ákveðið álitamál og aldrei hægt að fullyrða að hljóð hafi verið fullkomið.Allt getur gerst í beinni útsendingu „Þetta er alltaf svo mikið smekksatriði. Hvert einasta skipti við fáum athugasemd um þetta eða verðum vör við það förum við upp á tærnar og reynum að gera betur,“ segir Skarphéðinn. Hann bendir á að keppnin síðastliðið laugardagskvöld hafi verið í beinni útsendingu. „Ef þetta ætti að vera 100 prósent þyrfti eiginlega að hafa þetta allt upptekið. En þetta er bein útsending eins og Eurovision-keppnin úti þar sem stuðningsmenn hverrar einustu þjóðar finna alltaf eitthvað að framkvæmd lagsins og geta hnýtt í eitthvað,“ segir Skarphéðinn. Skarphéðinn nefnir að þetta sé ekki bundið við Ísland. Svona fari einnig úrskeiðis í stórum keppnum út í heimi og á verðlaunahátíðum. Nefnir hann sem dæmi atriði Metallica og Lady Gaga á Grammy-verðlaunahátíðinni fyrr í mánuðinum þar sem ekki heyrðist í aðalsöngvaranum James Hetfield.„Þetta var sem betur fer ekki svo slæmt en sýnir okkur að það getur ýmislegt gerst í beinni útsendingu. Þetta er alltaf ákveðið álita mál og hvert einasta skiptið sem eru gerðar athugasemdir, hvort sem það er beint við okkur frá keppendum eða við verðum vör við að menn hafi eitthvað út á það að setja sem áhorfendur heima í stofu, þá förum við upp á tærnar og reynum að gera það betur,“ segir Skarphéðinn.Tónlistarstjóri keppendum innan handar Hann segir keppendur í Söngvakeppninni fái að koma með ábendingar um hljóðblöndun á æfingum fyrir keppnina. Þá er RÚV einnig með tónlistarstjóra sem sé öllum keppendum innan handar.Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps á RÚV.„Flestir keppendur eru með sér sérfræðinga til að baktryggja að verið sé að uppfylla þær kröfur sem þeir gera. Við erum í rauninni með allt sem til þarf svo þetta skili sér rétt. Svo getur ýmislegt gerst í hljóðblöndun í beinni útsendingu sem gerir það að verkum að það skilar sér ekki eins fullkomlega og menn voru að gera sér vonir um,“ segir Skarphéðinn.Hefði mátt heyrast hærra í bakröddum Hann segist geta tekið undir það að það hefði mátt heyrast betur í bakröddum lagsins Heim til þín. „Við tökum venjulega ekki þann slag að eitthvað hafi verið fullkomið í okkar eyru ef það hljómaði öðruvísi í eyrum annarra. Þetta er eitthvað sem gerist í keppninni okkar, þetta gerist í Eurovision-keppninni og gerist í beinni útsendingu þegar svo mörg atriði þurfa að ganga upp.“ Spurður hvernig RÚV myndi bregðast við því ef flutningur lags færi algjörlega úrskeiðis sökum tæknibilunar segir hann að ekki sé útiloka að lagið yrði endurflutt. „Við metum hvert einasta tilvik fyrir sig. Ef við teljum að flutningur hafi verið meingallaður af okkar völdum útilokum við alls ekki svoleiðis. Þetta er keppni og við tökum hana alvarlega sem slíka.“ Eurovision Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Fleiri fréttir Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Sjá meira
„RÚV er frábært í flestu því sem það gerir, en því miður er það engan veginn fært um að sjá um beinar útsendingar þar sem tónlist er í forgrunni,“ segir Unnur Birna Björnsdóttir sem var ein af bakraddasöngvurum lagsins Heim til þín sem var flutt á fyrra undankvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins síðastliðið laugardagskvöld. Þrjú lög komust áfram en Heim til þín, í flutningi Júlí Heiðars Halldórssonar og Þórdísar Birnu Borgarsdóttur, var ekki eitt þeirra. Unnur Birna segir í Facebook-færslu að flutningur lagsins hafi ekki allur skilað sér í sjónvarpsútsendingunni og það sé hljóðblöndun Ríkisútvarpsins, sem sér um framkvæmd keppninnar, að kenna.Unnur segir nær allt hafa verið til fyrirmyndar á sviðinu og baksviðs og að hljóðið í sal Háskólabíós hafi verið mjög gott.Hún segir það sama ekki eiga við hljóðið í sjónvarpsútsendingunni og segir alla listræna vinnu, útsetningar og æfingar hafa farið beina leið í niðurfallið. Er talað um að rödd annars aðalsöngvarans hafi verið áberandi hærri en aðrar raddir og að lítið sem ekkert hafi heyrst í bakröddum. „Ef það er svona flókið að mixa 6 raddir og playback í beinni útsendingu, þá held ég að þessi júróvísjónforkeppni ætti að vera í höndunum á öðrum en RÚV; eða RÚV ráði inn hljóðmann sem er vanur að mixa tónlist til að sjá um útsendingu og veit hvað hann er að gera. Ég spyr, hvað klikkaði? Og af hverju er þetta eingöngu svona í útsendingum frá RÚV? Svör óskast,“ segir Unnur Birna. Undir þetta tekur sjálfur höfundur og flytjandi lagsins Júlí Heiðar sem segir hljóðblöndunina hafa verið hörmung.Arnar Jónsson, sem flutti lagið Til mín, ásamt Rakel Pálsdóttur, tekur undir með Unni Birnu. Lagið Til mín var eitt þeirra þriggja laga sem komst áfram upp úr þessu undankvöldi en Arnar segir hljóðblöndunina einnig hafa verið slæma í þeirra atriði. „En alls ekki svona slæmt.“Spurður hvort RÚV hafi eitthvað um málið að segja, það er hvort hljóðblöndun á laginu hefði mátt vera betri eða ekki, svarar Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, í samtali við Vísi að það sé ákveðið álitamál og aldrei hægt að fullyrða að hljóð hafi verið fullkomið.Allt getur gerst í beinni útsendingu „Þetta er alltaf svo mikið smekksatriði. Hvert einasta skipti við fáum athugasemd um þetta eða verðum vör við það förum við upp á tærnar og reynum að gera betur,“ segir Skarphéðinn. Hann bendir á að keppnin síðastliðið laugardagskvöld hafi verið í beinni útsendingu. „Ef þetta ætti að vera 100 prósent þyrfti eiginlega að hafa þetta allt upptekið. En þetta er bein útsending eins og Eurovision-keppnin úti þar sem stuðningsmenn hverrar einustu þjóðar finna alltaf eitthvað að framkvæmd lagsins og geta hnýtt í eitthvað,“ segir Skarphéðinn. Skarphéðinn nefnir að þetta sé ekki bundið við Ísland. Svona fari einnig úrskeiðis í stórum keppnum út í heimi og á verðlaunahátíðum. Nefnir hann sem dæmi atriði Metallica og Lady Gaga á Grammy-verðlaunahátíðinni fyrr í mánuðinum þar sem ekki heyrðist í aðalsöngvaranum James Hetfield.„Þetta var sem betur fer ekki svo slæmt en sýnir okkur að það getur ýmislegt gerst í beinni útsendingu. Þetta er alltaf ákveðið álita mál og hvert einasta skiptið sem eru gerðar athugasemdir, hvort sem það er beint við okkur frá keppendum eða við verðum vör við að menn hafi eitthvað út á það að setja sem áhorfendur heima í stofu, þá förum við upp á tærnar og reynum að gera það betur,“ segir Skarphéðinn.Tónlistarstjóri keppendum innan handar Hann segir keppendur í Söngvakeppninni fái að koma með ábendingar um hljóðblöndun á æfingum fyrir keppnina. Þá er RÚV einnig með tónlistarstjóra sem sé öllum keppendum innan handar.Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps á RÚV.„Flestir keppendur eru með sér sérfræðinga til að baktryggja að verið sé að uppfylla þær kröfur sem þeir gera. Við erum í rauninni með allt sem til þarf svo þetta skili sér rétt. Svo getur ýmislegt gerst í hljóðblöndun í beinni útsendingu sem gerir það að verkum að það skilar sér ekki eins fullkomlega og menn voru að gera sér vonir um,“ segir Skarphéðinn.Hefði mátt heyrast hærra í bakröddum Hann segist geta tekið undir það að það hefði mátt heyrast betur í bakröddum lagsins Heim til þín. „Við tökum venjulega ekki þann slag að eitthvað hafi verið fullkomið í okkar eyru ef það hljómaði öðruvísi í eyrum annarra. Þetta er eitthvað sem gerist í keppninni okkar, þetta gerist í Eurovision-keppninni og gerist í beinni útsendingu þegar svo mörg atriði þurfa að ganga upp.“ Spurður hvernig RÚV myndi bregðast við því ef flutningur lags færi algjörlega úrskeiðis sökum tæknibilunar segir hann að ekki sé útiloka að lagið yrði endurflutt. „Við metum hvert einasta tilvik fyrir sig. Ef við teljum að flutningur hafi verið meingallaður af okkar völdum útilokum við alls ekki svoleiðis. Þetta er keppni og við tökum hana alvarlega sem slíka.“
Eurovision Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Fleiri fréttir Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Sjá meira