Ábyrgðin ekki útgerðarinnar, heldur Seðlabanka og fyrri ríkisstjórnar Ole Anton Bieltvedt skrifar 28. febrúar 2017 07:00 Í leiðara Þorbjörns Þórðarsonar í blaðinu 9. febrúar, sem ber fyrirsögnina „ Ábyrgðin er útgerðarinnar“, lýsir hann þeirri skoðun sinni, að útgerðin beri meginábyrgð á þeim hnút, sem sjómannadeilan var þá komin í, og, að hún hafi þess vegna átt að fórna sínum hagsmunum og láta undan kröfum sjómanna í almannaþágu. Margt, sem Þorbjörn segir í þessum leiðara, er skýrlegt og skynsamlegt, og er ég honum um margt sammála. Þetta gildir þó ekki um skilgreininguna á rót vandans, sem útvegsmenn og sjómenn stóðu og standa frammi fyrir – reyndar flestir eða allir landsmenn – heldur ekki um orsakir og ábyrgð á hnútnum. Á árinu 2015 var útflutningsverðmæti sjávarafurða okkar Íslendinga um 260 milljarðar. Þá fengust að meðaltali 148 krónur fyrir 1 evru. Nú, 12-18 mánuðum síðar, fær útgerðin um 120 krónur fyrir evruna. Miðað við sama útflutningsmagn og sama markaðsverð, fær útgerðin í ár um 210 milljarða í stað 260 milljarða 2015. Vegna styrkingar krónunnar er útgerðin að tapa 50 milljörðum króna í ár, miðað við afkomuna 2015. Hvernig geta menn komizt að þeirri niðurstöðu, að það sé hennar mál og ábyrgð að axla frekari sameiginlega byrðir landsmanna? Afkoman kann að hafa verið góð eða mjög góð 2015, en nú er hún greinilega að komast í járn. Hverjum er um að kenna? Eins og ég hef fjallað um í ýmsum greinum, hér og í Morgunblaðinu, liggur orsökin í „handónýtri krónu“, sem byggir á allt of litlu hagkerfi og hoppar og skoppar upp og niður, eins og stjórnlítil smákæna, á úthafi efnahags- og gengismála. Meginábyrgðin liggur því í mínum huga hjá Seðlabankanum og fyrri ríkisstjórn, en þessir aðilar horfðu upp á það og létu það gerast og viðgangast, án mikilla aðgerða, að krónan styrktist um tæplega 20% á 12-15 mánuðum. Og nú, þrátt fyrir það, að krónan hafi síðustu 6-12 mánuði sennilega verið sterkasti gjaldmiðill álfunnar, var Seðlabankinn að framlengja 5% óbreytta stýrivexti. Á sama tíma eru stýrivextir Seðlabanka Evrópu 0,0%, en evran er samt, ásamt Bandaríkjadal, öflugasti stórgjaldmiðill heims og stýrivextir í t.a.m. Svíþjóð og Sviss eru í mínus!Yfirkeyrðir vextir Þessir yfirkeyrðu vextir Seðlabankans ásamt áframhaldandi gjaldeyrishöftum halda gengi krónunnar langt yfir raunvirði hennar, en raunvirði hlýtur að jafnaði að vera það gengi, sem heldur meginatvinnuvegunum gangandi á viðunandi rekstursgrundvelli. Það virðist vera, að „rétt gengi“ nú væri um 140 til 145 krónur í evru. Við slíkt gengi hefði verið vandræðalaust fyrir útgerðina að ljúka sanngjörnum samningum við sjómenn, án þeirra langvarandi og kostnaðarsömu verkfalla, sem menn urðu að ganga í gegnum. Í mínum huga myndi skipuleg en hröð lækkun stýrivaxta niður í 1-2%, ásamt frekari afnámi gjaldeyrishafta og heimild lífeyrissjóða til að fjárfesta að vild erlendis,á nokkrum vikum/mánuðum leiða til ofangreindrar leiðréttingar á genginu, en þessu má auðvitað stýra með skref fyrir skref aðgerðum. Mér er óskiljanlegt, hvað Seðlabankinn er að hugsa og fara með 5% stýrivöxtum; þetta nálgast þó skipulega sjálfseyðileggingu – efnahagslegt harakiri – í mínum huga, á sama tíma og ESB-stýrivextir eru sem sagt 0,0%, stýrivextir í Bretlandi eru aðeins 0,25%, þrátt fyrir veikt pund, stýrivextir í Noregi eru 0,50% og stýrivextir í Svíþjóð og Sviss eru í MÍNUS; - 0,35% í Svíþjóð og niður í -1,25% í Sviss!! Stýrivextir fyrir okkar sterku krónu eru 20 sinnum hærri, en fyrir veikburða pundið, og 10 sinnum hærri en fyrir óstöðuga norska krónu, en verðbólgan í þessum tveimur löndum er og verður svipuð 2017 og hér! Hvað gengur mönnunum eiginlega til? Þeir virðast vera fastir í einhverri gamalli aðferðafræði! Þessi okurvaxtastefna bitnar auðvitað ekki aðeins á útgerðinni, heldur líka og ekki síður á stærsta atvinnuvegi þjóðarinnar; ferðamannaiðnaðinum. Hann fær nú líka inn allar sínar erlendu tekjur með um 20-25% skerðingu, miðað við 2015. Við bætist, að þessi óskiljanlega stefna Seðlabanka viðheldur stórfelldri eignatilfærslu milli þeirra, sem skulda, til þeirra, sem eiga; þeir fátæku verða fátækari og þeir ríku ríkari, fyrir tilstuðlan Seðlabanka. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Í leiðara Þorbjörns Þórðarsonar í blaðinu 9. febrúar, sem ber fyrirsögnina „ Ábyrgðin er útgerðarinnar“, lýsir hann þeirri skoðun sinni, að útgerðin beri meginábyrgð á þeim hnút, sem sjómannadeilan var þá komin í, og, að hún hafi þess vegna átt að fórna sínum hagsmunum og láta undan kröfum sjómanna í almannaþágu. Margt, sem Þorbjörn segir í þessum leiðara, er skýrlegt og skynsamlegt, og er ég honum um margt sammála. Þetta gildir þó ekki um skilgreininguna á rót vandans, sem útvegsmenn og sjómenn stóðu og standa frammi fyrir – reyndar flestir eða allir landsmenn – heldur ekki um orsakir og ábyrgð á hnútnum. Á árinu 2015 var útflutningsverðmæti sjávarafurða okkar Íslendinga um 260 milljarðar. Þá fengust að meðaltali 148 krónur fyrir 1 evru. Nú, 12-18 mánuðum síðar, fær útgerðin um 120 krónur fyrir evruna. Miðað við sama útflutningsmagn og sama markaðsverð, fær útgerðin í ár um 210 milljarða í stað 260 milljarða 2015. Vegna styrkingar krónunnar er útgerðin að tapa 50 milljörðum króna í ár, miðað við afkomuna 2015. Hvernig geta menn komizt að þeirri niðurstöðu, að það sé hennar mál og ábyrgð að axla frekari sameiginlega byrðir landsmanna? Afkoman kann að hafa verið góð eða mjög góð 2015, en nú er hún greinilega að komast í járn. Hverjum er um að kenna? Eins og ég hef fjallað um í ýmsum greinum, hér og í Morgunblaðinu, liggur orsökin í „handónýtri krónu“, sem byggir á allt of litlu hagkerfi og hoppar og skoppar upp og niður, eins og stjórnlítil smákæna, á úthafi efnahags- og gengismála. Meginábyrgðin liggur því í mínum huga hjá Seðlabankanum og fyrri ríkisstjórn, en þessir aðilar horfðu upp á það og létu það gerast og viðgangast, án mikilla aðgerða, að krónan styrktist um tæplega 20% á 12-15 mánuðum. Og nú, þrátt fyrir það, að krónan hafi síðustu 6-12 mánuði sennilega verið sterkasti gjaldmiðill álfunnar, var Seðlabankinn að framlengja 5% óbreytta stýrivexti. Á sama tíma eru stýrivextir Seðlabanka Evrópu 0,0%, en evran er samt, ásamt Bandaríkjadal, öflugasti stórgjaldmiðill heims og stýrivextir í t.a.m. Svíþjóð og Sviss eru í mínus!Yfirkeyrðir vextir Þessir yfirkeyrðu vextir Seðlabankans ásamt áframhaldandi gjaldeyrishöftum halda gengi krónunnar langt yfir raunvirði hennar, en raunvirði hlýtur að jafnaði að vera það gengi, sem heldur meginatvinnuvegunum gangandi á viðunandi rekstursgrundvelli. Það virðist vera, að „rétt gengi“ nú væri um 140 til 145 krónur í evru. Við slíkt gengi hefði verið vandræðalaust fyrir útgerðina að ljúka sanngjörnum samningum við sjómenn, án þeirra langvarandi og kostnaðarsömu verkfalla, sem menn urðu að ganga í gegnum. Í mínum huga myndi skipuleg en hröð lækkun stýrivaxta niður í 1-2%, ásamt frekari afnámi gjaldeyrishafta og heimild lífeyrissjóða til að fjárfesta að vild erlendis,á nokkrum vikum/mánuðum leiða til ofangreindrar leiðréttingar á genginu, en þessu má auðvitað stýra með skref fyrir skref aðgerðum. Mér er óskiljanlegt, hvað Seðlabankinn er að hugsa og fara með 5% stýrivöxtum; þetta nálgast þó skipulega sjálfseyðileggingu – efnahagslegt harakiri – í mínum huga, á sama tíma og ESB-stýrivextir eru sem sagt 0,0%, stýrivextir í Bretlandi eru aðeins 0,25%, þrátt fyrir veikt pund, stýrivextir í Noregi eru 0,50% og stýrivextir í Svíþjóð og Sviss eru í MÍNUS; - 0,35% í Svíþjóð og niður í -1,25% í Sviss!! Stýrivextir fyrir okkar sterku krónu eru 20 sinnum hærri, en fyrir veikburða pundið, og 10 sinnum hærri en fyrir óstöðuga norska krónu, en verðbólgan í þessum tveimur löndum er og verður svipuð 2017 og hér! Hvað gengur mönnunum eiginlega til? Þeir virðast vera fastir í einhverri gamalli aðferðafræði! Þessi okurvaxtastefna bitnar auðvitað ekki aðeins á útgerðinni, heldur líka og ekki síður á stærsta atvinnuvegi þjóðarinnar; ferðamannaiðnaðinum. Hann fær nú líka inn allar sínar erlendu tekjur með um 20-25% skerðingu, miðað við 2015. Við bætist, að þessi óskiljanlega stefna Seðlabanka viðheldur stórfelldri eignatilfærslu milli þeirra, sem skulda, til þeirra, sem eiga; þeir fátæku verða fátækari og þeir ríku ríkari, fyrir tilstuðlan Seðlabanka. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun