Innlent

Spá áframhaldandi vetrarríki

Samúel Karl Ólason skrifar
"Í nótt gengu öflug skil inn á sunnanvert landið. Hvessti þá hressilega úr austri og snjóað mikið í landshlutanum; má með sanni segja að höfuðborgin sé á kafi í snjó.“
"Í nótt gengu öflug skil inn á sunnanvert landið. Hvessti þá hressilega úr austri og snjóað mikið í landshlutanum; má með sanni segja að höfuðborgin sé á kafi í snjó.“ Vísir/SAMMI
Veðurstofa Íslands spáir áframhaldandi vetrarríki á næstu dögum. Líkur eru á að vindur muni snúast í norðanátt og með því mun kólna. Ofankoma og vindar verða þó heldur í minna lagi. Í dag spáir Veðurstofan talsverði snjókomu eða slyddu sunnantil framan af morgni, en svo mun lægja og rofa til.

„Í nótt gengu öflug skil inn á sunnanvert landið. Hvessti þá hressilega úr austri og snjóað mikið í landshlutanum; má með sanni segja að höfuðborgin sé á kafi í snjó,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Áfram verður hvasst og ofankoma allra nyrst og á Vestfjörðum fram á nótt. Hiti verður kringum frostmark.

Veðurhorfur á landinu næstu daga.

Á þriðjudag:

Norðan 8-15 og dálítil él austast á landinu, en annars fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt og léttskýjað að mestu. Kólnandi veður.

Á miðvikudag, fimmtudag, föstudag og laugardag:

Fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt og léttskýjað, en heldur hvassara allra austast og stöku él. Talsvert frost.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×