Þar sakar Sigurður Ragnar eftirmann sinn, Frey Alexandersson, um að tala niður kínversku deildina, þar sem Sigurður Ragnar þjálfar, og segir þjálfarann vera á hálum ís með því að segja að ef leikmenn spili í Kína hafi það áhrif á val hans í landsliðið.
FYI : Ég læt landsliðsþjálfara Íslands ekki segja mér hvar ég á að spila. Er mjög ánægð að spila fyrir Djurgården í topp deild í Evrópu.
— Hallbera Gisladottir (@HallberaGisla) February 24, 2017
Hallbera svaraði fyrir sig á Twitter í morgun þar sem hún tók skýrt fram að landsliðsþjálfarinn segði henni ekki hvar hún ætti að spila. Þess utan væri hún ánægð í Svíþjóð.