Innlent

Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Nær öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag vegna veðurs samkvæmt upplýsingum á vef Flugfélags Íslands. 

Flug milli Grímseyjar og Akureyrar er enn áætlað sem og flug milli Akureyrar og Vopnafjarðar og milli Akureyrar og Þórshafnar.

Vonskuveður fer nú yfir landið. Samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar ætti veðrið að ná hámarki fljótlega eftir hádegi suðvestanlands en seinnipartinn í öðrum landshlutum. Milli klukkan 16 og 17 fer að lægja og draga úr vætu.

Vegagerðin hefur tilkynnt að búast megi við lokunum á eftirfarandi vegum á þeim tíma sem gefnir eru upp:

09:00 – 18.00 Eyjaföll og Hellisheiði.

11:00 – 18:00 Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði.

12:00 – 17:00 Reykjanesbraut.

12:00 – 18:00 Kjalarnes og Hafnarfjall.

15:00 – 21:00 Holtavörðuheiði og Brattabrekku.

16:00 og fram á kvöld Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Fjarðarheiði, Fagridalur og Oddsskarð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×