Innlent

Sannkallað vetrarveður ríkir austantil á Suðurlandi

Birgir Olgeirsson skrifar
Ekkert ferðaveður í Öræfum samkvæmt heimamönnum.
Ekkert ferðaveður í Öræfum samkvæmt heimamönnum. Vísir/Pjetur
Lögreglan á Suðurlandi hefur vakið athygli á því að nú ríkir sannkallað vetrarveður á vegum austantil í umdæminu. Er bent á að leiðin frá Kirkjubæjarklaustri að Skeiðarársandi sé ófær samkvæmt vef Vegagerðarinnar og samkvæmt upplýsingum frá heimamönnum í Öræfum er ekkert ferðaveður þar eins og sakir standa.

Í dag er búist við suðaustlægri átt, 8 - 15 metrar á sekúndu, en gengur í 13 - 20 metrar á sekúndu um tíma norðaustantil í dag. Lengst af 3-10 m/s suðvestan- og vestanlands. Víða él, en snjókoma eða slydda austan Öræfa. Frost 0 til 5 stig, en hiti kringum frostmark við sjóinn um landið sunnanvert.

Vaxandi suðaustanátt í fyrramálið, fyrst suðvestantil, víða 20-28 m/s síðdegis. Snjókoma eða slydda og síðan rigning. Talsverð eða mikil rigning um tíma suðaustanlands seint á morgun. Hlýnar í veðri. Snýst í mun hægari sunnan- og suðvestanátt fyrst suðvestantil annað kvöld, með skúrum eða éljum. Hiti 1 til 7 stig.


Tengdar fréttir

Ekkert ferðaveður á morgun

Suðaustan stormur eða rok verður víða um landið seinnipartinn á morgun og ekkert ferðaveður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×