Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. febrúar 2017 18:00 Uppgötvunin þykir stórmerkileg. Mynd/ESO Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ESO, Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, en NASA, Geimvísindastofnun Bandaríkjanna stendur nú fyrir kynningu á uppgötvuninni sem sjá má í beinni útsendingu hér að neðan. Stjörnufræðingar notuðu sjónauka víða um heim og hafa þeir staðfest tilvist að minnsta kosti sjö lítilla reikistjarna í kringum köldu rauðu dvergstjörnuna TRAPPIST-1. Reikistjörnurnar, sem nefnast TRAPPIST-1b, c, d, e, f, g og h, í röð frá móðurstjörnunni, eru allar álíka stórar og Jörðin.Þrjár reikistjarnanna í lífbelti sólkerfisinsHefur vísindamönnum tekist að afla upplýsinga um stærð, efnasamsetningu og sporbrautir reikistjarnanna og í ljós hefur komið að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin.Samkvæmt grein sem birtist í dag í tímaritinu Nature eru þrjár reikistjarnanna í lífbelti sólkerfisins og gætu þar af leiðandi haft fljótandi vatn á yfirborði sínu og þannig aukið líkurnar á að í kerfinu gæti leynst líf. Sólkerfið hefur bæði mestan fjölda reikistjarna á stærð við Jörðina sem fundist hefur til þessa og mestan fjölda hnatta sem gætu haft fljótandi vatn á yfirborðinu. „Þetta er einstakt sólkerfi — ekki aðeins vegna þess að við fundum svo margar reikistjörnur í því, heldur vegna þess að þær eru álíka heitar og Jörðin!“ sagði Michaël Gillon við STAR stofnunina í Liėgeháskóla í Belgíu. Nánar má lesa um uppgötvunina á Stjörnufræðivefnum auk þess sem að fjallað verður um reikistjörnurnar í kvöldfréttum Stöðvar klukkan 18.30.SkýringarmyndVísir/Graphic News Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ESO, Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, en NASA, Geimvísindastofnun Bandaríkjanna stendur nú fyrir kynningu á uppgötvuninni sem sjá má í beinni útsendingu hér að neðan. Stjörnufræðingar notuðu sjónauka víða um heim og hafa þeir staðfest tilvist að minnsta kosti sjö lítilla reikistjarna í kringum köldu rauðu dvergstjörnuna TRAPPIST-1. Reikistjörnurnar, sem nefnast TRAPPIST-1b, c, d, e, f, g og h, í röð frá móðurstjörnunni, eru allar álíka stórar og Jörðin.Þrjár reikistjarnanna í lífbelti sólkerfisinsHefur vísindamönnum tekist að afla upplýsinga um stærð, efnasamsetningu og sporbrautir reikistjarnanna og í ljós hefur komið að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin.Samkvæmt grein sem birtist í dag í tímaritinu Nature eru þrjár reikistjarnanna í lífbelti sólkerfisins og gætu þar af leiðandi haft fljótandi vatn á yfirborði sínu og þannig aukið líkurnar á að í kerfinu gæti leynst líf. Sólkerfið hefur bæði mestan fjölda reikistjarna á stærð við Jörðina sem fundist hefur til þessa og mestan fjölda hnatta sem gætu haft fljótandi vatn á yfirborðinu. „Þetta er einstakt sólkerfi — ekki aðeins vegna þess að við fundum svo margar reikistjörnur í því, heldur vegna þess að þær eru álíka heitar og Jörðin!“ sagði Michaël Gillon við STAR stofnunina í Liėgeháskóla í Belgíu. Nánar má lesa um uppgötvunina á Stjörnufræðivefnum auk þess sem að fjallað verður um reikistjörnurnar í kvöldfréttum Stöðvar klukkan 18.30.SkýringarmyndVísir/Graphic News
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira