Sigmundur rekur í löngu máli hvers vegna hann þolir ekki ananas á pizzur Birgir Olgeirsson skrifar 7. mars 2017 17:26 "Ávextir sem notaðir eru til að framleiða safa eiga ekki heima á pizzu,“ segir Sigmundur Davið Vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur blandað sér í stóra „ananas-á-pizzu“ málið. Líkt og flestir vita sprengdi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, það mál upp þegar hann sagði í góðu gríni að ef hann gæti þá myndi hann banna ananas á pizzur. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, steig fram skömmu síðar og sagðist vera hlynntur ananas á pizzum en það fékk Sigmund Davíð til að lýsa yfir sinni skoðun. Á Facebook-síðu sinni segist Sigmundur hafa verið hrifinn af ananas frá barnæsku og þótti ananasdjús bestur djúsa. „En ananas á alls ekki heima á pizzu, ekki frekar en sýrður rjómi á sushi,“ segir Sigmundur og dregur síðan fram fjóra liði máli sínu til stuðnings. Hann segir ananas um margt líkan sítrusávöxtum eins og appelsínum og sítrónum og enginn myndi panta pizzu með slíkum ávöxtum. „Ávextir sem notaðir eru til að framleiða safa eiga ekki heima á pizzu,“ skrifar Sigmundur. Hann segir súrsæta ananasbragðið ekki renna saman við annað bragð á pizzunni og virkar eins og truflandi aðskotaefni. Þá vill hann meina að hitastig ananasbitanna sé iðulega á skjön við restina af pizzunni og að hann geti valdið brunasárum. „Svo kólnar ananasinn og verður kaldari en restin af pizzunni (og auðvitað slepjulegri).“ Hann segir auk þess að þegar ananas sé hitaður þá leki súr safi úr honum þannig að hver einasti biti mengar út frá sér. „Á heimilinu ríkir ekki einhugur um ananasmálið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir mínar til að fara yfir þessi atriði. Það hefur verið reynt að leysa málið með því að panta bara ananas á helminginn en það er ekki fullkomin lausn því safinn lekur yfir á hreina helminginn og skemmir hann að hluta,“ skrifar Sigmundur. Hann segir áhuga forseta Íslands að banna ananas á pizzum því skiljanlegan. „Það ætti alla vega við um bann við ananas á stórum pizzum. Hugsanleg málamiðlun væri sú að fólki yrði leyft að panta sér einstaklingspizzur með ananas ef þær yrðu afgreiddar á afmörkuðum svæðum á pizzustöðum. Svo væri náttúrulega hægt að leysa málið með því að borða bara íslenskan mat.“ Ananas á pítsu Tengdar fréttir Sendiráð Íslands í Bretlandi fékk ananas-pizzur sendar frá leyndum aðdáanda "Long live the pineapple pizza“ 22. febrúar 2017 16:44 Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40 Stóra pizzumálið ratar í heimsfréttirnar Fjölmiðlar víða um heim fjalla um stóra pizzumálið. 21. febrúar 2017 23:26 Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15 Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20 Mest lesið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Fleiri fréttir Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur blandað sér í stóra „ananas-á-pizzu“ málið. Líkt og flestir vita sprengdi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, það mál upp þegar hann sagði í góðu gríni að ef hann gæti þá myndi hann banna ananas á pizzur. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, steig fram skömmu síðar og sagðist vera hlynntur ananas á pizzum en það fékk Sigmund Davíð til að lýsa yfir sinni skoðun. Á Facebook-síðu sinni segist Sigmundur hafa verið hrifinn af ananas frá barnæsku og þótti ananasdjús bestur djúsa. „En ananas á alls ekki heima á pizzu, ekki frekar en sýrður rjómi á sushi,“ segir Sigmundur og dregur síðan fram fjóra liði máli sínu til stuðnings. Hann segir ananas um margt líkan sítrusávöxtum eins og appelsínum og sítrónum og enginn myndi panta pizzu með slíkum ávöxtum. „Ávextir sem notaðir eru til að framleiða safa eiga ekki heima á pizzu,“ skrifar Sigmundur. Hann segir súrsæta ananasbragðið ekki renna saman við annað bragð á pizzunni og virkar eins og truflandi aðskotaefni. Þá vill hann meina að hitastig ananasbitanna sé iðulega á skjön við restina af pizzunni og að hann geti valdið brunasárum. „Svo kólnar ananasinn og verður kaldari en restin af pizzunni (og auðvitað slepjulegri).“ Hann segir auk þess að þegar ananas sé hitaður þá leki súr safi úr honum þannig að hver einasti biti mengar út frá sér. „Á heimilinu ríkir ekki einhugur um ananasmálið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir mínar til að fara yfir þessi atriði. Það hefur verið reynt að leysa málið með því að panta bara ananas á helminginn en það er ekki fullkomin lausn því safinn lekur yfir á hreina helminginn og skemmir hann að hluta,“ skrifar Sigmundur. Hann segir áhuga forseta Íslands að banna ananas á pizzum því skiljanlegan. „Það ætti alla vega við um bann við ananas á stórum pizzum. Hugsanleg málamiðlun væri sú að fólki yrði leyft að panta sér einstaklingspizzur með ananas ef þær yrðu afgreiddar á afmörkuðum svæðum á pizzustöðum. Svo væri náttúrulega hægt að leysa málið með því að borða bara íslenskan mat.“
Ananas á pítsu Tengdar fréttir Sendiráð Íslands í Bretlandi fékk ananas-pizzur sendar frá leyndum aðdáanda "Long live the pineapple pizza“ 22. febrúar 2017 16:44 Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40 Stóra pizzumálið ratar í heimsfréttirnar Fjölmiðlar víða um heim fjalla um stóra pizzumálið. 21. febrúar 2017 23:26 Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15 Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20 Mest lesið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Fleiri fréttir Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Sjá meira
Sendiráð Íslands í Bretlandi fékk ananas-pizzur sendar frá leyndum aðdáanda "Long live the pineapple pizza“ 22. febrúar 2017 16:44
Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40
Stóra pizzumálið ratar í heimsfréttirnar Fjölmiðlar víða um heim fjalla um stóra pizzumálið. 21. febrúar 2017 23:26
Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15
Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20